Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR.
Laugardagur 30,
október 1971.
Full skil sýslumanns
Bréf frá Jóni Isberg til aiþingismanna
Blönduósi 26. okt. 1971.
Vegna ummæla, sem mér eru
sögð vera í athugasemdum viö
ríkisreikning fyrir áriö 1969 sendi
ég yður, herra alþingismaSur, loka-
skilagrein embættis míns fyrir árið
1969. dags. 10. febrúar 1970, eh
þá hafði ég gert fcsll skil fyrir það
ár, 1969.
Eins og fram kemur urðu heildar
ríkistekjur kr. 27.127.972.50 árið
1969, þar af hafði verið greitt og
útlagt fyrir embættið í nóvember-
lok eða fyrstu dagana I desember
kr. 18.175.727.50. Af tekjum greidd
um í desember sendi ég ríkisféhirði
20. des. frá Hvammstanga kr. 1.000.
000.00 og frá Blönduósi 29. des.
kr. 3.500.000.00 þá sendi ég frá
Blönduósi 7/1 '70 kr. 2.000.000.00
og 9/1 :70 frá Hvammstanga kr.
1.500.000.00. Til þarfa embættisins
og útlagt vegna ríkissjóðs (sjá neðri
hluta skilagreinar) fóru kr. 522.004.
50. Áhættu- og innheimtuþókriun
sýslumanns af 27.127.972.50, reynd-
ist vera 20.732. — skrifa tutt-
uguþúsundsjöhundruðáttatíuogtvær
krónur 00/100 kr. 20.782.00 og það
sem eftir var kr. 409.458.50 var
sent með bréfi 10. feb. 1970. en
varla er búið fyrr að greina í sund-
ur öll þessi gjöld og ákveða endan
lega hvað hverjum ber.
Heildarupphæð innheimtanlegra
tekna ríkissjóðs og Tryggingastofn
unarinnar 1969 varð kr. 48.923.467.
05 þar af frá fyrri árum kr. 12.114.
140.55 og tilfallið á árinu kr. 36.809.
326.50 og því eftirstöðvar kr.  12.
509.167.05 en þar meðtalinn sö'u-
skattur fyrir síðasta tímabil 1969
og er ekki álagður fyrr en í feb.
1970 kr. 3.648.000— eða raunveru-
legar eftirstöðvar kr. 9.041.000.00.
Ég sendi yður aðeins beinharðar
töJur. Gert var upp fyrir árið 1969
á sama hátt og gert hefur verið upp
hér a. m. k. s.l. 20 ár, sem ég hefi
haft afskipti af uppgjöri héðan.
Ég veit ekki hvaða tilgangi það
þjónar að gera innheimtumenn ríkis
ins tortryggilega í augum hátt-
virtra alþingismanna og almenn-
ings.
En í trausti þess að einhver
hinna 60 þingmanna rísi upp og
biðji um skýringar á þessu, svo þær
skýringar komist inn í þingtíðindi
kveð ég yður.
Með virðingu,
Jón Isberg.
Rússarnir þekktu ekki „systemið
og því var rútan óskoðuð
//
Ókunnugleiki starfsmanna rúss-
neska sendiráðsins olli því, að rútu
bifreið þeirra, sem vakin var
athygli á, að vanrækt hafði verið
að faera til skoðunar bifreiðaeftir-
litsins — var enn höfð á skrá, þótt
bifreiðin hefði lengi ekki verið í
notkun.
„Starfsmaður frá sendiráðinu
kom hér og lagði inn skráningar
númer bílsins og bað um að rutan
yrði tekin af skrá," sagði bifreiða
dftirlitsmaðurinn, sem veitti mót
töku númerunum.
„Maðurinn baðst kurteislega af-
sökunar á því, hve lengi hefði dreg
izt að leggja inn númerin, og
sagði, að þeir hjá sendiráöinu heföu
ekki verið nógu kunnugir því,
hvaða formsatriðum ætti að fram
fylgja, þegar bílar væru teknir
hér úr notkun. Hann upplýsti okk
ur um það, að rútan hefði lengi
ekki verið í notkun, heldur aðeins
staðið ónotuð, og það væri ekki
ætlunin að setja hana í umferð
aftur. — Þeir mega víst ekki selja
eigur rlkis síns, og hafa beðið eft
ir fyrirmælum um, hvað þeir ættu
að  gera   við   gripinn.  Þess vegna
hafði hún ekki verið færð til skoð
unar," sagði eítirlitsmaðurinn.
—GP
Merkjasala
flugbjörgun-
armanna
I dag er hin árlega merkjasala
Flugbjörgunarsveitarinnar.
, Starfsemi sveitarinnar hefur far-
iö ört vaxandi með hverju árinu og
þar með rekstrarkostnaðurinn.
Nú fyrir skömmu var stofnuð ný
flusbjörgunarsveit að Varmahiíð
I Skagafirði og eru þá sveitirnar
orðnar sex víðsvegar um landið.
Kostnaður við reksturinn hefur stöð
ugt farið vaxandi, og viljum við
því nú sem endranær treysta á að
almenningur kaupi merki sem
seld verða víðsvegar um landið.
Að þessu sinn; hefur verið á-
kveöið að verja þeim peningum sem
ihn koma til kaupa og endurnýjun-'
an á sjúkratöskum og margs konar
hjálpartækjum.
1 Flugbjörgunarsveitinni í
Reykjavík þjálfa nú aö staðaldri
70 — 80 manns og má kalla þá út
með  mjög  stuttum fyrirvara.
Allt starf sem unnið er innan
sveitarinnar er unnið í sjálfboða-
vinnu og t.d. niá geta þess að með-
Iimir bíladeildar hafa nýlokiö við
að gera upp einn af bílum sveit-
arinnar.
Á morgun sunnudag mun
Kvennadeild Flugbjörgunarsveit-
arinnar hafa sína árlegu kaffi og
basarsölu að Hótel Loftleiðum.
Ein  af
framtíöar-
konunum
Þessi litla vinkona okkar varð
á vegi okkar fyrir nokkru. Okk
ur þótti það vel þess virði að
skjóta á hana nokkrum mynd-
um, enda framtíðarkona, sem
er alls ókvíðin vetrinum, jafnvel
þótt hann Páll Bergþórsson spái
verr nú um veturinn en hann
gerði í fy ra. Hún horfir von-
glöð tii vetrarins, enda kórónar
jólahátíðin þann hluta ársins og
er víst flestum börnum hið
mesta tilhlökkunarefni.
Nauðuifgnruppboð
sem auglýst var í 34. 37. og 38. tölublaöi Lögbirtinga-
blaðsins 1970 á v.s. Guðbjörgu GK-6 þingl. eign Báta-
féjags Hafnarfjarðar fer fram eftir kröfu Árna Gr.
Finnssonar, hrl., Fiskveiðasjóðs íslands og Innheimtu
ríkissjóðs viö eða í skipinu í skipasmíðastöðinni Dröfn,
Hafnarfirði þriðjudaginn 2/11  1971 kl. 2.00 e. h.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
sem auglýst var í 49. 50, og 52. töluhlaði Lögbirtinga-
blaðsins 1971 á eigninni Vesturbraut 15, efri hæð,
Hafnarfirði þingl. eign Tryggva Harðarsonar fer frara
eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar, hrl. á eigninn.
sjálfri þriðjudaginn 2/11  1971 kl. 3.00 e.h.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
I VELJUM ÍSLENZKíÆhíSLEMZKÁN IÐNAÐ I

Kjöljárn
Kantjárn
ÞAKRENNUR
Kví
iV."i

1B. PÉIURSSON SF.
ÆGISGOTU 4-7
13125,13126
w
Peysur í úrvali.
Sk^/rtur í möigum litum
þýzkar og íslenzkar.
Úlp"úr og buxur.
Dönsk náttföt, Tempo
nærföt, rósótt bindi,
slaufur, axlabönd,
sokkar o. .fl.
Póstsendum.
S. Ó. búðin
Njálsgötu 23, sími 11455.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16