Vísir - 30.10.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 30.10.1971, Blaðsíða 1
Lögregluembætti 5 eöa 6 bæj- ar- og sveltarfélaga voru á hött- unum í gærdag eftir ökumann- inum, sem í gærmorgun ók á mann hjá Miklatorgi og stakk af frá honum liggjandi siös- uðum í götunni. Ökumaðurinn var enn ófund inn i gærkvöldi, þega'r síðast frétt ist, en áfram verður haldið rann sókn málsins. Líðan hins slasaða var talin eftir atvikum sæmileg í "ær. Það var einskær tilviljun sem ráði því, að hinn slasaði komst Mtölulega fijótt undir iæknishend jr eftir slysið. Leigubílstjóri frá í-Ireyfli, sem var á leið heim til fn, að lokinni næturvinnu kom •ð slysstaðnum. ,,Ég sá einhverja þúst í götunni, ■egar ég kom f hringinn á Mikla .orgi_ og varð fljótlega ljóst, að letta var liggjandj maður,“ sagði !eigubVIstjórinn Magnús Magnús- son, þegar við spurðum hann um aðkomuna. „Frómt frá sagt, datt mér fyrsít hug, að þarna hefði ölvaður mað ur dottið f götuna en hann var alblóðugur í andliti, þegar hann leit upp til mín af götunnj um ieið og ég hugði að honum. „Hvað hefur skeð?“ varð mér að orði, ,,en hann stundi upp með erfiðismunum „Hvað heldur þú?“ Og ég sá að ég var bara að sóa tímanum og flýtti mér að tilkynna í gegnum talstöðina hvað ckeð hafði,“ sagði Magnús. Hann sagðist engan b’il hafa séð neins staðar, enda engin umferð um þetta leyti morguns klukkan rúmlega 6. Lögregluna grunar, að ökumaður inn. sem stakk af, hafi verið á leið suður Hafnarfjarðarveginn og hefur lögreglan í Kópavogi, Hafn arfirði og Keflavik verið beðin um að aðstoða við leitina og rann sóknina. — GP „Þarna lá maðurinn, þegar ég kom aö honum“, sagði bílstjórinn, sem fann hinn slasaða í fyrri- nótt við Miklatorg. Að mebaltali nemur fækkunin 0.6% Krónan hefur fallið þegjandi og hljóðalaust íslenzka krónan hefur fallið í verði þegjandi og hljóðalaust, þótt engin formleg tilkynning um það efni hafi komið fram. Á undanförnum tveimur mánuðum, eða frá 1. september, hefur skráð gengi krónunnar lækkað um 0,6% gagn- vart erlendum gjaldmiðl um. Gjaldmiðlar ýmissa þjóða hafa „veriö á floti“ síðan Nixon setti innflutningsgjald sitt og gerði aðrar ráöstafanir, vegna þess hve tæpt gengi dollarans stóð. íslenzka krónan hefur síö an hangið í dollaranum að mestu, þótt hann standi verst allra gjaldmiðla. Þetta hefur leitt til þess. að gengi krón- unnar hefur falliö gagnvart vest ur-þýzku marki um 1,9% síöan 1. sept. Á sama tíma hefur gengiö fallið um 3,4% gagnvart belg’iskum franka 2,6% gagn- vart hollenzku gyllini og 1,2% gagnvart brezku sterlingspundi. Gengislækkunin nemur 1% gagnvart Kanadadollar og sænskri krónu, 0,9% gagnvart danskri krónu og 0,5% gagn vart norskri krónu. Hins vegar hefur krónan hækk að gagnvart Bandarikjadollar um 0,1% og einnig hækkað gagnvart finnskum mörkum og frönskum frönkum, um 0,2% gagnvart hvorum gjaldmiðli (mynt). Til að finna hver gengis- brc; tingin hefur orðið í heild inni, höfum við haft hliðsjón af viðskiptum okkar við hinar ýmsu þjóðir. Dollarinn vegur þar þyngst, svo að meðaltalið lækkar verulega vegna þess, að gengið gagnvart honum hefur fremur hækkað. Útkoman með þessari aðferð (gróft vegið með altal) er að gengislækkun krón unnar er í heildinnj nokkuð ná- lægt því að vera 0,6%. —HH „Saumnálarleit" að ökufantinum Verður hætt við virkjun Laxár? Fundu síldar- — Mikill ágreiningur ráðherra og virkjunarstjórnar ,,Ég get ekkert sagt um málið á þessu stigi“, sagði Knútur Otter- stedt, framkvæmdastjóri Laxár- virkjunar í samtali við Vísi í gær. Það hefur kvisazt út, að Magnús Kjartansson sé mjög andvígur virkj unarframkvæmdumim í Laxá og standi í hörðum deilum við stjórn Laxárvirkjunar. Ráðherrann var ekki í bænum f gær er blaðið reyndi að ná tatí af honum. Bjöm Jónsson er einn af stjórnarmönnum Laxár- virkjunar og mun mæða mjög á honum í deilunum við iðnaðarráð- herra. Talsvert hefur verið rætt um að „ Tvímœlalaust vandrœðaástand‘4 • Reykjavíkurborg á og leigir út nokkur hundruð íbúðir. en þaö er Félagsmálastofnunin sem sér um að úthluta þurfandj fólki hví húsnæði. Sveinn Ragnarsson félagsmála- stjórj borgarinnar, tjáði Vísi f gær kvöldi að í byrjun desember n. k. myrtdi borgin eiga alls 640 íbúð 1 r, og taldi Sveinn áð það bætti nokkuð úr þörf, „en annars má alltaf deila um hve margar íbúð- ir þarf. Og hve langt borgin á að ganga í því að hjálpa fól'ki. Núna er tvímælalaust vandræða ástand.“ sagði Sveinn, „og hefur þetta árið verið erfiðara en næstu árin á undan. Það er ekkj gott að segja hverju þetta sætir, en ásókn in á hendur Félagsmálastofnuninni þyngist ævinlega þegar þrengist um á frjálsum markaði,“ — GG selja rafmagn frá stórvirkjunum á Suðurlandi til Norðurlands, en Norðlendingar hafa ekki sýnt þvi máld mikinn áhuga og vilja frekar halda áfram virkjunum þar. Blaöamaður hitti Bjöm Jónsson, alþingismann að máli í gærkvöldi. Kvaðst hann vilja sem minnst um málið segja á þessu stigi. Hins vegar viðurkenndi Bjöim, að ágrein ingur ríkti milli stjómar Laxár- virkjunar og iðnaðarráðherra. —SG torfu á leið- inni heim Síldarskipin vom byrjuð að kasta við Ingólfshöfða seinni partinn í gær. Vélskipið Óskar Hall dórsson kom sunnan úr Norður- sjó í gær og fann síldartorfu um leið og hann kom á miðin hér heima'. Fékk hann um 50 tonn úr torfunni en Ktið var að öðru leyti vitað um veiði, þegar Vfsir hafði síðast spurnir af skipunum í gær, þar sem skipin voru þá rétt að byrja að kasta. Þrjú skip eru nú komin heim úr Norðursjó og eru 37 bátar komnir á síldarmiðin við suðurströndina. Hefur bátunum 1 fjölgað siðustu dagana, enda veið in verið góð og síldin fer svo að segja öll til söltunar og í fryst ingu. Lætur nærri að búið sé að salta í um 20 þúsund tunnur. — Nánar segir frá gangi sfiúvsíðafina á bls, 9 í blaðinu í dag. —JIi Útlitið verra en í fyrrahaust segir Páll Bergþórsson um hafishorfurnar i vetur „Nú þykir mér útlitið ekki vera eins gott og f fyrrahaust, en hversu mikið lakara vil ég ekki afgera“, sagði Páll Berg- þórsson veöurfræðingur f við- tali við Vísi um hafíshorfur í vetur. I Páll sagðist hafa frétt það, að sjórinn norðurundan væri ívið kaldari en í fyrra. „En nóvembermánuður getur breytt svo miklu. Þetta verður allt ákveðnara eftir þvf sem líður á haustið.“ — 9B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.