Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V1SI R. Laugardagur 30. október 1971.
Úrslitakeppn,- haustmóts T.
R. er hafin og keppa 10 manns
um 3. tij 4. sæti á atþjóðlega
skákmótinu sem haldið verður í
Reykjavík eftir áramótin. Úr-
slitin í 1. umferð urðu þessi:
Gunnar Gunnarsson vann
Harvey Georgsson, Björn Þor-
steinsson vann Magnús Sól-
mundarson, Bragj Kristjánsson
vann Kristján Guðmundsson, en
biðskák varð hjá Jóni Torfa-
syni og Torfa Stefánssyni. 1 2.
umferð vann Harvey Torfa, en
aðrar skákir fóru í bið.
Hér kémur fjörug skák frá
undanúrslitum mótsins.
Hvítt: Bragj Þorbergsson.
Svart: Björn Sigurjónsson.
Kóngsindvérsk vörn.
1 d4 g6 2. c4 Bg7 3. Rc3 d6
4. e4 Rf6 5. f3 0-0 6. Be3 Rc6
7. Rge2 He8 8. Dd2 a6 9. Rcl
e5 10. Rb3 a5!
(Nýjung eða hvað? Alla vega
kemur hann hvítum heldur
betur á óvart.)
11. a4?
(Gefur svörtum b-4 réitinn
fyrir riddarann. Betra var 11.
d5.)
11.___exd 12. Rxd Rb4 13.
Rdb5?
(Betra var 13. Be2 ásamt 0-0.
Hvitum tekst ekki aö koma
kóngj sínum í skjól og á því
verður  honum  hált.)
13.....d5!
(Mjög óvænt og skemmtileg
peðsfórn sém gefur svörtum
mikla sókn.)
14. cxd c6 15. dxc DxDf 16.
KxD Hd8t  17. Ke2
(Betra var 17. Kcl.)
17.....bxc 18. Ra3 Rd3 19.
Bb6 Hd7 20. f4 Hb8 21. Be3
Hxbt 22. Kf3 Hb3 23. Re2
Rg4!  24. Hbl  HxR 25.  Hb8
(Ef 25. KxR Re5t 26 RxR
Hd3f 27. Kh4 HxB 27. Hb8
Hxet 28. g4 Hxg mát. eöa 28.
Kg5  h6  mát.)
25.....  Hd8
(Sókn svarts var slík að hann
gat jafnvél léikið 25.....Rd-f2
26. HxBt Bf8 og hvítur er
varnarlaus.)
26. HxB HxH 27. KxR Rel
28. Bd4 h5t 29. Kg5 Hxa 30.
BxB KxB 31. Rc3 Ha3 32. Ba6
Ha8 33. HxR HxB 34 Hcl
Hb3 35. g3 a4 36. e5 a3 37. Ra2
Hb2 38. Hal c5 HvYtur gafst
upp.
Jóhann Öm Sigurjónsson.
Ritstjóri Stefán Guftjohnsen
Aðfaranótf mánudagsins 25.
október lézt eiin af beztu bridge-
spilurum landsins, Þorgeir Sigurðs
son, góður vinur og spilafélagi.
Þorgeir byrjaði ungur að spila
bridge og náði undur fljótt þeirri
leikni, sem skilur á milli hins venju
lega bridgespilara og bridgemeist
arans.
Sigrar Þorgeirs urðu magir á
hinni stuttu ævi hans, og Iang-
flesta vann hann með félaga sín-
um, Símoni Símonarsyni. Eru
ótaldar þær tvímenningskeppnir
sem þeir unnu saman. Sex sinnum
stóð Þorgeir á verðlaunapallinum
sem íslandsmeistari í sveitakeppni
og Reykjavíkurmeistaratitillinn
varð heldur  ekki  afskiptur.
1 landsliði íslands spilaði hann
frá 1963 og ef til vill er það tákn
=-ænt fyrir baráttuþrek hans og
spilahæíni, að nokkru eftir að
hann fór að kenna lasleika síns,
þá vann hann sér rétt til þess aö
spila á Evrópumótinu i Grikklandi
í nóvember.
Félagsmál bridgemanna voru Þor
geiri mjög hugstæð og vann hann
sleitulaust við að efla samtök
þeirra. Sat hann árum saman í
stjórn Brídgefélags Reykjavíkur og
var ritari þess, er hann lézt.
Fjölskylda og ættingjar, bridge-
íþróttin, spilafélagar og aðrir vinir
>orgeirs haía oröiðfyrir óbætanlegu
tjóni.
Að þremuí umferðum loknum í
sveitakeþpni Bridgefélags Reykja
víkur er staða efstu sveitanna
þessi:
1. Sveit Jóns Arasonar        48
2. Sveit Hjalta Eliassonar      47
3. Sveit Arnar Arnþórssonar   47
4. Sveit Stefáns Guðjohnsen   36
5. Sveit Jóns G. Jónssonar    36
6. Sveit Jakobs R. Möller     35
7. Sveit Árna Guðmundssonar  30
Næsta urnferö verður spiluð  á
miðvikudagskvöld kl. 20 i Domus
Medica.
f síðasta þætti var spil frá leik
Stefáns við sveit Arnar, sem var
athyglisvert hvað snertir sagnirnar.
Ein sagnumferð féll niður og er
spiliö hér aftur, þ. e. hendur a-v,
sem aðallega skipta máli.
4 D-9-8
» D-3
?  K-G-8-6
* K-D-10-5
4 A-K-G-7-6-4-2
V ekkert
? A-7-5
* A-4-2
Sagnir  gengu þannig:
Austur   Suður   Vestur   Norður
1 Á     P     1 #     D
2|     P     3 4     P
4 *     P     4 4      P
4 G     P     5 4.      P
5 G     P     7 4 Allir pass.
Eitt lauf er 17 punktar eða
meir, eitt hjarta er 6 punktar eða
meir en ekki .neir en tveir kóngar
éða einn ás. Fjögur lauf og fjórir
tiglar eru keðjusagnir og fjögur
grönd biður um meiri upplýsing
ar. Fimm lauf er keðjusögn og
fimm grönd er áskorun í sjö, sem
vestur er fljótur aö samþykkja.
Fimm grandasögn austurs er að
minu áliti mjög vanhugsuö, þar
eð jafnvel sex spaðar geta verið í
hættu, ef vestur á aðeins spaða-
drottningu, og kóngana tvo. Það
kostar ekkert að segja fimm hjörtu,
því þá er hægt að stoppa í fimm
spöðum, ef vestur á ekkert umfram
það sem hann hefur sagt frá.
Fimmtudaginn 25. þ. m. hófst
hraðsveitarkeppni hjá TBK meö
þátttöku 20 sveita. Efstar eftir 1.
umferð urðu sveitir Birgis Sigurðs
sonar 671 st., Þórarins Árnasonar
651 st., Erlu Eyjólfsdóttur 631 st.,
Ingólfs Böðvarssonar 624 st. og
Kristínar Þórðard. 620 st. — Meðal
skor var 546 st.
Úrval úr dagskrá næstu viku
SJÓNVARP
Mánudagur 1. nóv.
20.30 Tveir. — Trú. Þáttur fyrir
ungt fólk. Umsjónarmenn Ásta
R. Jóhannesdóttir, Jónas R. Jóns
son, Jóhann G. Jóhannsson og
Ómar Valdimarsson.
21.00 Jón  í Brauðhúsum.  Smá-
saga í leikformi eftir Halldór
Laxness. Leikstjóri Baldvin
Halldórsson. Leikmynd Magnús
Pálsson. Tónlist Gunnar Reynir
Sveinsson. Flautuleikur Jósef
Magnússon. Stjórnandi  upp-
töku Tage Ammendrup.
Leikritið var frumflutt 23. nóv.
1969.
21.30 Við yðar hæfi frú.
Frönsk mynd um tízkufatnað
kvenna og fleira.
Þýðandi og þulur. Bryndís Jak-
obsdóttir.
21.45 Réttindalausir þegnar.
Mynd frá finnska sjónvarpinu
um Lappa, stöðu þeirra í þjóð-
félaginu og vandamál í sam-
bandi við tungumál og fleira.
Þýðandi og þulur Gunnar Jón-
asson.
Þriðjudagur 2. nóv.
20.30 Kildare læknir. Faðir og
dóttir. 1. og 2. þáttur af fjór-
um samstæðum. Þýðandi Guð-
rún Jörundsdóttir.
21.20 Setiö fyrir svörum. Umsjón
armaður Eiður Guðnason.
22.00 Sker og drangar í röst.
Mynd frá norska sjónvarpinu
um fugla í eyjunum við strend
ur Norður-Noregs og lifnaðar-
hætti þeirra.
Þýð.: Jóhanna Jóhannsdóttir.
22.25 En frangais. Endurtekinn
11. þáttur frönskukennslu
sem á dagskrá var sl. vetur.
Umsjón Vigdís Finnbogadóttir.
Miðvikudagur 3. nóv.
18.00 Teiknimyndir. Þýðandi Sól-
veig Eggertsdóttir.
18.20 Ævintýri í norðurskógum.
Framhaldsmyndaflokkur um
margvísleg ævintýri tveggja
unglingspilta í skógum Kanada.
5. þáttur. Kapphlaupið mikla.
Þýðandi Kristrún Þórðardóttir.
18.45 En francais. Endurtekinn
12. þáttur frönskukennslu frá
fyrra vetri, og lýkur þar með
endurtekningu þess kennslu-
flokks. Nýr flokkur hefst laug
ardaginn 6. nóvember.
Umsjón Vigdís Finnbogadóttir.
20.30 Lucy Ball. Þýðandi Sigríður
Ragnarsdóttir.
21.00 Hver er Max Frisch?
Brezkur kynningarþáttur um
svissneska leikritaskáldið Max
Frisch, þar sem aðrir ræða við
hann, og hann við sjálfan sig.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
21.30 Svaöilför til Höfðaborgar.
Bandarísk bíómynd frá árinu
1950. Leikstjóri Earl McEvoy.
Aðalhlutverk Broderich Craw-
ford Ellen Drew og John Ire-
land.
Þýðandi Kristrun Þórðardóttir.
Föstudagur 5. nóv.
20.30 Vaka. Dagskrá um listir og
menningarmál á liðandi stund.
Umsjón Njörður P. Njarðvfk,
Vigdís Finnbogadóttir, Björn
Th. Björnsson, Sigurður Sverrir
Pálsson og Þorkell Sigurbjörns-
son.
21.05 L'étanger. Stutt frönsk ball
ettmynd.
21.20 Gullræningjarnir. Brezkur
framhaldsmyndaflokkur um elt-
ingaleik við hóp slunginna
bófa. 11. þáttur. Fróðasnjöl.
22.10 Erlend málefni. Umsjónar-
maður Jón H. Magnússon.
Laugardagur 6. nóv.
16.30 Slim John. Enskukennsla í
sjónvarpi. — 1. þáttur.
16.45 En francais. Frönsku-
kennsla í sjónvarpi. — 1. þátt-
ur.
17.30 Enska knattspyrnan. 1.
deild. Nottingham Forest —
Derby County.
18.15 íþróttir. M.a. landskeppni
I ísknattleik milli Norðmanna
og A.-Þjóðverja. Umsjónar-
maður Ómar Ragnarsson.
20.25 Dísa. — Dísarflaskan.
Þýðandi Kristrun Þórðardóttir.
20.50 Maður er nefndur Séra
Magnús Gíslason fyrrum pró-
fastur í  Ólafsvík. Séra Lárus
Halldórsson ræðir við hann.
21.25 Kæri óvinur. Brezk-ftölsk
bíómynd frá árinu 1962.
Leikstjóri  Guy Hamilton.
Aðalhlutverk David Niven, Al-
berto Sordi, Amedeo Nazzari
og Michael Wilding.
Þýðandi Dóra Hafstemsdóttir.
ÖTVARP
Mánudagur 1. nóv.
17.40 Börnin skrifa.
Baldur Pálmason les bréf frá
börnum.
19.35 Um daginn og veginn.
Gísli Kristjánsson ritstjóri tal
ar.
19.55 Mánudagslögin.
20.30 Heimahagar.
Stefán Júliusson rithöfundur
flytur minningar sinar úr
hraunbyggðinni við Hafnarfjörð
(9).
22.40 Hljómplötusafnið
1 umsjá Gunnars Guðmundsson
ar.
Þriðiudagur 2. nóv.
19.30 Frá útlöndum.
Magnús Þórðarson og Tómas
Karlsson sjá um þáttinn.
20.15 Lög unga fólksins.
Ragnheiöur Drífa Steinþórsdótt
ir kynnir.
21.05 Iþróttir.
Jón Ásgeirsson sér um þáttinn.
21.20 Þjóðleg  tónlist frá Grikk-
landi. Kalamata-kórinn syngur.
Theophilopoulos stjórnar.
22.15 Veðurfregnir. Gengið um
götur i London. Páll Heiðar
Jónsson ræðir við Eirík Bene-
dikz sendiráðsfulltrúa.
Miðvikudagur 3. nóv.
19.35 ABC
Ásdís Skúladóttir sér um þátt
úr daglega lífinu.
20.00 Stundarbil.
Freyr Þórarinsson kynnir Cat
Stevens, söngvara og gitarleik
ara.
20.30 Fyrsta íslenzka kirkjan og
lestrarfélagið á Kyrrahafs-
strönd. Dr. Richard Beck flytur
fyrri hluta  erindis  síns.
21.15 I leit að Paradís.
Dagskrá  um  Eirík á Brúnum
samantekin af Jóni R. Hjálrri1
arssyni. Flytjendur með honum
Albert Jóhannsson og Þórður
Tómasson.
Fimmtudagur 4- nóv.
19.30 Æskufólk og áfengi.
Hinrik Bjarnason framkvæmda
stjóri æskulýðsráðs Reykjavík-
ur flytur erindi.
19.50 Kórsöngur.
Svend Saaby kórinn danski
syngur gömul lög heimalands
síns.
20.05 Leikrit: „Sókrates" eftir
Matthías Johannessen. Magnús
Bl. Jóhannsson samdi tónlist
við leikritið. Leikstjóri: Helgi
Skúlason.
21.40 Ljóð eftir Pablo Neruda,
nóbelsskáld ársins  Jón Óskar
les eigin þýðingar og annarra.
Föstudagur 5. nóv.
19.30 Mál til meðferðar.
Árni Gunnarsson fréttamaður
sér um þáttinn.
20.0o Kvöldvaka.
a. „Hekla", kórverk eftir
Isólf Pálsson. Karlakór Reykja
vfkur  syngur.  Söngstjóri Sig-
urður Þórðarson. Píanóleikari
Fritz Weisshappel.
b. Breiðabólstaður á Skógar-
strönd. Séra Ágúst Sigurðsson
rekur þætti úr sögu staðarins.
c. Ljóð eftir Guðmund Inga
Kristjánsson. Hulda Runólfsdótt
ir les.
d. Hringur.  —Hjörtur Pálsson
flytur frásögu af hesti eftir
Bjartmar Guðmundsson frá
Sandi.
e. Um íslenzka þjóðhætti. Árni
Bjömsson cand. mag. flytur
þáttinn.
f. Islenzk einsöngslög. Magnús
Jónsson syngur lög eftir Sigfús
Einarsson, Þórarin Jónsson,
Markús Kristjánsson,  Karl O.
Runólfsson og Magnús Bl. 3ó-
hatinsson.
Laugardagur 6- nóv.
15.15 Stanz.
Bjðrn Bergsson stjórnor þaetti
um umferðarmál.
17.40 Ur myndabók nátturunnar.
Ingimar Öskarsson flytur þátt,
sem hann nefnir Eins dauði er
annars brauð.
19.30 Einn, tveir, þrfr.
Þáttur f umsjón Jb'kufe Jakobs
sonar.
20.00 Hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
20.45 Papa Doc, einræðisherra á
Haiti. Dagskrárþáttur saminn af
Halldóri Sigurðssyni. Þýðandi:
Silja Aðalsteinsdóttir. Flytjend-
ur með henni: Sverrir Hólmars-
son, Gunnar Karlsson og Pétur
Einarsson.
FELAGSLÍ
KNATTSPYRNUDEILD
BREIÐABUKS
Innanhússæfingar:
5. flokkur
sunnudaga kl. ft.15 í Kársnsk.
mánud. kl. 19.45 í Kópavsk.
4. flokkur
sunnud. kl.  17,30 í Kársnessk.
3. flokkur
þriðjud. kl. 20,30 I Kársnessk.
2. flokkur
þriðjud. kl. 21,15 f Kársnessk.
1. flokkur
miðvd. kl.  22,45 I  Kársnessk.
meistaraflokkur
þriðjud. kl. 22,00 í Kársnessk.
Stúlkur miðvikudaga U, 10,45
1 Kópavogsskóla.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16