Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 1
vísm 62. árg. — Miðvikudagur 8. marz 1972 — 57. tbl. KJÓSA FREKAR BREIÐHOLT EN SÖGUFRÆG PRESTAKÖLL Sjá baksíðu - 920 milljón kr. skaðabótamálið á SÍS tekur alvarlega stefnu SÍS svarar til saka 920 milljón kr. skaðabótamálið, sem Mrs. Paul's Kitchen í Banda ríkjunum höfðaði á SIS og dótturfyrirtæki þess, lceland Products, hefurnú tekið alvarlega stefnu. Héraðsdómstóll í Cum- berlard County hefur úr skurðað, að bandarískir dómsstólar hafi lögsögu yfir SIS, erlendu fyrirtæki, i þessu máli. Dómur þess efnis féll 28. febrúar. Lögfræðingar SIS hafa áfrýjað dómnum til ríkis dómstóls í Fíladelfíu. Erfitt er fyrir okkur að henda reiður á bandarisk lög, en þetta virðist þýða, að alvarlegasta ákæran á hendur SIS og Iceland Products um brot á hringa myndunarlögunum bandarisku verði tekið til greina. Mál þetta var höfðað vegna þess, að Mrs.Paul’s Kitchen, sem er einn stærsti kaupandi blokk- fisks I Bandarikjunum taldi SIS og Iceland Products ekki standa við samninga og telur fyrirtækið sig hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum,þegarþað fékk ekki afgreiddar um 10 milljónir punda af blokkfiski. Málið var stefnt fyrir tveimur Hómsstólum. Fvrst fvrir héraðs- dómstólnum I Cumberland County, rétt utan við Harrisburg, þar sem Iceland Products hefur aðsetur. Það er aðeins venjulegt skaðabótamál á ferðinni og nemur bótakrafan 1.856.000 dala. Hinsvegar hefur verið höfðað mál fyrir alríkisdómstólnum i Fila delfiú. þar sem SIS og Iceland Products er stefnt fyrir brot á hringamyndasögunum, sem eru mjög ströng. Skaðabótakrafan hefði þar verið hækkuð upp i 2.860.000 dala, en allar skaðabótakröfur, sem snerta hringamyndunarlögin eru af sjálfu sér margfaldaðar meö þremur. Málið fyrir alrikisdómstólnum hefur legið niðri meðan beðið er úrskurðar þess efnis, hvort bandariskir dómstólar hafi lögsögu yfir SIS I þessu máli. Það skiptir þvi höfuðmáli fyrir SIS og fá úrskurði heraðsdómstólsins hnekkt fyrir rikisdómstólnum I Filadelfíu til að losna undan í USA ákærum um brot á hringa myndunarlögunum. Dómstóllinn þarf ekki að taka nema brot af skaðabótakröfunum til greina til þess að SIS fái slikt högg, sem lengi gæti sviðið undan og sem einnig mundi finnast i islenzku atvinnulifi almennt. Þess má geta að dómar kveðnir upp i Bandarikjunúm eru ekki aðfararhæfir hér á landi, þ.e. að ekki væri unnt að ganga að eignum SIS hér, ef dómurinn verður þvi óhagstæður. Hins vegar gæti Mrs Paul’s Kitchen, gert hvorutveggja að höfða nýtt mál hér á landi og ganga að eignarhluta SIS i Iceland Products i Pennsylvaniu og gæti þar með eyðilagt það upp- byggingarstarf, sem SIS hefur unnið þar. Slik svartsýni mun þó varla réttlætanleg ennþá. —VJ SKIPSFLÖKIN LÁTIN HVERFA „Það verður ábyggilega gengizt í þvi á næstu dögum að fjariægja skipsflökin tvö I Kleppsvikinni og eins Leo gamla I Vátnagörðunum,” sagði annar öryggisvarða borgarinnar i við- tali við VIsi I morgun, en svo sem kunnugt er af fréttum slasaðist 7 ára drengur I fyrradag er hann féll niður um lestarlúgu eins skipsfiaksins. Kvartanir kvað öryggisvörð- urinn engar hafa borizt út af skipsflökum þessum i sin eyru, en hann hefði farið i gær og litið á flöcin og komizt að raun um að öll væru þau óbyrgö og byöu þannig hættunni heim. ,,Ég hef þegar haft samband við eiganda Leós og fræddi hann mig á þvi, að hann hefði tvivegis byrgt skipið, en þau verk hans voru óðar en varði brotin upp og eyðilögð,” sagði öryggis- vörðurinn. Hann hefur ekki enn komizt i samband við eigendur hinna skipsflakanna. Skipsflök liggja einnig fyrir neðan Keili, en þau eru betur byrgð og eru lika nær mannaferð- um en hin flökin og þvi ekki eins „friðsæll leikvangur” fyrir börn- in, sem hrakin eru jafnharðan úr þeim skipsflökum. -ÞJM Baráttan um bílastœðin Baráttan um bilastæði I mið- bænum er harðvitug og grimm á köflum. Sifellt bæt- ast við ný ökutæki, en bila- stæðin koma ekki af sjálfu sér. Við ræddum í gær við Guttorm Þormar verkfræð- ing um bilastæðin og vanda- málin samfara skorti á þeim, en Guttormur hefur það erfiða verkefni að út- vega fleiri og fleiri bilastæði — Sjá bls. 4. O O Ryskingar í stað handbolta Handboltinn milli þýzka liðsins Hamburger Sports Verein og FH úr Hafnarfirði tók óvænta stefnu í gærkvöldi. Þar urðu blóðug átök, sem lauk mcð þvi að tveir Hafn- firðinganna lágu óvigir, — annar var sóttur í sjúkrabil og læknar á slysavarðstofu fengu það vérkefni að sauma piltinn saman, annar var mjög blóðugur i andliti eftir pústrá, og flestir héldu heim með marbletti eftir þýzka. — A myndinni cru sjúkraliðsmenn að ná i Gunnar Einarsson i gærkvöldi — Sjá iþróttaopnu. Móralskur meistari Ekki sigra þeir alltaf, sem fá flest atkvæðin. McGovern er talinn vera „móralskur sigurvegari” i prófkosning- unum i New Hampshire i gær. Edmund Muskie fékk „aðeins” 48% atkvæða, en hann hefur verið talinn sigurstranglegastur af demókrötum. Þetta fylgi i heimabyggð Muskies, en hann er þingmaður fyrir Maine, þykir ekki nóg , svo að hann geti vel við unað. McGovern fékk hins vegar miklu meira en menn áttu von á yfirleitt. — SJA BLS. 5. 35 ár með blaðabunkann „Visir, Vísir...” Þetta hróp hefur lengi heyrzt á götum Miðborgarinnar. Þekktastur allra blaðasala fyrr og siðar er Óli blaðasali. Hann hefur nú stundað biaðasöluna i 35 ár, og af þvi tilefni ræddum við við óla i gær. — Sjá bls. 2. O O Óska eftir lélegri nýtingu gistirúma Yfirleitt keppast gististaðir um að sýna sem hagstæðasta nýtingu gistirúma. Einn er sá gististaður þó, sem kærir sig ekki um slikt, en vill gjarnan að tölurnar séu sem lægstar. Það er gistiheimilið við Þingholtsstræti, en þar hafa útigangsmenn borgar- innar fengið inni. Mjög fækk- aði heimsóknum þar á síð- asta ári. — Sjá bls. 3. Rafveitustjórar vilja bíla framtíðarinnar í viðskipti Það var ekki seinna vænna en farið væri að ræða um bif- reiðar, sem ekki valda mengun hér á landi. Það eru rafveitustjórar, sem ræddu mál þetta meðal annarra á miðsvetrarfundi sinum i gær. Kannski eiga Shell, Esso og BP eftir að selja bil eigendum rafmagn i fram- tiðinni á bila sina, — eða .kannski selja rafveiturnar eldsneytið á bilinn. — Sjá nánar á bls. 2. HVAÐ VITUM VIÐ UM FINNA, - OG ÞEIR UM OKKUR? Finnar vita litið um is- lendinga. En vita islendingar meira um Finna? Forseta- heimsóknin hefur liklega eitt- hvað bætt úr þekkingarskort- inum. i grein um Finnland inni i blaðinu i dag, segir að gárungarnir telji Finnland samanstanda af skógi að 80 hundraðshlutum, — en 22% landsins séu vötn. — Sjá bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.