Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 1
vism 62. árg. — Fimmtudagur 2. marz 1972 — 52. tbl. Nekt í því konunglega Hann Flemming Flindt er væntanlegur til tslands i sumar til að skemmta með listdansflokki sinum á listahátiðinni. Ekki vitum við hvort hann sýnir hér ballettinn sinn, Sigur dauðans, en hann er sýndur i Konunglega leikhúsinu i Kaupmannahöfn, og þar dansar flokkurinn allsnakinn i tveim atriðunum. — Sjá bls 4 Hvað á barnið að heita? Það gerist sifellt sjaldgæfara að prestar þurfi að hugsa sig um oftar en tvisvar áður en þeir gefa barni nafn, en hér á landi gilda ströng lög, liklega þau ströngustu í heimi, um nafngiftir. En áður fyrr kom það fyrir að fólk kom með börn og vildi láta skira nafni eins og t.d. Einsinagróa — Sjá bls. 2 ■ ■■■■■■■■■■■■■■■«■■■ „Líf og limir : ganga fyrir" \ Sextiu kaupsýslumenn i 2 Kópavogi standa i ströngu ■ þessa dagana. Mótmæla þeir J harðlega hvernig vegamál ■ kaupstaðarins hafa leikið JJ stóran hluta stéttarinnar eft- ■ ir að gjáin mikla skildi verzl- ■ anir eftir uppi á gjárbarmin- ■ um, en siðan er það helzt fyr- ■ ir fuglinn fljúgandi að heim- “ sækja búðirnar. „Lif og limir ■ borganna eru sett öllu öðru 2 ofar”, segja yfirvöldin. — ■ Sjá bls. 16 2 Þeir spýta illum öndum í hrákadalla í Kína Óviöa finnast hrákadallar i dag, — en árvökul augu fréttamanna, sem verið hafa i Kina undanfarna daga, hafa séð að Kinverjar nota slikt enn. Það er gamall og góður kinverskur siður að spýta hressilega og með þvi móti losa þeir sig við illa anda úr skrokknum. — Sjá bls 6 „Ekkert brezkt, takk," segja þeir í Ameríku Bandarikjamenn eru ekki hrifnir af stefnu Breta i Norður-trlandi. Mikil her- ferð er hafin i Bandarikjun- um, þar sem fólk er hvatt til aö kaupa ekki brezkar vörur, og flutningaverkamenn hóta að afgreiöa ekki brezk skip eða flugvélar. — Sjá bls. 5 „Ekki hœgt að loka fyrir umferð um Laugaveginn!" — segja koupmenn og ráðgera fund með SVR. — Vilja fleiri bílastœði og betra gatnakerfi í nágrenni Laugavegar áður en til lokunar kemur „Það getur hugsazt.að það komi sér betur, að loka fyrir umferð annara en strætisvagna um Laugaveginn, en það er þó fráleitt að gera það á meðan gatnakerfið I nágrenni Laugavegar er eins og það er I dag og bilastæðin ekki fleiri”, sagði kaupmaður einn i viðtali við Visi i gær, i tilefni af þeirri hugmynd, sem forstjóri SVR hefur varpað fram um minnkun umferðar á Lauga- veginum. Hafði hann lika að orði, að það gæti allt eins verið hug- mynd, að vikja strætisvögnunum af Laugaveginum eins og einka- bflunum. Það fannst aftur á móti Hirti Jónssyni, formanni Kaupmanna- samtakanna, ekki beinlinis ráö- legt, er Visir náði tali af honum. „Við kaupmenn viljum nú fæstir missa af strætisvögnunum,” sagði hann. „Þaö hefur nefnilega sýnt sig, að þær verzlanir, sem liggja næst viðkomustööum strætisvagnanna eiga einna mestrar „aösóknar” að njðta. Viðskiptin hafa lika mikið færzt i verzlanirnar viö ofanveröan Laugaveginn eftir að enda- stöðvarnar voru fluttar af Læk- jartorgi og upp á Hlemm”. Hjörtur benti lika á, að nær- liggjandi götur, eins og t.d. Grettisgatan og Njálsgatan væru engin strætisvagnaleiö. „Raunar ekki heldur boðlegar einkabif- reiðum og ljóst er að upp á þær götur veröur að lappa allverulega eigi þær að taka við umferðinni af Laugaveginum i framtiöinni,” sagði formaðurinn og skirskotaði til „skipulagsins”, sem á að vera komið á 1983, en þar er gert ráð fyrir, að Laugavegurinn sé lokuð gata. „Það er lika nauðsynlegt”, hélt Hjörtur áfram, „að nú þegar veröi fariö að svipast um eftir bif- reiðastæöum. A þeim er geysi- legur hörgull i dag. Það verður að fara aö ryðja niður gömlum húsum hér i nágrenninu og eins að nýta betur opin svæöi, ja... eins og t.d. barnaleikvöll, sem er við Grettisgötuna og önnur slik svæði.” Loks gat Hjörtur þess, að Kaupmannasamtökin hefðu valið i viðræðunefnd kaupmenn af Laugaveginum,sem lofaðhafa að eiga frumkvæði að viðræðum við stjórn SVR um umferð um Laugaveginn. „Þeir kvarta yfir þvi að strætisvagnarnir séu lengi að komast niður Laugaveginn. Ég segi: Gefið þeim þá bara betri tima”, sagði Hjörtur aö lokum. „Lokun Laugavegarins er stór- mál, sem verður að fara varlega i, eigi verzlanafjöldinn viö götuna ekki að biða tjón af”. —ÞJM MHH 1' 4 lí^*ÉLák Is Sm'i: aL Æm „EINS OG GAPANDI FALLBYSSUKJAFTUR" — segir Jónas um andstœðinginn „Mister Linch er eins og gap- andi fallbyssukjaftur, — si- malandi um herskipin sín”, sagði Jónas Arnason um Aust- in Linch. Vakti þetta mikinn fögnuð hjá blaðamönnum á blaðamannafundi hjá Jónasi Arnasyni, alþingismanni i Hull. Linch boöaði blaða- mannafund um leiö og Jónas og hafði með sér þekktan landhelgisbrjót, Taylor, sem var dæmdur á Litla-Hraun m.a. fyrir barsmiöar á lög- reglunni á Isafirði. Voru þeir félagar fremur rólegir á fund- inum, en fóru með róg um málstað íslands að sögn fréttaritara VIsis i London, Astþórs Magnússonar. „Ég hef mikinn áhuga á að fara til Grimsby og ræða þar við bátasjómenn. ÍJtgerðar- menn báta og bátasjómenn hér eru velviöjaöir okkar mál- stað, en á þá heyrist aldrei minnst, um máliö er ekki rætt viö þá”, sagði Jónas I gær. — SJA NANAR UM HINA UM- DEILDU FÖR JÓNASAR TIL ENGLANDS A BLS. 3 r FINNAR FYRSTU MOTHERJAR ISLENDINGA A SPANI Sjá íþróttir í opnu Flugfreyjur samþykktu — og flotinn þarf ekki að stöðvast Flugfreyjur samþykktu samningana á félagsfundi i gærkvöldi. Að meginstofni voru samningarnir geröir á grundvelli almennra samn- inga og nær samningstimabil- iðtil 1. nóvember 1973. Aðalat- riði samninganna var almenn hækkun um 18 1/2 %, en slð- asta kauphækkunin er i mai 1973. Flugfélögin geta þvi haidiö sinu striki, en verkfali flug- freyja heföi þýtt stöðvun far- þegaflutninga flugfélaganna tveggja. Myndin var tekin I gær- kvöldi, þegar flugfreyjur sátu fund og ræddu samkomulagið, sem siðan var einróma sam- þykkt. — SB—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.