Vísir - 07.02.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 07.02.1972, Blaðsíða 16
VÍSIR Mánudagur 7. febrúar 1972 Stútur við stýrið: Taka tvo fullaádag 75 ökumenn hafa veriö teknir frö því um áramót, grunaöir um ölvun viö akstur. Þaö samsvarar þvi, aö teknir hafi verið 2 öku- menn á dag, grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. 14 þessara ökumanna voru teknir nú um helgina. — GP. Froskmaður fann loðnu- göngu inni áhöfninni en Grindvíkingum fannst ekki borga sig að nýta gönguna ,,Það kom loðnutorfa enda hingað inn i höfnina hjá Eldey”. okkur — það sá hana froskmaður sem kafaði i höfnina i gærdag”, sögðu þeir i Grindavik, er við ræddum við þá i morgun, ,,nei— ekki var heil ganga á ferðinni og það var ómögulegt að háfa torfuna á land, er næg loðna við Og þeir hafa svo mikið aö gera viö löndunina, að þeir máttu ekki lengi vera að þvi aö horfa á torf- una i höfninni, „Grindvikingur kom með fullfermi i gærkvöldi, 330 tonn, og Vörður er hér núna að landa fullfermi — alls eru komin á land 2400 tonn i Grindavfk”. Núna landa flestir loðnubátar hér i Reykjavik, þött talsvert slæðist á land lika i Grindavik, Sandgeröi og hér um Suöurnes. í morgun voru rúmlega 9000 tonn komin á land i Reykjavik, og tveir bátar voru undir löndunar- krönum klukkan 9, þeir Börkur og Bjarmi. Nokkuð dró úr afla i nótt frá þvi sem var um helgina, en veður er ágætt á miöunum við Eldey, og væntanlega halda þeir áfram að háfa hana upp I dag, „þeir landa eflaust mikið i dag i Reykjavik”, sögðu þeir niðri á Granda I morgun, „viö getum tekið við svona 10.000 tonnum til viðbótar, en þá fer nú lika að þrengjast um plássið”. Á að gizka 35.000 tonn af loðnunni munu vera komin á land, ef allt er talið frá þvi loöna fyrst kom til Hornafjarðar, en loðnugöngurnar voru meira en mánuði fyrr á ferðinni en oftast áður, t.d. kom fyrsta loðnan til Vestmanhaeyja 20. janúar en I fyrra kom hún ekki þangað fyrr en 25. febrúar. Þetta er aðeins fyrsta loðnugangan, sem nú er mokað á land, en Arni Friöriks- son, rannsóknaskipið, er fyrir austan land, og hefur haft þar spurnir af fleiri göngum — yfir- leitt koma þær hingað suður fyrir fleiri en ein — stundum jafnvel þrjár, en þó hafa komið þau ár, að ekki nema ein ganga hefur „skil- aö” sér hingað suður fyrir. Seint i janúar höfðu þeir á Arna Friðrikssyni komið auga á göngu númer tvö út af Austfjörðum og viröist óliklegt annað en aö hún komi i kjölfarið á hinni — það fer þó allt eftir tiðarfarinu. — GG Rabarbarinn lifnar við - í hlýindunum en hitinn var þrjú stig yfir meðallag fyrstu viku febrúar Illýindin gera það ekki enda- sleppt við okkur, og fcbrúarhlý- indi taka við af janúarhlýindun- um. Jónas Jakobsson veðurfræð- ingur sagði i morgun, að fyrstu vikuna I febrúar hefði hitinn veriö þrjú stig yfir meöallag. „Enda er marauö jörð og blóm og gras sýnir sprettuvott, og rabbabarinn er aö lifna viö uppi I Lækjarbotnum, hjá honum Guö- mundi Astráðsyni loftskeyta- manninum okkar, og sumar runnategundir.” 1 morgun var hiti o-4 stig á landinu og austlæg átt rikjandi. Jónas segir engar verulegar breytingar vera i nánd þó austan- áttin muni heldur fara vaxandi fyrir suðurströndinni. „Og hafisinn er langt frá landi og kemur til með að verða.” -SB- Tekinn fyrir að selja sprútt „Blýhólkurinn " í finnska sjónvarpinu í gær „Hafði ekki hugmynd um þetta", sagði Svava „llvaðer i blýhólknum”, leikrit Svövu Jakobsdóttur var sýnt I finnska sjónvarpinu i gærkvöldi, „og ég hafði ekki hugmynd um að Finnar ætluðu að sýna leikritið fyrr en ég las það i blöðum”, sagði Svava Jakobsdóttir, þing- maður, er Visir ræddi við hana stuttlega i morgun, „og ég frétti fyrst af þessari sýningu hjá þeim i Kiunlandi i gærkvöldi — þeir sendu mér skeyti.” „Biýhólkurinn” hefur ekki ver iö sýndur viðar utan Islands, en vonir munu standa til aö aðrar Norðurlandaþjóðir fái leikrit þetta að sjá bráðlega. Það kemur kannski aö þvi að þú farir aö fá peninga fyrir ritstörf þin Svava, ef leikritiö verður sýnt viða um lönd? „Það ætla ég bara að vona, að rithöfundar fari yfirleitt aö fá peninga — og að rithöfundar geti farið að afla þjóðarbúinu gjald- eyris eins og togarar”. — GG Leigubilstjóri var handtekinn i gærkvöldi, grunaður um sprútt- sölu. Náðu lögreglumenn kaup- andanum og viðurkenndi hann kaupin, en bflstjórinn neitaði sakargiftum. Lögreglumenn höfðu veitt bil- stjóranum gætur og fylgt honum eftir. Þegar þeir sáu hann sleppa út úr bifreiðinni farþega sinum, tóku þeir farþegann tali, en hann var með ákavitis-flösku I fórum sinum. Þegar þeir gengu á farþegann, játaði hann að hafa keypt flöskuna af bilstjóranum og einn sigarettupakka að auki, og sagðist hann hafa greitt kl. 900 fyrir. ökumaðurinn var handtekinn skömmu siðar, en hann neitaöi að hafa selt nokkurt áfengi. Mál hans er nú i frekari rannsókn. — GP. W, Ungur Islendingur tók Castro í gegn - og Castro bauð honum til Kúbu til að sannfærast um ágæti lands sins ;; //Er fasistast jórn á ;; Islandi," spuröi Fidel ;; Castro tslendinginn Pét- - ur Guðjónsson á blaöa- mannafundi, sem hald- ; inn var í Chile meðan Castro var þar i heim- sókn. Pétur kvaö nei viö ;; þvi. ,,Hvers vegna er þá “ bandarisk herstöö á ís- ;; landi" spuröi byltingar- ;; foringinn. f „Hvers vegna er bandarisk herstöð á Kúbu?” spurði -i- Pétur á móti. Talsvert orða- ;; skak varð milli þeirra og end- aði það með þvi, að Castro f bauð Pétri að koma i heim- ;; sókn til Kúbu og ræða málið frekar. Er Pétur staddur þar núna. I Pétur Guðjónsson lauk námi •■ við Harwardháskóla i fyrra i ;; þjóðfélagsfræði. Hann stundar nú framhaldsnám i Chile og er aö kynna sér ástandið þar. Eins og menn rekur minni til heimsótti Castro Chile ekk'i alls fyrir löngu og hélt hann þá mikinn fund með fréttamönnum i Santiago. Pétur brá sér á fundinn og hugðist leggja nokkrar spurningar fyrir kappann. Stóð hann upp á fundinum, kynnti sig fyrir viðstöddum og hóf að gagnrýna ýmislegt I framkvæmd byltingarinnar á Kúbu. Fidel kvað manninn langt að kominn og spurði margs um landið i norðri. En brátt leiddist talið að pólitik og uröu orðahnippingar harðar á milli þeirra um tima. Pétur ásakaði Castró harðlega fyrir að ætla i heimsókn til Equador þar sem fasistastjórn væri viö völd. Fauk þá talsvert i þann skeggjaða og kvað hann Pétur þjást af ýktri hugmyndafræöi eins og svo margir Evrópu- menn. Héldu þeir áfram deil- um sinum og blönduðust Pétur Guöjónsson hárinu á Castró. stóð uppi I bandarisku herstöövarnar á íslandi og Kúbu inn i deilurnar eins og áður er vikiö að. Castro lék á alls oddi meðan á orrahriðinni stóð og að end- ingu bauð hann Pétri til dvalar á Kúbu og gætu þeir þá rætt málið nánar og Pétur kynnt sér ástandið af eigin raun. Þáði Pétur boðið og dvelur nú á Kúbu. Þessar orðahnippingar vöktu mikla athygli þar syðra, enda var sjónvarpað frá fund- inum um alla Suður-Ameriku. Pétur Guðjónsson er 25 ára gamall Reykvikingur. sonur hjónanna Guðjöns Guðnasón- ar læknis og Friðnýjar Péturs- dóttur. —SG— Bobby Fischer laumaöi sér inn í áhorfendahópinn seint á skákmótinu f Útgaröi I gær. Gisli Halldórsson leikur fyrsta leikinn i Reykjavikurskákmótinu I skák Stein og Keene. ÞRÍR JAFNIR í FYRSTA SÆTI Þrir skákmeistarar eru jafnir i fyrsta sæti með einn vinning eftir fyrstu umferð alþjóðlega skák- mótsins i gær. Tukmakov Sovétrikjunum vann Jón Kristinsson, Friðrik ólafsson vann Braga Kristjánsson og Guðmundur Sigurjónsson vann Gunnar Gunnarsson. Jafntefli urðu hjá Stein Sovét- rikjunum og Keen Englandi, Georghiu Rúmeniu og Hort Tékkóslóvakiu, Freysteini Þorbergssyni og Jóni Torfasyni. Biðskák er hjá Anderson Svi- þjóð og Timman Hollandi, og hefur Anderson betra, og einnig hjá Magnúsi Sólmundssyni og Harvey Georgs, og hefur Magnús peð yfir. — HH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.