Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VIS ITt. Laugardagur 30. október 1971.
FÆRRIEN
— Söltun nernut um 20 þúsund tunnum
— 'islenzku niburlagningarveiksmibjutnar
ganga fyrir
— Hingað hefur aðeins borizt sáralítið af sfid,
sem er undir 25 cm að lengd. Smærri síld er yfir-
leitt ekki nema 1—2% af afla skipanna. Við höfum
aðeins þurft að kæra í einu tilfelli. Það var síld,
sem barst austan úr Breiðamerkurdýpi — sagði Jón
Guðmundsson, annar matsmanna í Vestmannaeyj-
um, en þeir skoða síldina jafnóðum og hún berst
að landi. Þessi sfld hefur verið söltuð og fryst jöfn-
um höndum, sagði Jón og sumir salta eingöngu,
enda er hér yfirleitt um stórsíld að ræða, minnir
helzt á Norðurlandssíldina í gamla daga.
TPalsvert fjör hefur nú færzt
í síldveiðarnar með haust-
inu þó að þær byrjuðu mjög
dræmlega. Hvarvetna f verstöðv
unum hér á suð-vesturhorninu
hafa verið mifclar annir hjá síld-
arverfcendum og konur hafa feng
ið smá törn í söltun, svona rétt
til þess að viðhaílda þeirri list.
1 fyrradag var til dæmis veriö
að salta fram undir miönætti
hjá fiskverkunarstöðinni Ingi-
mundi, sem tekur afla af Helgu
n RE.
— Þetta er ágæt sfld, gengur
Iítið af henni sagði Kjartan Þor
leifsson, verkstjóri, þegar Vísir
ræddi við hann. Ég reikna með
an við fáum 300 tunnur úr.hessu,
47 tonnum. Þaö er mjög, góð
nýting. 1   tunnuna fara 146 kg.
Við höfum eingöngu saltað
kryddsíld hingað til sagði Kjart-
an en erum nú að byrja á
sykursíld.
TTeildarsöltunin var í gær orð-
in um 20 þúsund tunnur
samkvæmt upplýsingum Síldar-
útvegsnefndar. Þar af er mest
allt kryddsíld, sem fer til niður-
lagningarverksmiðjanna. Um 12
þúsund tunnur til Siglóverk-
smiðjunnar, en hluti af síldinni
fer til niðurlagningarverksmiðju
Kristján Jónssonar & Akureyri.
Auk þessa hefur verulegur
hluti síldarmagnsins veriö fryst-
ur, í Vestmannaeyjunv Ho>rna,».
firði og á Suðurnesjum. Eru því
litlar llkur á að beituskQt$ur.,
verði að þessu sinni hjá línu-
FÁ SÍLD
Verulegt magn af síldinni hefur verið fryst ..,
bátum á vertíðinni í vebur, eins
og varð sums staðar í fyrra.
Að sögn Björgvins Jónssonar,
verbstjóra hjá Siglóverksmiöj-
unni á Siglufirði eru þar nú til
2000 tunnur af síld til vinnslu
og mun þaö magn duga í tæpa
tvo mánuði. Um 100 manns
vinna hjá verksmiðjunni, þar af
um 80 konur. Síldin, sem söltuð
hefur verið aö undanförnu kem-
ur hins vegar ekki að    gagni
fyrr en hún hefur legið 3—i
mánuöi við viss skilyröi. það er
við 8 gráða hita. Má því búast
við að Siglóverksmiðjan verði
verkefnalaus tvo til þrjá mánuöi
í vetur. Verksmiðjan hefur starf
að af óvenjumiklum krafti f ár
og er búin að taka 8 þúsund
lestir af sfld til vinnslu. Um
þessar mundir er unnið að því
að leggja niöur gaffalbita fyrir
Svía og slldarflök fyrir Banda-
nkjamarkað, en þangað hefur
mestur bluti framleiðslunnar
jafnan farið.
Astandið er ekki eins glæsi-
legt hjá Norðurstjörnunni í
Hafnarfirði. Þar var framleiðslu
hætt um mánaðamótin vegna
síldarskorts. Verksmiðian 4 að-
eins 35 tonn af sfld, sem dugir
til tíu daga vinnslu eða svo.
Viö höfum óskað eftir því að fá
síld hjá útgerðarmönnum, sagði
Guðmundur Björnsson, verk-
stjóri hjá Norðurstjörnunni, en
ekki fengið enn þá. Verksmiðj-
an tekur aðeins ferska síld til
vinnslu eða frysta. — Viö von-
umst eftir því að fá síld fljót-
lega, ef veiöin helzt áfram, sagði
Guðmundur.
Þegar unnið er á einni vakt
eins og í sumar, eru um 50
manns starfandj hjá Norður-
stjörnunni. Hafnfirðinga mun-
ar þvf um það, hvort verksmiðj-
an er í gangi eða ekki. Hins veg
ar hefur engum verið sagt upp
hjá verksmiðjunni. Starfsfólkið
bíður bara eftir sfld.
Um helgina kemur samninga-
nefnd Síldanltvegsnefndar heim
frá Svíþjóö, en fulltrúar nefnd-
arinnar hafa verið að ganga frá
rammasamningum við Svía um
kaup á þeirri síld sem nú er
að veiðast, þaö er að segja þeg-
ar lokið hefur verið við að veiða
nægjanlegt magn fyrir niöur-
lagningar og niðursuðuverksmiðj
urnar.
TDátum hefur fjölgað mjög við
veiðarnar síðustu daga. Skip
in hafa verið að koma heim úr
Norðursjó, jafnvel. Til dæmis
var nú í vifcunni von á þremur
skipum, Afcurey, Reykjaborg og
Óskari Halldórssyni og ætluðu
öll að reyna fyrir sér hér á
heimamiðum.
Það hefur háð skipunum mik-
ið, hve sfldin er á grunnu vatni.
Hun hefur verið á 30 faðma
djúpu vatni og allt upp á 10
faðma djúpu. Það þarf þvi æði
snör handtök til þess að ná nót-
inni inn þegar kastað er á svo
grunnu vatná. Hafa því orðiö
talsveröir nótaskaðar.
Eftir því sem Vísir hefur kom
izt næst eru nú 37 bátar við
sffldveiðarnar hér vdð land um
þessar mundir og hafa 10—15
skip bætzt í flotann siðustu dag-
ana.
Sfldargangan hefur verið á
austurleið og þokast austur með
suðurstrðndinnd og er nú komin
á móts við Ingólfsfaöfða. Veiðin
hefur mestöll verið úr þessari
göngu. Það sem veiðzt hefur
austar — í Breiðamerkurdýpi
hefur verið mun verri sffld.
Næturnar hafa verið teknar í land hvað eftir annað. Þær
vilja rifna, þegar kastað er á grunnu vatni, kannski aðeins
10 f«ðma d.ýpi. Þetta eru yfirleitt á annað hundrað faðma
djúpar nætur. Margir bátanna eru þó með tvær, aðra minni.
og saltað — einkum fyrir niðurlagningarverksmiðjurnar.
s
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16