Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						„ÉG VIL
— segir unqfrú Krúsó áriB 1971, Jane Cooper, sem býr á eytieyju undan s'röndum Tasnarj.u
SiÐAM
Jane Cooper, 18 ára göm-
u! áströlsk stúlka, hefur
komizt að því í hverju
hamingjusamt líferni er
fólgið.
Hún býr ein á eyju, þar
sem áður bjó ekki nokk-
ur sála, en þessi eyja er
skammt nndan strönd
Tasmaníu.
Þ*ir situr stúlkubarn
þetta og dundar sér yið
að yrkja ljóð og semja
tónsmíðar, sem hún leik-
ur eða syngur inn á segul
band.
Eyjan heitir „De Witt"
4000 ekrur af grjóti og
sendinni jörð, og hún og
fiskimenn þar við Tas-
maníu kalla hana gjarn-
an „The Big Witch", eða
galdrakvendið stóra. —
Stúlkan, Jane Cooper hef -
ur nú dvalið átta vikur á
eynni, og ætlar sér að
dvelja þar heilt ár.
yr-.-
ma'-'i í móinn
Deila er nú risin á Tasmaníu
um hvort Jane Cooper eigi að fá
að dvelja áfram á eynni.
Héraðsráðið f Esperance-héraði,
sem ræður yfir De Witt eyju
leyfði stúlkunni að setjast þar
að, og sá enga ástæðu til að
hún gæti ekki fengið að vera þar
í friði.
En nú hefur stjórnin í Tasmaníu
skipt sér af málinu. Er hún nú
að velta því fyrir sér að skipa
henni að koma sér burtu af eynni,
vegna þess að öryggi hennar sjálfr
ar sé hætta búin af því að dvelja
ein og eftirlitslaus svo fjarri
menningunni.
Þar  fyrir  utan er  eyja þessi

friðlýst og allt  villt dýralíf þar
verndað.
W. G. Baker, atvinnuinála- og
landgræðsluráðherra Tasmaníu
hefur lýst því yfir að ungfrú
Cooper dvelji ólöglega á eynni.
„Við munum berjast"
Og héraðsmálaráðið í Esperance
reis upp á afturfæturna.
„Við gáfum henni leyfið", segja
þeir, „og eyjan er á okkar réttar-
svæði. Stúlkan má dveljast þarna
ef hún vill. Ef einhver ætlar sér
að ná stúlkunni burtu með vald-
beitingu, þá er okkur að mæta.
Af slíkum aðgerðum munu vand-
ræði rísa".
Fiskimenn í Esperance-héraði,
þeir sem flytja Jane Cooper mat
og póst, standa einnig algerlega
hennar megin í málinu.
„Hún skaðar engan með því
að vera þarna", segir John
Chesterton, trillukarl,' „og viö
munum ekki flytja neinn mann
út i eyjuna, sem ætlar sér að
flæma hana burtu".
Leitar að sjá'M s^r
Jane Cooper hætti skólagöngu
fyrir ári. Frá því hún hætti námi
hefur hún unnið alls konar störf.
Hún vann á fiskibáti og á lækn-
ingastöð fyrir áfengissjúklinga. —
Hún fór út í eyjuna „til að kom-
ast burt frá þessu öllu og finna
sjálfa mig".
Á eyjunni býr hún í tjaldi —
næpta ófullkomnu. Það er aðeins
dúkur sem strengdur er milli
hríslna. Út f eyjuna hafði hún
"merj'sér'um' l50 kg af þurrkuðu
grænmetf, en lifir annars af afurð
um sjávarins, og oft kafar hún
eftir krabbafiski. Mikiö af fersku
vatni er á eynni.
A'"" ;i einmr. :ia
Stúlkan hefur ekki hrært við
neinu á eynni, nema hvað hún
safnar trjáberki, sem hún ætlar
að nota til að gera sé kofa af,
og svo ætlar hún að koma sér upp
matjurtagarði. Hún haföi með
sér veiðihníf, en hefur ekki notað
hann.
„Ég  er  aldrei einmana  hér",
ÍSÍtK^WÓ'i-;^'
Jane og nágranninn: Mörgæs-
in sem hún kallar Mikka mús.
segir hún, „öll dýrin hér eru næg
ur félagsskapur.
Á eynni eru ernir, kanínur og
rottur og einnig mörgæsir. Ein
hefur gert sér hreiður skammt frá
tjaldi Jane. Hun ballar hana
^jMikka mús".
¦ Jane heldur dagbók þar á eynni,
Og hér koma á eftir stuttar til-
vitnanir í hana:
„Þaö er alls ekki auöveJt a8
búa hér á eynni (ofsalegir storm-
ar geisa oft á þessum sló5um)
og ég er alls ekki sérlega hug-
hraust kona. En hér stendur tím-
inn í stað. Og það er allt það
sem ég þráði.
Æ, Big Witch, ég bið þig að
vernda mig fyrir þeim sem for-
dæma mig og vilja mig burtu héð
an.
Láttu þá ekki finna mig og
flæma mig burtu héðan. Ég elska
þig Big Witch".
Og greifinn
af Burton?
jane Cooper........hér stendur tíminn í stað
Blöð i Tyrklandi hafa að undan
förnu fjallað um heimsókn
Bretadrottningar til Tyrklands á
verðugan, konunglegan máta.
Fyrirsagnir hafa þanið sig yfir
siður, og hafa Tyrkir vandlega
fylgzt með ferðum drottningar —
frá því ákveðið var aö til Tyrk-
lands skyldi hún fara.
Eitt blað er það þó, sem eitt-
hvað hefur lent utangátta i þess-
um drottningarfréttum.
Raunar hefur blað þetta sagt
frá því, að heimsókn Bretadrottn-
ingar, Elísabetar II. sé yfirvof-
andi, en eitthvað hefur blaðið ver
ið með efasemdir um hver þessi
kona eiginlega sé.
Blað þetta er líka sveitablað,
og hefur sennilega ekki sérlega
góð sambönd við umheiminn, —
Það heitir „Yesii Cotanak" og er
héraðsblað sem kemur út við
Svartahaf, en þar er auðugt land
búnaðarhéraö.
Um daginn var fyrirsögn þess
blaðs svohljóðandi: Drottning
Englands, Elizabeth Taylor kemur
til Tyrklands".
Drottningin kom svo til Tyrk-
lands fyrir nokkrum dögum, en
1 Tyrklandi mim hun (iv«lja alls
víkutfma.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16