Vísir - 14.04.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 14.04.1973, Blaðsíða 7
Visir. Laugardagur 14. april 1973. cTVIenningarmál Meistari Kjarval Undanfarið hafa þúsundir manna komið á sýningu Kjarvals i nýja myndlistarhúsinu. Hér á landi er sjaldgæft að myndlistarsýningar séu svo fjölsóttar. Nýja húsið á að líkindum mjög óverulegan þátt í þessari aðsókn, þótt við islendingar séum mjög áhugasamir um nýbygg- ingar. Kjarval hefur nefni- lega ekki þurft merkilegt húsnæði til að laða sýn- ingargesti að verkum sín- um. Á undanförnum árum hafa sýningar hans venju- lega slegið öll aðsóknar- met. En þannig hefur það ekki alltaf verið. Hér áður fyrr þótti það góð skemmtun að gera grin að Kjar- val, og þannig vill það oft verða þegar einhver vikur af hinni troðnu slóð fjöldans, einkum ef sá hinn sami er nægilega sterkur og djarfur til að megna að hundsa þær háðsglósur sem óhjákvæmi- lega fylgja honum. Ef einhver veltur út fyrir vegarbrúnina og fer i hundana, þá er það viti til varnaðar sem um leið nærir sjálf- umgleði þeirra sem feta sig áfram slóð vanans. En ef einhver hafnar leiðum og markmiðum fjöldans og lætur sig aðkastið og ákúrurnar engu skipta, en heldur ótrauður inn á sinar eigin brautir, þá vekur slikt ótta og reiði hjá al- menningi. Opinn hugur opin augu Það hefur aldrei þótt góð pólitik að fara inn á listabrautina: allt i lagi að dútla við að mála og skrifa i fristundum en athafnir listamannsins eru ekki taldar starf. Vinnan er guðs gjöf og hún göfgar manninn, og að velja sér listsköpun að ævistarfi er annað- hvort guösafneitun eða klikkun. Kjarval var þvi talinn klikkaður guðsafneitari af löndum sinum fram yfir miðjan aldur. Það eina sem bjargaði mannorði hans var að hann haföi einu sinni verið til sjós. Lifinu bjargaði hann sjálfur, stundum með aðstoð traustra vina. A séinni árum er alltaf talað um Meistara Kjarval og með miklum hátiðleika i röddinni. Þetta er mikil breyting: horfinn er þessi fáráðlingur að austan og i staðinn komið aldrað óskabarn þjóðar- innar. Ef til vill tekur það alltaf langan tima að vinna bug á tor- tryggni fólksins. Snillingar eiga helzt að vera dauðir. Nú er Kjar- val dauður, en áður en hann dó tókst honum það sem engum hafði áður tekizt. Hann vakti fvrsta visinn að áhuga almenn- ings hér á landi á myndlist og þar, eins og á öðrum sviðum, er byrj- unin erfiðust. Þetta held ég að megi þakka honum meira en öll- um öðrum samtimamönnum hans, að þeim ólöstuðum. Kjarval fékk fólk til að skoða myndlistarverk og að skoða þau með opnum huga. Hann kenndi jafnvel mörgum að lita i kringum sig og sjá það sem þeir horfðu á. Einlægni hans og heiðarleiki voru slik að hann komst inn úr skelinni á fólki. Um allt land og i öllum stéttum má finna fólk sem ekki aðeins dáir hann og virðir sem mesta listamann þjóðar- innar, heldur litur á hann sem einhvern sér nákominn, likt og gamlan, elskulegan frænda sem það stendur i þakkarskuld við og þykir vænt um. Að visu var hann alltaf skrýtni frændinn i þjóðarfjölskyldunni en i rauninni fyrirgafst honum allt (eða að minnsta kosti flest), vegna þess að fólk skynjaði hversu hjartahreinn og hræsnis- laus hann var. Ef við nú eftir á veltum fyrir okkur öllum þeim aragrúa sagna sem til eru um Kjarval, þá fer kannski að renna upp fyrir okkur, að i rauninni voru uppátæki hans hluti af list hans. Þau voru ekki sprottin af sýndarmennsku eöa loddaraskap, og ef hann hefði ekki verið svona snemma á ferðinni hefðu þau verið kölluð happeningar eða uppákomur og klappað lof i lófa. Listamannaskáli: myndlistarhús I skrá þeirri sem gefin var út vegna Kjarvalssýningarinnar i Myndlistarhúsinu segir m.a.: „Alllangt er siðan umræður hófust um byggingu listasafns á vegum Reykjavikurborgar”. Þetta hús var reist i tilefni áttræðisafmælis Kjarvals. Nú tæpum átta árum siðar er það vigt. Lengri timi er þó liðinn frá þvi að sú hugmynd kom fram að borgin þyrfti bráðnauðsynlega að byggja svona hús. Kjarval hafði t.d. bent á það löngu áður og reyndar margir fleiri. Það er við- tekin venja hér að láta bygg- ingarframkvæmdir og fjár- veitingar i þágu menningarmála sitja á hakanum, loks þegar allt er komið i óefni er gefin úr margorð yfirlýsing á einhverjum hátiðisdegi um væntanlegar stór- framkvæmdir. Siðan er sofið enn um hrið. eftir Elísabetu Gunnarsdsdóttur Dæmin um svona sofandahátt eru mýmörg t.d. gamli Lista- mannaskálinn. Hann var opnaöur 1943 og haföi þá verið lengi á döfinni, og þó að listamenn efndu til happdrættis til styrktar bygg- ingunni, var hann aldrei fram- tiðarhúsnæði. Að lokum var hann orðinn svo fúinn, að sýningar- gestir áttu á hættu að stiga niður úr gólfinu, og þá ofan á útigangs- menn bæjarins sem setzt höfðu að undir húsinu. Þegar svo var komið, var haldin happdrættis- sýning á verkum Kjarvals 1965, og borgarráð samþykkti bygg- ingu nýs myndlistarhúss. Ariö 1943 samþykkti alþingi að láta reisa „ibúðarhús og sýningarsal” handa Kjarval, en það hús var aldarfjórðung i smiðum. Kjarval bjó þar aldrei, enda virðist sem það hafi frekar verið byggt yfir mann sem lifir á þvi að halda kokteilboð en að skapa myndlist. Aldrei hefur verið gefið upp hvað þetta hús kostaði, en fróðir menn hafa sagt mér að fyrir það hefði mátt kaupa þó nokkrar snortar og rúmgóðar ibúðir fyrir listamenn til að lifa i og starfa. Arið 1970, á listahátið, var i húsi þessu haldin sýning á mannamyndum eftir Kjarval siðan frusu i þvi vatnslagnir og eyðilögðu eitthvað af parkett- gólfunum og nú er vist búið aö afhenda þaö listasafninu. Ekki er vitað til hvers safnið ætlar aö nota þetta veglega hús, e.t.v. fyrir geymslur, enda er, sú stofnun á hrakhólum með húsnæði. ómaginn á þjoðminjasafni Og svo minnzt sé á listasafniö, þar er enn eitt dæmið. Þvi var i upphafi sett merkileg reglugerö, sem aldrei hefur veriö framfylgt nema að mjög litlu leyti. Siðan var þvi holað niður hjá þjóö- minjasafninu eins og hverjum öðrum hreppsómaga. Þjóðminjasafnið hefur fulla þörf fyrir allt sitt hús og jafnvel meira til, ef það á að geta rækt ætlunarverk sitt. Þar á ofan hefur húsnæði þessara safna verið i mikilli niðurniðslu, það lekur, vatn hefur jafnvel komizt i geymslur. En nú er lika búið að samþykkja hátiðlega aö flytja Listasafn Islands i fyrrverandi is- og danshús, svo að það geti fariö að standa i stykkinu, þjóöminja- safnið að blómgast og ung- lingarnir séu ekki alltaf að þvæl- ast úti á kvöldin, en séu góöu börnin heima hjá sér. Það er lika timi til kominn, þvi nú eru liðin fjórtán ár siðan Kjar- val afsalaði sér þeirri fjárupp- hæð sem rikið ætlaði til Kjarvals- húss svo að hún mætti renna til byggingar rikislistasafns. Það væri nú munur ef menn á borð við Jóhannes Sveinsson Kjarval stæðu fyrir byggingarfram- kvæmdum rikis og bæjar. Kjarval fyrir austan Núna er fleira að gerast i Kjar- valsmálum en á Klambratúni. Þann 6. apríl var opnuð i Valaskjálf á Egilsstöðum sýning á málverkum, vatnslitamyndum og teikningum frá Austfjörðum eftir Kjarval. Sýning þessi er á vegum ýmissa héraðssamtaka fyrir austan og menntamálaráðs. Er fyrirhugað að hún fari viðar um Austurland. Ég hef að visu ekki séö þessa sýningu, en er þess fullviss að Kjarval stendur fyrir sinu eins og venjulega. Ég er ábyggilega ekki ein um það að vilja fá svona sýningu nær mér, svo að ég þurfi ekki að þeysa yfir fjöll og firnindi til að sjá hana. En þetta er nú einmitt það sem fólk utan höfuðborgarsvæöisins verðuraðgera, ef það vill komast á sýningar, tónleika eöa annað slikt. Það er þvi gleðilegt að nú viröist vera að komast einhver smáhreyfing á starfsemi „listar um landið”, þvi fram að þessu hefur hún mest megnis veriö oröin tóm. Myndlist og menning fyrir norðan Ég átti þess kost um daginn að vera viðstödd eina þeirra list- kynninga sem nýtur styrks frá menntamálaráði. Þetta var á Blönduósi og gekkst Samband austur-húnvetnskra kvenna fyrir kynningunni. Þessar konur byrjuðu reyndar á skipulagningu og framkvæmdum áöur en þær höfðu nokkurn fjárhagsgrundvöll fyrir starfseminni. Stórhugur þeirra og atorka stakk undarlega i stúf við allt það hjal um „mikið átak” og „merkan áfanga” sem vant er að hafa uppi viö svipuð tækifæri. Þetta var einhver ánægjulegasta og menningarleg- asta samkoma sem ég hef verið viðstödd. Þarna var m.a. sýning á um áttatiu verkum þrjátiu myndlistarmanna og arkitekta. Eyborg Guðmundsdóttir valdi verkin á sýninguna og var það mjög smekklega gert. Sýningin gaf nokkuð gott yfirlit yfir islenzka nútimamyndlist, þó þar vantaði næstum miðkynslóðina. Aftur á móti voru þarna verk mun yngri manna en venja er til aö fái inni á svona yfirlitssýningum og sýnir það næsta óvenjulega viö- sýni. Ennfremur sýnir það vel andann sem lá að baki þessari listkynningu, að einkunnarorð hennar voru eftir hinn forna, kin- verska speking Lao Tse, en hug- leiðingu um listir skrifaöi Guö- bergur Bergsson rithöfundur. Greinilegt var að þarna skemmtu menn sér konunglega og þarna voru engin menningar- leg hátiðlegheit. Fólk sem sjaldan hefur tækifæri til að hittast eöa fara á samkomur, spjallaði sam- an og naut þess sem fram var borið og var alls ekki feimiö við að segja sina skoðun á málunum. Þarna var lika urmull af börnum, sem oft vilja gleymast við slik tækifæri. Seinni dag listkynn- ingarinnar var öllum börnum i báðum Húnavatnssýslunum, yfir 600 að tölu, boðiö til Blönduóss þar sem flutt var fjölbreytt dag- skrá. Það væri kannski ráö að yfir- völd leituðu til þessara kvenna fyrir norðan næst þegar gera þarf stórátak i menningarmálum þjóðarinnar. Þær mundu svo sannarlega ekki glundra sliku verkefni niður. Og viða um land biða starfskraftar á borð viö þær eftir verkefnum, eins og bezt sést á þvi að sýning sú sem þær komu á fót er nú á yfirreið um landið. Kúbisminn i list Kjarvals: Bónorðið. 1920-30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.