Vísir - 27.03.1973, Blaðsíða 16

Vísir - 27.03.1973, Blaðsíða 16
VÍSI Þriðjudagur 27. marz. 1973 Húsmœður y hafa ekki dregið saman seglin Svo virðist sem húsmæður á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki dregið eins störlega úr kaupum á landbúnaðarafuröum og við var aö búast. Þær verzlanir, sem Vlsir hafði tal af I morgun, gátu að minnsta kosti ekki greint neinn samdrátt enn sem komið væri. „En þær hafa mikiö talað um hækkunina, og þaö er ekki ósennilegt, að þær eigi eftir að minnka eitthvaö við sig kaupin á næstu dögum,” hélt ein afgreiöslustúlkan. ,,Ég sem formaður Hús- mæðrafélags Reykjavlkur,” sagöi Dagrún Kristjánsdóttir I stuttu spjalli viö VIsi, „vil, aö þaö komi skýrt fram, aö frá upphafi hef ég verið á móti þvi, aö aögeröir húsmæöra beindust einvöröungu aö landbúnaðaraf- uröum. Þaö hefur svo margt annað hækkað óþægilega. En sjálfsagt á röðin eftir aö koma slöar aö fleiri vörum.” Þá vildi Dagrún jafnframt, aö sá mikli misskilningur væri leiöréttur, aö húsmæður væru aö gera árás . á bændastétt- ina. „Okkur reykviskum hús- mæörum þótti miöur, hvernig þingmenn reyndu aö túlka að- geröir okkar á þann veg og etja okkur saman við bændakonurn- ar, sem sóttar höfðu verið austur fyrir fjall. Já, ég segi sóttar. Þaö þarf enginn að segja okkur, aö koma þeirra hafi komið þingmönnum aö óvörum. Þeirra beiðmeiraiaösegja kaffi- borö I þinghúsirtu. Það vitum við,” sagöi Dagrun. Hún lét þess aö lokum getiö að stjórn Húsmæörafélagsins stefndi að þvi aö halda fund með húsmæörum hið allra fyrsta. „Og þá gerum við okkur vonir um að fá jafnvel einhvern ráð- herranna til að svara spurning- um okkar,” sagöi formaðurinn. — ÞJM DESMOND BAGLEY HINGAÐ Skáldsagnahöfundurinn frægi Desmond Bagley kemur hingaö til lands I júnl næstkomandi. Hann veröur viö fimmta mann. *Meö honum veröa hér auk konu hans, Jeffery Iteeves, sem hefur réttinn til aö kvikmynda bókina „Út I óvissuna” og tveir menn aö auki. Markmiðið meö ferðinni er aö kanna aöstæöur hér fyrir væntan- lega kvikmyndatöku sögunnar. Hún er fyrirhuguð sumarið ’74. Bókin „Út i óvissuna” gerðist eins og kunnugt er á Islandi og á að taka hana i þvi umhverfi, sem sagt er frá i bókinni. Meðal annars við Kleifarvatn og i Asbyrgi. Ein bóka rithöfundarins hefur þegar verið kvikmynduð, er það „Gildran’. Var þvi verki lokið um siðustu jól. Aðalhlutverk i þeirri mynd léku þau Paul Newman og Dominiqe Sanda. Mun hún, þegar þar að kemur, verða sýnd i Austurbæjarbiói. —Ló Gas að aukast í vesturhluta bœjarins FÆKKA ííYJUM UM 150 MANNS Gas viröist nú vera aö aukast I vesturhluta Vestmannaeyja- kaupstaöar. Gas var reyndar lltið fyrrihluta gærdagsins, en I gærkvöidi var þaö fariö aö auk- ast aftur, þar sem veöur lygndi talsvert. Læknanemar, sem nú eru staddir I Eyjum viö gas- mælingar, fræddu Vlsismenn á þvi I gær, aö eftir þeim mæling- um sem gerðar hefðu veriö I vesturbænum, væri gasið sýni- leg að aukast þar. Akveöið hefur nú veriö að fækka mannskap i Eyjum um 150 manns, að þvi er lögreglan á staðnum sagði i viðtali við blað- ið. Þá munu verða um 250 manns i Eyjum, en eins og er eru þar talsvert fleiri. I gær var allt rafmagnslaust i bænum, og einnig var orðinn lit- ill kraftur á vatni i krönum. Menn tóku sig til og söfnuðu vatni i baðkör og fötur, þvi að um uppgjöf er ekki aö ræða strax. Fæstir hafa hug á þvi að yfirgefa Eyjarnar fyrr en i lengstu lög, og menn voru jafn- vel á þeim buxunum að láta allt fri lönd og leiö, af ótta við að fá ekki tækifæri til þess að koma aftur. Rafmagn var sett á Illugagötu siðla dags i gær, en notast var við rafstöð I gúanóinu, en hún er 240kw. Litlar varastöðvarerunú i gangi við Gagnfræðaskólann og einnig er von á 500 kw. raf- stöð til Eyja. Menn fluttu úr húsum i bæn- um sem ekki fengu rafmagn, og fjölmennast er nú á Illugagötu sem stendur vestast i bænum. Þó að vatnslaust veröi I Eyj- um, er þó til vatn sem hægt er af að taka, svo sem i brunnum við Hótel HB, Gagnfræöaskólann og á fleiri stöðum. Svartsýni eykst meðal manna, þó að enn sé rikjandi hrjúf kimni. — EA Þaö slöasta af einu húsanna llöur undir lok. Þaö er sjónvarps- loftnetiö, sem veröur eidi og eimyrju aö bráö, hrauniö vellur yfir þakiö. Víðtœk athugun ó landgrœðslu og landnýtingu niðurstöður ekki fyrr en í haust „Þaö veröur ekki fyrr en i haust eða byrjun næsta vetrar, sem viö fáum niðurstöður af viötækum athugunum, sem veriö er aö gera á ástandinu I landgræöslu og landnýtingu. Viö reynum aö meta, hversu stórt verkefniö sé, bæði að græöa landiö og tryggja beztu nýtingu á gróöri”. Þetta segir Eysteinn Jónsson alþingismaður, formaður land- nýtingarnefndar. „Nefndin starfar nú i undirnefndum. Viö höfum sent búnaðarsamböndum og gróöurverndarfélögum um allt land beiðni um álit um ástandið á þeim svæðum, sem þau taka til. Ennfremur höfum viö náin tengsl við Landgræðslu rikisins, Skóg- rækt rikisins, Stéttarsamband bænda, Rannsóknarstofnun land- búnaðarins og fleiri aðila. Ég lit á þetta sem tvær hliöar sama máls, annars vegar land- græðsluna og hins vegar félags- legu hliðina, það er að segja beit- arþolið og nýtingu á gróðri”. „Ég þori ekki að segja, hvort við séum enn að tapa i barátt- unni,” segir Eysteinn um eyðingu lands, uppblástur o.fl. „Vist er, að alltaf eru einhver svæði að ganga úr sér, og við stefnum að þvi að gera myndarlegt átak þjóðhátiðarárið”. —HH Hvert húsiö af ööru brennur I Eyjum, — og I sumum tilvikum horfa íbúar þeirra og eigendur hljóöir á, þegar húsin tortímast I eldi eöa hrauni. Og gasiö heldur stööugt áfram aö angra Ibúa þeirra húsa, sem enn standa.Minni myndin sýnireinn húseigenda fylgjast með húsi slnu veröa hrauninu aö bráö. (Ljósm. Guöm. Sigf.) W' skutla mér upp í rúm" „Ætla að vaka 100 tíma og svo.. „Allt, sem ég sé fyrir mér, er stór, mjúkur koddi I stóru, mjúku rúmi”, sagði Craig Johnson maraþonútvarps- þulurinn I Keflavikurútvarpinu þcgar við töluðum viö hann I morgun. Hann er sem sagt búinn að vaka um niutiu tima og heldur ennþá höfði ogvelþað. Röddin var lág i simanum, og hann sagði okkur, að það væri orðið svQlitið erfitt fyrir sig að tala við 'fólkið i útvarpið. Við höfum raunar kveikt á Keflavikurútvarpinu öðru hvoru til að heyra, hvernig hann hefði það. I gærkvöldi um kvöld- matinn var frekar lágt á honum risiö. Hann kynnti bara einstaka lag. Um miðnættið siðustu nótt var hann hins vegar orðinn hinn sprækasti, og i morgun kynnti hann lög af fullum krafti. „Ég ætla að vera það lengi, að ég nái 100 timum. Það verður klukkan 10 i kvöld, sem timinn rennur út, en ég verð kannski eitthvað lengur. Það verður þó örugglega i siðasta lagi milli tiu i kvöld og miðnættis, að ég hætti. — Þú hlakkar sem sé til að fara að sofa? — Já, ég ætla að ganga héðan út. Og þegar ég kem að rúminu minu, þá ætla ég að stökkva upp i það — og sofna á stundinni! —LÓ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.