Vísir - 02.02.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 02.02.1973, Blaðsíða 2
2 Vísir. Föstudagur 2. febrúar 1973 Thmtsm: Hvernig finnst yöur fjölmiölar hafa staöiö sig I fréttaflutningi af náttúruhamförunum? Arnfinnur Friöriksson, olfubil- stjóri: Það hefur verið of mikiö gertúrhlutunum. Þaö getur kom- ið illa við Eyjabúa að sitja hér I Reykjavik og heyra einhverjar hrollvekjulýsingar á ástandinu, þegar allar þeirra eigur eru þarna úti. Sigrún Sigurgeirsdóttir, nemi: Dálitiðhefur verið um æsifregnir, og þær hafa vafalaust komið illa við suma. En ég er ekki viss um, að um beinar ýkjur hafi veriö að ræða. óli Lár, nemi: Ég er búinn að vera frá byrjun úti i Eyjum og er nýkominn heim og mér hefur fundizt útvarp og sjónvarp ýkja nokkuð, þó varð það skárra, þeg- ar á leiö. Úrsúla Guðmundsson, húsmóöir: Sumar fréttir hafa verið leiðinlegar, en ég held, að ekki hafi verið sagt meira en hægt var að standa við. Guðmundur ólafsson, startsmaö- ur viö áhaldahúsiö I Vestmanna- eyjum: Ég hef ekkert út á það að setja. Ég held að ekki hafi verið ýkt, annars sá ég þetta ekki með eigin augum. Guörún Halldórsdóttir, hús móöir: Það hafa ekki verið ýkjur i frásögnunum, ég fór út og það var hryllingur. Ég álit aö sumir hafi jafnvel dregið úr lýsingunum, annars er munurinn sá, aö sumir eru bjartsýnir og aðrir svartsýnir. 1400 hafa fengið peninga Spjallað við Guðmund Arason, sem úthlutar peningum til Eyjabúa, sem eru auraþurfi Það voru tuttugu manns i röð, sitjandi fyrir framan dyrnar. Á dyrunum stóð fjármál eða eitthvað þvi likt. Kona ein stendur fyrir dyrum úti og gætir þess, að aðeins einn og einn fari inn i einu, eins og hjá tannlækni. En eitthvað hljóta viðtökurnar inni i þessu herbergi að vera notalegrii og sársaukaminni en titt er um tannlækna, þvi að nú kemur gamall maður út um dyrn- ar og fólkið er forvitið aö heyra hvernig honum hafi farnazt. — „Þetta gekk vel”, segir sá gamli, „og meira en vel”. Við förum til konunnar, sem gætir dyranna og biðjum um leyfi til að koma innfyrir, taka eina mynd og spjalla við þá,seminni starfa. „Ég er hrædd um að eng- inn timi sé til þess, það er svo óttalega mikið að gera eins og þú sérð á röðinni hérna”, og hún bendir á þessar tuttugu manneskjur, sem biöa eftir aö fá úrlausn sinna mála. „En það ætti aö vera i lagi aö þið tækjuö eina mynd”. Blaöamaðurinn ýtti sér inn á hæla ljósmyndaranum, og meðan sá var að taka myndir kallaði hann yfir axlir á nokkrum manneskjum, „hvort annað hvort ykkar gæti rabbað svolitið” við sig núna eða seinna, eftir þvi sem bezt gegndi fyrir þau. Þessi þau voru Ingibjörg Johnsen úr Vest- mannaeyjum og Guðmundur Arason, starfsmaður Rauða krossins. Guðmundur svaraði, þegar loksins var hægt að ná athygli hans, að hann mundi koma og segja við okkur eitt orð eftir stundarkorn, ef við vildum vera svo vænir að koma okkur út hið snarasta. — Það var samþykkt. Við vorum þó allténd búnir að ná myndinni. Guðmundur kom út eftir nokkr ar minútur, og fyrsta spurningin riður yfir hann. — Hvernig farið þið að þvi að meta fjárþörf hvers og eins? — Við leggjum spurningar fyr- ir fólkið. Það, sem viö spyrjum að, er meðal annars um heimilis ástæður hér i Reykjavik, barna- LESENDUR Jk HAFA 41Pi ORÐIÐ 1100 ára afmœli Brynjólfur Björnsson hringdi: „Væri ekki rétt vegna hörm- unganna i Vestmannaeyjum að draga ögn úr fyrir huguðum há- tiðarnöldum vegna 1100 ára afmælis Islandsbyggðar? — Mér þykir liklegt, að ekki muni veita af að draga úr kostnaðinum og spara eftir slikt áfall.” Gistiheimilið var hjólhýsi Jón Halldórsson hringdi: „Heima hjá mér vorum við með þrjár fjölskyldur úr Vest- mannaeyjum. Við gripum til þess að fá okkur hjólhýsi, sem viö sett- um á bak við hús. Þar sofa fimm unglingar — hæstánægðir. Mér datt I hug að stinga þessu að ykkur, ef einhverjir búa i þrengslum — að með þessu móti má fá eitt herbergi i viðbót”. fjölda og ýmislegt annað, sem skiptir máli í hverju tilviki. Við tökum einnig tillit til atvinnu og atvinnumöguleika. Ef fólk hefur til dæmis verið i vinnu hjá opin- berum aðilum, þá fær það laun greidd áfram, og þarf þvi minni aðstoð eða enga. Það er ekki hægt að segja, að við vinnum starfið eftir einhverjum ákveðnum regl- un, heldur reynum viö að meta hvert einstakt tilfelli. Ég hef lfka grun um, að sú til- högun hafi gefizt vel, þvi að við höfum ekki fengið eina einustu kvörtun. — Hvað hafa margir fengið að- stoð hjá ykkur og hve mikla? — Ég held að núna (eftir hádegiðá miðvikudag) höfum við látið um 1400 aöilum einhverja peninga i té, og um hádegið i dag var búið að greiða út um 16,5 milljónir. Það mun láta nærri, að hver hafi að meðaltali fengiö 13000 krónur. Ég hef grun um, að viö séum komin langleiðina með að greiða öllum, sem á þurfa að halda, einu sinni. — Getur hver aðili fengið styrk aðeins einu sinni? O.A.M. skrifar. „I blaði yðar 31. fyrra mánaðar var spurt: Hvar var presturinn? — Má ég leitast viö að svara þessu, þótt ekki sé ég prestur né Vestmannaeyingur. Þaö er liðin tið, að prestar séu eina yfirvald á stórum land- svæðum. Auðvitað varð hann að hlýða skipunum tilkvaddra björg- unayfirvalda og fara með ööru fólki til lands. Nú hefur hann fengið starfsaðstöðu hér i borg og afnot af kirkju og leitast við að þjóna sinum söfnuði frá þessum stööum. Strax á fyrsta degi eftir upphaf gossins talaöi hann tii alþjóöar i tslenzkuvinur skrifar: „Orðið gáma hefur veriö tals- vert mikið til umræðu að undan- förnu. Já, gáma, þvi ég tel aö þannig eigi orðið að vera. Sögnin að gáma eitthvað i sig er það sama og háma i sig, t.d. mat. Gáma sem nafnorð mun alveg nýtt af nálinni og finnst mér, að það ætti aö vera gáma og beygj- ast eins og t.d. orðið áma eða náma, þ.e. veikri beygingu nafn- oröa. Orðið finnst mér ágætt, en orð vantaði einmitt tilfinnanlega um þennan flutningageymi, sem áður var kallaður „container”. Hvað segir oröabókin um þetta — Við ætlum allavega að byrja með að greiða öllum einu sinni, áður en sama fólkið fær greitt i annað sinn, hvað sem siðar verð- ur. — Er ekkert um að fólkið komi aftur og vilji fá meira? — Það hefur mér fundizt mjög litið um, sem betur fer. Yfirleitt er fólkið þakklátt fyrir það, sem þvi er veitt, og hefur ekki búizt við meiru. Þó hefur það komið fyrir aðeins einu sinni, að við greiddum sömu fjölskyldunni tvisvar. Það var áður en við feng- um spjaldskrá, en slikt kemur ekki aftur fyrir. Ingibjörg Johnsen, sem er með mér i þessu, hefur verið hálfgerð- ur rafeindaheili fyrir þessa starf- semi, þvi að hún þekkir flesta i Eyjum og man ótrúlega vel, hverjir hafa komið áður. Hún á það til að segja, þegar einhver kemur inn: „Heyrðu, væni minn, kom hún mamma þin ekki hérna um daginn,” eða „kom maðurinn þinn ekki hingað i gær?” Svo að þeir, sem viljandi eða óviljandi ætla að ná sér i skammt númer tvö, vitandi aö bara einu sinni er veitt, komast ekki upp með það. útvarpsmessu hér I borginni. Sóknarprestur Vestmannaeyinga gerir vafalaust skyldu sina eins og allir aðrir eru að leitast við að gera, en hans starf verður að vinna i kyrrþey, og hann getur ekki svarað svona blaðagrein. Þess vegna þessar linur minar. Hvað gerir kirkjan annars? — Reykjavíkurprestarnir fóru flestir i skólana, strax og fólkið kom þangað, og buðu fram hjálp sina, og enn eru þeir reiðubúnir hver i sinni sókn að leggja likn með raun. Framkvæmdastjórn hjálpar- stofnunar kirkjunnar mætti strax að morgni til fundar, og fram- nýyröi? Viltu ekki, Visir minn góður, slá á þráöinn til þeirra orðabókarmanna og spyrja um þeirra álit á þessu nýja og mikið notaða orði i móðurmáli okkar?” Það gerðum við og náðum tali af dr. Jakob Benediktssyni, sem var fljótur að leiörétta okkur og benda á gamalt og gott orö — GAMUR. Dr. Jakob kvaðst heyra flesta nota karlkynsmyndina af orðinu, enda hæfði hún ágætlega. Einhverjir munu kannast við að hafa heyrt setningu á borð við þessa: „Þetta hús er mesti gámur.” — Að mati dr. Jakobs er kvenkyniö röng mynd af orðinu. En eins og ég sagði áðan er litið um að fólk ætli að gera slikt. Flestir eru ánægðir með það, sem þeir fá. Þeir, sem kannski finna mest til peningaleysisins eða eiga erfiðast með að sætta sig við það, eru ung- lingar, sem alltaf hafa haft nóg af peningum milli handanna, en eru nú blankir. — Hvernig finnst þér hljóðið vera I fólkinu, Guðmundur? — Það er nú kannski ekki að marka þá mynd, sem ég fæ, en það fólk, sem ég tala við, er i mestum vandræðum og svo eru það i 70-80% tilfella konurnar, sem koma hingað. En mér virð- ist, að þó nokkur hluti þessa fólks vilji ekki fara aftur út i Eyjar, og margir eru býsna svartsýnir á framtiðina. En eins og ég segi þarf ekki að vera svo mikið að marka þá mynd, sem ég fæ. En nú er farið að biða eftir Guð- mundi, og fólkið spyr, hvort hann sé ekki að verða búinn að tala við þennan blaðasnáp. Okkur dugir ekki að tefja lengur, enda er Guð- mundur staðinn upp og búinn að kveðja. —LÓ kvæmdastjóri hennar og fyrir - rennari hans fóru strax i skólana og kynntu sér málin. Siðan hefur verið ötullega unnið að aðkallandi liknarstörfum og áætlunum um framtiðarverkefni. Að endingu: Þá talaði biskup i útvarpið á fyrsta degi, og mun mörgum verða það minnisstætt.” Engin lausn að setja Reykvíkinga ú götuna GH hringdi: Nú hefur okkar hæstvirta rikis- stjórn ákveðið að leysa húsnæðis- vandamál Vestmannaeyinga á kostnað húsnæðisvanda Reykvik- inga. Ég hef það eftir áreiðan- legum heimildum, að i alvöru hafi verið talað um að taka ibúðir i Breiöholti, sem byggðar voru fyrir borgarbúa, til afnota fyrir Vestmannaeyinga. Þetta leysir engan vanda, því þá eru það bara Reykvikingar i stað Eyja- búa, sem eru húsnæðislausir. Það er hörmulegt, að þessar náttúru- hamfarir skuli hafa skollið yfir, og allir vilja hjálpa, en þetta er röng aðferð. Það voru 90 ibúðir, sem auglýstar voru til sölu, en um þær sóttu 500 manns. Þetta fólk hefur annaðhvort ekkert húsnæði eða mjög slæmt. Þvi er það, að ef Vestmannaeyingar fá þetta húsnæði, þá eru það Reykvik- ingar, sem eru á götunni. Inni I litlu herbergi á annarri hæö I Hafnarbúöum er peningum úthlutað til Vestmannaeyinga, sem eru auralausir. Úthlutuninni stjórna þau Guðmundur Arason og Ingibjörg Johnsen, sem sjást til hægri á myndinni. Presturinn var ú vísum stað Gómur eða góma

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.