Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						"#ISIR. Laugardagur 30, október 1971.

Miskunnsemd Guðs
"M"iskuansemd Guðs má ei
gleyma syngjum viö mik-
ið um áramótin í hinum há-
stemmda ntmE'- «r. Valdimars.
Ekki verður síður ástæða til að
gera það um næstu áramót
heldur en endranær. — Svo
gott og gjöfult er þetta ár sem
nú er að líða — bæði veturinn,
vorið sumarið, haustið það sem
af er — allt hefur þetta verið
hvað öðru yndislegra og hag-
stæöara til sjávar og lands.
Og nú er veturinn kominn
enn á ný. Haustgrátt regn
daganna og fölnuö lauf fallandi
til jarðar hafa undanfa'rnar vik-
ur nrinnt okkur Reykvíkinga á,
að veturinn var að nálgast. Og
svo kom hann alveg á rétturn
degi. Það var s.l. laugardag. Þá
kom Esjan hvít niður 'í Kjalar-
nesfjörur fram úr myrkri morg-
unsins, og hráslagaleg slydda á
götum og húsasundum minnti
borgarbúa á að sumarsins blíði
blær var búinn að kveðja. En
þetta stóð ekki nema' 1—2 daga.
Áður en varði var regnið aftur
orðið mjúkt og sunnanblærinn
10 stiga heitur. Svona hlýtt og
milt hefur haustiö 1971 verið
það sem af er hér í Reykjavík.
En þetta átti ekki að vera
veðurfarslýsing. Og þó að veð-
urspámenn Iát; sér tíðrætt um
svonefnda „veðurguði" skulu
þær verur heldur ekk; gerðar
hér aö umtalsefni. En þessi fáu
prð, sem hér á Kirkjusíðunni \
dag eru helguö hinum nýliqníj,.
misseraskiptum — þau éru
skrifuð til að minna okkur á
það í hve ríkri þakkarskuld
við stöndum við forsjónina, sem
svo a'ð segja hvern dag þessa
árs hefur látið gjafir sínar
drjúpa sem dögg til vor niður.
Þá þakkarskuld ætti okkur öll-
um að vera ljúft að gjalda. Og
með því að fylla hjarta okkar
þeirri ¦ ljúfu þakkárkennd þá
kemst vetrarkvíðinn ekki að.
Og það er mikils virði. Þrátt
fyrir öll ljósin og h'fsþægindin
sem við höfum reynt að brynja
okkur  með  gegn vetrinum og
valdj hans, þá fer ekki hjá pvi,
að um okkur fer hrollkenndur
kvíði þegar haustar að og vet-
urinn er fyrir dyrum ef við ekki
trúum þvi og treystum að yfir
okkur  öllum
vakj  hann.
börnum  sínum
sem heyrir sínum himnj frá
hvert hjartaslag þitt jörðu á.
Hann hefur vakað yfir okkur
pieð gæzku sinni, mettað okkur
með miskunn sinni á liðinni
sumartíð. Treystum þv'i og trú-
um að það munj hann gera á
þessum vetri sem nú er genginn
í garð. Sýnum þá trú okkar i
daglegu lífi með því að verja
lífsstundum okkar að vilja hans.
Færum honum dag hvern að
þakkarfóm fyrir gjafir hans.
Látum þá trú helga vilja okkar
og áform á komandi vetrart'iö.
Þökkum honum hvern morgun
fyrir hvíld og svefn liðinswr
nætur. Gefum honum dýfdtna
fyrir vöku og starf hvers dags.
Vér viljum þakka þér
velgjörðum þínum ei gleyma.
Vér viljum treysta þér,
oss muntu framvegis geyma.
Fulltreystum því
framrás með timans á ný
líkn þína látir fram streyma.
Samkoma í KFUM sunnudaginn 25. okt. Fremst á myndinni má sjá próf. Wislöff, Geirlaug Árnason stjórnanda Æskulýðskór-s-
ins og Bjarna Eyjólfsson form. KFUM.
Góðir gestir í heimsókn
K.F.U.M. og K. fengu góða
gesti í síóustu viku. Það voru .
hjónin Carl Fr. " Wislöff dr.
theol. prófessor við Menig-
hedsfakultetet í Oslo og kona
hans.
Þau hjónin eru ágætir fyrir-
lesarar og miklir áhugamenn og
áhrifamenn, bæði á kirkjuleg-
um vettvangi heima í Noregi og
úti á kristniboðsakrinum.
Dr. Wislöff er forseti Kristi-
legu stúdentafélaganna á biblíu-
legum grundvelli. Úr þeim eru
deildir víða um lönd.
Þau hjónin töluðu 'bæði á
samkomum sem haldnar voru
á hverju kvöldi í húsi K.F.U.M.
og K. við Amtmannsstíg dagana
19.—24. þ. mán. Þau báru vitni
lifand; trú á  Drottin vorn og
Frú Wislöff talar i KFUM og
theol. túlkar.
K, Guunar Sigurjónsson cand.
frelsara Jesum Krist, töluðu vekj
andj orð, .fluttu.lifandi .boðskap.
sem kom frá hjartanu. Það var
auðfundið. að hinir mörgu á-
heyrendur fylgdust af brennandi
áhuga með þeim vitnisburði,
sem Gunnar Sigurjónsson túlk-
aði. Söngur var mikill, bæði
einsöngur kórsöngur undir
stjórn Geírlaugs Árnasonar og
almennur söngur hinna mörgu
samkomugesta.
S'iðasta sámkoman var á
sunnudagskvöldið. Þá var stóri
salurinn í K.F.U.M. þéttsetinn.
Þar bar lanamest á ungu fólki.
Til þess aö allir gætu fengið
sæti, varð að koma með fleiri
bekki og aukastóla
Þa'ð. hafði verið mikil rign-
ing þennan dag og frú Wislöff
lagði ut af orðunum i 65. sálmi
Davíðs: „Þú hefur vitjað lands-
ins og vökvað það, blessað það
ríkulega með læk Guðs, fullum
af vatni."
Vatnið er nauðsynlegt. Án
þess fær maðurinn ekki lífi
haldið ti[ lengdar. En þá verður
það líka að vera gott, hreint og
ómengað. Óhreint vatn er stór-
hættulegt — spillir — deyðir.
Guðs orð er svölun fyrir sálina
á sama hátt og vatnið er ó-
missandi fyrir l'ikamann. t
hjörtum  margra  býr  játningin
„Eins og hindin sem þráir
vatnslindir, þráir sál mín þig,
ó Guð. — Sál mína þyrstir eftir
Guði, hinum  lifandi Guði."
Próf. Wisiöff .talaði. þetta
síðasta samkomukvöld, út frá
Fil. 3.13.-14.: „Ekki tei ég
sjálfan mig enn hafa höndlað
það. En eitt geri ég, ég gleymi
því sem að baki er en seilist
eftir því sem fyrir framan er og
keppi þannig að markinu til verð
launanna sem himinköllun
Guðs fyrir Krist Jesúm býður."
Þetta eru eftirtektarverð orð
og hver sem fhugar þau 'i alvöru
hlýlur að spyrja sjálfan sig:
Hvar er ég staddur?  En það
hefur ekki svo mikið að segja
hversu langt maður er kominn
áleiðis — aðeins ef maður er á'
réttri leið og lætur ekki hrekj-
ast af hennj af þeim hættu-
lega áróðri, sem skemmtanaiðn-
aður heimshyggjunnar hefur í
frammj í öflugum fjölmiðlunar-
tækjum. Gætið að hvað þér
heyrið! Gefið gaum að hinni
heilnæmu kenningu! Látið ekki
berast burt af leiðinni til tak-
marksins, sem himinköllun
Guðs  býður:
Fram á lýsandi leið
skal þér litið í trú
þar sem Ijómandj takmark
þér skín
eins og metgrein á meið
vex og  magnast skal nú
sérhver manndáð er notið
fær sín.
f lok samkomunnar hafði
Bjarni Eyjólfsson stuttá hugleið
ingu og bæn og þakkaði gestun-
um komuna og bað þeim bless
unar Guðs 'i framtíðarstarfi.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÞORGEIR SIGURÐSSON
löggiltur endurskoðandi,
verður  jarðsunginn  frá  Dómkirkjunni  þriðjudagirm
2. nóvember kl. 1.30.
Þeim sem vi.'.du minnast hans er vinsamlegast bent á
Minningarsjóð Knattspyrnufélags Reykjavíkur.
Þórhildur Sæmundsdóttir og börnin.
LAUS STAÐA
Staða ritara við upplýsing'aþjónustu flugmála-
stjórnar, Reykjavíkurflugvelli, er laus til um-
sóknar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamn-
ingi starfsmanna ríkisins.
Flugmálastjórinn
Agnar Kofoed-Hansen.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16