Vísir - 28.01.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 28.01.1972, Blaðsíða 7
VÍSIR. Föstudagur 28. janúar 1972. 7 í hyllingum öræfin, allt Island, viði vaxið eða að minnsta kosti Kerlingarfjöll og Sprengisand ( kafagrasi, „eins og var til forna“. Og það er svo hjartaknúsandi að rita hugvekjur og halda erindi um þann Edenslund sem ísland ætti að vera. Menn sem slikt gera hljóta að vera góðir og mannlegir, hvernig sem líferni þeirra að öðru leyti er, það er svo makalaust gott að verða vin- sæll með því að koma fram sem sáðmaður gróðurs og blómaang- anar. Og svo eru spunnar upn hugmyndir, um það hve ísland hafi verið dásamlegur aldinreit- ur, áður en mennirnir fluttust þangað og byrjuðu að subba allt út, ekkert er út í það hugsað að Island er að upplagi, vegna jarð- sögulegrar einangrunar sinnar, eitt gróðurfátækasta landið, né heldur hitt, að áður en mennirn- ir komu hingað þá var landið að- allega rfki tófunnar, og senni- legast hefur gróður verið tals- vert tjásulegur og sinublandinn, þar sem hér skorti það eðlilega náttúrusamfélag gróðurs og gras- bíta, sem var í öðrum löndum. Og þetta gengur svo langt það er stimplað sem rányrkja að stunda sauðfjárrækt, gott ef ekki verður farið að efna til mótmælaaðgerða gegn rollunum okkar, sheep go home! Og við heyrum jafnvel vísindalegar yfirlýsingar um það að nærri allt landið sé ofbeitt og sauðkindurnar séu stórhættuleg- ar og geti valdið því að allur jarðvegurinn fjúki af landinu á haf út og gróður eyðist. En svo ökum við út um landið oft klukkustundum saman um kaf- loðna haga og mýrlendi og sjá- um aðeins örfáar rolluskjátur, og hvert sem litið er, veit enginn hvað á að gera við allt þetta gras. Með þessu er ekki sagt að málefnið sé ekki gott og fagurt, en er alarmlýsingin raunveru- leikanum samkvæm, eða er hún bara liður í tilbúinni herferð? Svo stefna hópar upp í öræfi og flugtækni er beitt í því sem kall- að er að græða upp landið, og köfnunarefnisáburði hent yfir öræfaslóðir af handahófi, þó var- að sé við þvl að slíkt kunni að skerða jafnvægi gróðurs og nátt- úru og veikja þann smávaxna gróður sem hefur harðnað um aldaraðir í Islenzkum háfjöllum. Herferðin getur verið góð, en þurfa menn ekki að hugsa betur sitt ráð? Þetta er sem sagt allt fagurt, en eru ekki önnur vandamál sem standa nær. Þó mengun sé orðin aðkallandi vandamál við milljóna verksmiðjur Rínarfljóts þá kann að vera að það séu önnur vanda- mál, sem standa dreifbýlisþjóð nær. Göngum um skemmtistaði höf- uðstaðarins hjá orlofs þjóðinni með 35 stunda vinnuviku. Skyld- um við ekki koma auga á hvern- ig bévltans brennivínið heldur áfram að trylla og spilla þessari vesalings þjóð, svo nú keyrir al- veg úr hófi, vandræða- og ör- væntingar ástand yfir efnilegu fólki, sem er hvarvetna að fara I hundana, heimili I upplausn, hjónaskilnaðir og smábörn á upp- eldislegri vonarvöl. Væri ekki fremur þörf fyrir umhugsun og vakningu á því sviði? Er ekki allt I ólestri og ráðaleysi gagn- vart þeim vanda, og allt látið reka á reiðanum um stærsta þjóðfélags- og heilbrigðisvanda- mál þjóðarinnar. Eða er ekki fínt, ekki eins popúlert að snerta við raunverulegum vandamálum hins andstyggilega þjóðarfyllirls, eins og að breiða sig fleðulega út yfir birkiilm og grængresi og sveitarsælu I draumsýn um sauð- kindarlaust ísland? Þorsteinn Thorarensen. cyyienningarmál ólafur Jónsson skrifar um leiklist: FOLK A FÖRUM i Ungmennafélagið Dagsbrún: (STTORMUR Í GRASINU : Sjónleikur í þrem þáttum eftlr ÍBjarna Benediktsson frá Hof- , teigi \ Leikstjóri: Eyvindur Erlends- 'son. I Ctormur í grasinu varð eina | ^ langa leikrit Bjarna Bene- .diktssonar frá Hofteigi, út- ’ gefið í bók 1965, og líkast til Iþað skáldrit hans sem hann | Jagöi í mestan metnað. Það ,er trúlegt, bótt ég viti það ekki, að hann hafi á þeim • tíma reynt að koma .'eiknum j til sýningar á reykvísku leik- i sviði. En hvað sem því olli Bjarni Benediktsson frá Hofteigi hefur Stormur í grasinu ekki fengíð inni í leikhúsunum þá eða síðan. Því er það að ungmennafélagið Dagsbrún í Austur-Landeyjum varð fyrst til að taka leikinn til sýningar, og fór frumsýning fram þar evstra fyrir nokkru, við leið- sögn Eyvinds Erlendssonar. Ætlunin mun vera að sýna Storm í grasinu á næstunni víðs vegar um Suðurland, en á sunnudagskvöld var Jeikur- inn sýndur f hinu nýja og vist- lega félagsheimili á Seltjam- arnesi. ■þjóðlffsbylting sú sem féjgin var í flutningi þióðarinn- ar úr sveit og að sió, kvn- slððaskilin. örlög gamla fólks ins úr sveitinni, var Bjarna frá Hofteigi hugleikið efni f fleiri ritum en Stormi f grasinu. Honum vom hugstæð verð- mæti hins gamla tíma, fvrra mannlífs í landinu. en fvjltist tortrvgnni gagnvart fulltrúum „nýja Islands". sem hann sá rfsa úr rústum þess gamla. En gagnrýni hans var tilfinninga- legs eðlis fremur en vitsmuna- legs, kannski öðrum þræði unp á móti hans eigin skvn- samlega viti, og hann átti líka tiltakanlega erfitt um að finna henni form raunhæfra mann- lýsinga, lifandi dramatískra átaka. Það er augjjóst vand- hæfi á meðferð slíkra og því- líkra hlutverka í Stormi í grasinu, einkum Hákonar bóndasonar ,sem framazt hef- ur svðra, orðinn braskari og stertimenni, en einnig hinna kynduga skrípamenna, kaup- andans og skósveins hans. Hvers sem revndir og leikn- ir skopleikarar kynnu að vera umkomnir í þessum hlutverk- um er lítil von til þess að við- vaningar fái komið á þau haus og sporði. Stormur í grasinu fjallar gagngert um fólk á förum — úr sveitinni og til ókunnug- legra lífshátta í einhverri keflavíkinni syðra. Það er 6- sv'kið harmsefni í sögu Eiríks bónda á Kambi og Á?Jaugar dóttur hans, hann orðinn aldr- aður og gigtveikur, hún mið- aldra stúlka sem brátt yrði eina fyrirvinna þriggja gamal- menna um kyrrt heima í sveit inni. „Dalirnir eru að deyja ... beir eru úr.leik," segir Eiríkur bóndi. „Það er verið að sópa dalina, og þeir hefta ekki þá hönd. Þeir gætu eins revnt að beizla storminn sem ólmast í haustgrasinu og legg- ur það aö velli.“ Þessi orð b>sa beim hugblæ, tilfinningu, sem er uppistaðan í mann- lýsingum og öðru efni Jeiks- ins, en ekki gagnrýni og ádeila ‘'•’mtíðar og samfélags. Veik- asti hluti leiksins er líka annar báttur hans, þar sem fulltrú- um tveggia tíma lýstur bein- b'nis saman, fram fer uppger hans milli hins gamla og nýja. Fyrsti og þriðji þáttur, sem meir leggja upp úr hálfsagðri tilfinningu, eru báðir mun bet- ur samdir. Og það er ekki vafi á bví að minnsta kosti I hJut- verkum Eiríks og Áslaugar er efniviður handa mikilsháttar leikurum að fást við á sviðinu. Cýning ungmennafélagsins ^ Dagsbrúnar var vitaskuld dæmigerð áhugamannasýning. En eins og stundum gerist á slíkum sýningum reynist f hópnum fyrir að fara fólki með ótvíræða hæfileika til leiklistar: Stefáni Jóni Jóns- syni (Eiríkur) og Ingibjörgu Marmundsdóttur, Grétari Har aldssyni (Arnór) og Gerði S. Elimars (Elín). Og svið- setning Eyvinds Erlendssonar virtist mér mjög svo vandlega unnin, til þess fajlin að leyfa efnum leikritsins og sýningar- innar að njóta sín án þess að gera neina kröfu um of til leikendanna. Þótt Stormur í grasinu sé efnislega í skefium raunsæis rýfur höfundur hiklaust raun- sæisramma leiksins, með stíl- færðum fulltrúum hins nýja tíma og gamla og sjálfri orð- ræðuaðferð leiksins, tjáning hins ljóðkynjaða trega sem er tilfinningaleg uppistaða hans. Vera má að hjutverkið sé sér- lega hentugt áhugafólki f sveit. En mér fannst beinlínis undravert hve nærfærin tök Stefáni Jóni auðnuðust á Eiríki bónda, innblásin hita að lok- um. Hitt má vera að hlutverk Áslaugar sé veigamest í leikn um og veitir flestra kosta völ. Verulega mikilhæf leikkona í þessu hlutverki mundi að lík- indum meana að bera hann fram til sigurs. En hvað sem öðru Jíður um sýningu ungmennafélagsins Dagsbrúnar sýnir hún fram á að Stormur í grasinu kallar á endanlega meðferð á sviði. Ekki veit ég hvaða hagræði f þjóðarbúskapnum stafar af því að hafa mann með mennt- un Eyvinds Erlendssonar við ) búskap uppi í sveit — en því er þessi sýning að þakka. Væri ekki sanngjarnt að hann fengi einnig tækifæri til að fást við þetta viðfangsefni, fylgja verk inu eftir á atvinnuleiksviði? Tj'élagsheimilið á Seltjarnar- nesi . er nýtt leikhús í Reykjavík, rúmgott svið að því er virðist og sagt mjög fullkomlega búið, vistlegur á- horfendasalur þótt gólfið sé auðvitað marflatt svo hægt sé að dansa á því. En undarjega er anddyri þröngt í svo nýju stafa af því við miðasölu og í hléum. Það er vonandi að þetta nýja svið eigi etfir að nýtast leiklistarstarfinu f bænum — áhugamönnum og atvinnuleikurum og okkur á- horfendum þeirra. Gunnar Gunnarsson skrifar um kvikmyndir: F áranlegir foreldrar jHáskólabíó lUNGAR ÁSTIR iLeikstjóri: Roy Anderson, *Aðalhlutverk: Sofi Kylin, Rolf Sohlman. Það er ótrúlegt, að þessi mynd, sem á sænskunni heitir „Kerlekshistoria“, skuli vera fyrsta verk ungs höfundar. Roy Anderson er ekki nema 26 ára eða svo og hefur í einu vetfangi skipað sér í sveit með fremstu kvikmyndagerðar- mönnum, sem nú eru uppi. Mynd hans, „Kerlekshist- oria“, er gerð af þvílikum skilningi á umhverfinu, sam- félaginu, skijningi á mann- eskjunum, sem hún fjall- ar um — og jafnframt kímni, að sénísstimpijlinn hlýtur aö skella á Anderson þegar í stað. Myndin fjallar um ástir drengs og stúlku öðrum þræði, en raunar er sú saga næsta óþörf. Það sem skiptir máli í myndinni eru fjölskyldur þær, sem um er fjallaö foreldrar hans foreldrar hennar. Hans fólk er verkafólk. Hennar fjölskylda tilheyrir miðstétt — faðir — faðir hennar selur nefnilega ísskápa og á peninga. Anderson dregur upp stór- kostlega skemmtilega, en jafn framt tragíska mynd af þessu fólki og samskiptum þess — og svo unglingunum tveimur, sem eru innan um þetta fólk eins og verur af öðru tilveru- stigi, svo gersamlega frá- brugðnir hinum fáránlegu foreldrum sínum. Svíar bera ægishjálm yfir aðrar Norðurlandaþjóðir í kvikmyndagerö og Anderson gengur með þessari mynd beint inn í úrvalsflokk sænskra leikstjóra. Mánudagsmynd Háskólablós er um þessar mundir hin fræga „Svinastia” eftir ttalann undar- lcga, Fier Paolo Pasolini. Paso- lini geröi „Svinastiuna”, efta Por- cile, árift 1969, og þaft sama ár sendi hann frá sér fræga mynd, „Medeu”, en Maria Cailas leikur aftalhlutverk i þeirri kvikmynd. Ferill Pasolinis sem kvik- myndamanns er orftinn næsta undarlegur — þ.e. ef myndir hans eru skoftaftar sem heild, og þótt sumar þeirra hafi vcrift sýndar hér, svo sem „Accatone” ( 61 — fyrsta mynd hans), „Mama Roma”, (gerft '"62) og „Theorema” ( 68), skortir nokkuft á, aft menn geti gert sér heil- steypta mynd af stil meistarans. Nýjustu myndir hans eru „Dccameron”, gerft 71 og „Medca”, hvorug þeirra hefur enn veriftsýnd hér, og heldur ekki „ödipus Rex” ( 67), „Mattheus- arguftspjallift”, gerft 1964 efta Uccellacce ( 66) — auk ýmissa smámynda, sem Pasolini hefur gert inn á milli stóru myndanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.