Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 24

Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 24
visir Þriöjudagur 12. júnl 1973. Leitað að dag- setningu fyrir landhelgisfund með Þjóðverjum Ekki hefur tekizt ennþá aö finna heppilegan tima til nýrra landhelgisviöræöna milli tslands og Þýzkalands. Samkomulag hef- ur oröiö um, aö halda viöræöum áfram á milli þjóöanna, en erfiö- lega hefur gengiö aö finna dag- setningu fyrir nýjan fund, sem þénug er fyrir báöa aöila. Fyrir nýjum fundi munu ekki liggja neinar nýjar tillögur til lausnar deilunni. Island hefur boöiö Þjóðverjum upp á fremur frjálsar veiöar utan 30 milna markanna. Þó er gert ráö fyrir lokuöum svæöum milli 30 og 50 milnanna og einhverjum tak- mörkunum á stærö fiskiskipa. —VJ HUN SA UKA FYRIR ÞETTA SÍDBÚNA VOR Rétt einu sinni enn verðum við að viðurkenna spádómshæfileika völvunnar, sem lýsti helztu atburðum ársins í fyrsta tölublaði Vikunnar á þessu ári. Hún sagði þar i upphafi greinar: „Veðurfar verður aII- sæmilegt árið 1973. Ég sé engan hafís, en veturinn verður umhleypingasam- ur, og margir verða orðnir langeygir eftir vorinu, einkum um norðanvert landið." Þetta eru vfst ábyggilega orö aö sönnu. Þaö er aö veröa komið fram i miöjan júnf, en ennþá glamra tennur manna — og þá einmitt mest tennur þeirra fyrir noröan, þar sem snjóaöi jafnvel hér og þar I nótt og hiti var ná, lægt frostmarki. Sömuleiöis brá þeim I brún, sem voru i sunnudagsakstri meö fjölskylduna austur fyrir fjall um siöustu helgi og þurftu aö fara yfir alhvita Hellisheiö- ina. Hver heföi trúaö völvunni, ef hún heföi tekiö svo sterkt til oröa i spá sinni? En viö getum alltaf glatt okk- ur viö tilhugsunina um þaö góöa vor, sem völvan spáir eftir ailt saman, en orörétt segir hún: „Þetta siöbúna vor verður gott. Sumariö veröur mjög sæmilegt sunnan fjalla og gott fyrir norö- an, bezt fyrir noröaustanvert landiö.” Spá sinni um veöurfariö þetta áriö lýkur völvan meö þeim orö- um, aö haustiö veröi gott um allt land. —ÞJM Fyrsti hópur Eyjabarna farinn til Noregs Fyrsti hópur barna og unglinga frá Vestmannaeyjum fór til Bodö rétt sunnan viö Lofoten 1. Noregi I gær i boöi norska Rauöa krossins, norsk-Islenzksi sam- bands og lslendingafélagsins I Osló. 1 hópnum voru einnig nokkrir aldraöir aö fara I Orlof i Noregi, og voru þeir einnig boön- ir. Alls var þetta 90 manna hópur. Næsti hópur 35 börn halda til Noregs I dag og fljúga meö Flug- félagsþotu til Osló, og á morgun fer svo þriöji hópurinn meö Loft- leiöaþotu einnig til Osló. Alls fara 16 hópar barna og unglinga frá Vestmannaeyjum til Noregs i boöi þeirra félagssam- taka, sem áöur eru nefnd, og ann- ast þau skipulagningu og móttöku alla i Noregi og greiöa kostnaöinn viö þessar orlofsferöir. Bæöi Islenzku flugfélögin hafa veitt riflegan afslátt og létt þar meö undir, aö af þessu gæti oröiö og islenzki Rauöi krossinn hefur haft alla fyrirgreiöslu hér á landi. —EVI— Það er tilhlökkun i svipnum á Vestmannaeyjakrökkunum, en þetta er fyrsti hópurinn, sem fer til Noregs. „ÉG OG FRÚIN ORÐIN SAMHENT!" segir tímar Ragnarsson sigurvegari í flugkeppninni á laugardag „Ætli ég og „Frúin” séum ekki oröin samhent”, sagöi Ómar Ragnarsson fréttamaöur, sem sennilega fiestum er kunnur, þeg- ar viö röbbuöum viö hann i morgun, I tilefni þess aö Ómar varö sigurvegari i flugkeppni þeirrisem fram fór á laugardag á vegum Vélflugfélags tslands. Ómar á sjálfur flugvél, Cessnu, en vélin ber einkennisstafina TF- FRU. Þeir sem til þekkja kalla hana þó öllu oftar aöeins „Frúna”. „Annars er fátt um þetta að segja. Þaö er alltaf heppni sem fylgir meö i þessu”, sagði ómar ennfremur. „Þannig aö menn geta vel viö unaö þó aö þeir nái kannski ekki fyrsta sætinu. En þetta er skemmtilegur leikur og gott sport.” Fjórtán manns hugðust upphaf- lega þreyta þrekraunir þær sem fyrir flugkappana eru lagöar, en ekki tóku nema 12 þátt i keppninni sjálfri, þegar til kom. Keppnin hófst með þvi, aö snemma á laugardagsmorgun var lagt upp i yfirlandsflug svo- kallað. Þeir, sem þátt taka i keppninni, hafa þá áður gert áætlun um flugiö. Flogiö er eftir merkjum, sem fyrir hefur verið komiö á ýmsum stöðum innan vallarsvæðis og rétt utan viö þaö. Er þá um að gera aö vera á rétt- um tima á hverjum staö fyrir sig. Siöar um daginn var siðan keppt f marklendingum. Þó aö yfirlandsflugið sé talinn stærri þáttur i keppninni, gætu þeir, sem litið og ekkert þekkja til, taliö marklendingarnar öllu meiri. Þar reynir liklegast talsvert á hæfni keppandans. Lina var dregin yfir flugbraut- ina, og var keppendum sett aö lenda á þeirri linu, aö minnsta kosti sem næst henni. Gekk þar á ýmsu og komu sumir niöur all- langt frá settu marki. I gærkvöldi var svo verölauna- afhending, og var það Sverrir Þóroddsson, hinn kunni kapp- akstursmaöur, sem veitti vegleg- an bikar. —EA Sjúki sjóliðinn af brezku freigótunni Jagúar SELFLUTTUR f LAND Sjóliöi á freigátunni Jagúar, einu af skipunum sem stendur i sjóhernaöi Breta innan 50 milna landhelginnar, var lagöur inn á sjúkrahúsiö á Akureyri i gær- morgun. Þaö var eftirlitsskipiö Miranda, sem kom inn meö skip- verjann, 16 ára ungling, sem haföi botnlangabólgu. Miranda lagðist ekki að bryggju á Akureyri, heldur skip- aði sjúklingnum yfir i hafnarbát- inn á Akureyri, 6 tonna dekkbát, á Krossanesvikinni. Skipstjóri á Miranda hefur sennilega viljað komast hjá skrilslátum eins og þeim, þegar „menntskælingar og utanbæjarskrill” (eins og Akur- eyringar orða það) köstuðu eggj- um ásamt meö einhverju rusli að brezku eftirlitsskipi i vor, þegar það lagðist að bryggju þar nyrðra. Þetta er i annað skiptið, sem Bretar koma með sjúkling til Akureyrar, án þess að leggjast þar að bryggju. Fátitt mun vera, jafnvel einsdæmi, að ekki hefur verið lagzt að bryggju, þegar þurft hefur að flytja sjúkling i land þar. —VJ Fischer vill koma til að njóta bjartra sumarnótta „Þaö kemur mér mjög á óvart, að heyra, aö Fischer hafi ýtt skák- iistinni til hiiöar. Ég trúi ekki ööru en þaö sé aðeins til skamms tima, þvi aö þaö var einmitt þaö siðasta, sem hann sagöi þegar viö skildum siöast, aö hann skyldi ekki fara aö dæmi fyrri heims- meistaranna og slá slöku viö skák, eftir aö sigur væri unninn. Hann kvaðst þvert á móti ætla aö ieggja harðar aö sér en nokkru sinni.” Þannig komst Sæmundur Pálsson, lögregluþjónn og góðvinur heimsmeistarans, að orði, þegar Visir leitaði álits hans á fréttun- um, sem borizt hafa siðustu daga. „Ég hef raunar ekkert heyrt frá Fischer um nokkuð langan tima, en það var hann sem átti siðasta orðið. Það var i bréfi, sem hann sendi mér fyrir all nokkru siðan, en þar var hann að biðja um ýmsar upplýsingar, sem gætu auðveldað honum áætlanagerð um Islands- heimsókn,” sagöi Sæmundur. Hann segist vera nýbúinn að senda af stað svarbréf til Fischers, en i þvi bréfi séu m.a. upplýsingar um það hvenær væru bjartastar nætur sumars hér. „Mér kæmi ekki á óvart þó að Fischer boðaði svo komu sina hingað með eins til tveggja daga fyrirvara. Fischer er þannig gerður,” sagði Sæmundur. Kvaðst hann búast frekar við þvi, að Fischer léti sjá sighérá þessu sumri frekar en á þvi næsta. „Ég lét fylgja með i bréfinu til hans upplýsingar um ýmislegt, sem honum stendur hér til boða, ef hann kemur. Þar á meðal er til- boð frá Skáksambandi Islands og annaö frá Stangveiðifélaginu, en bæði félögin eru boðin og búin til aö gera Fischer glaðan dag, ef hann vill þiggja boðið,” sagði vinur heimsmeistarans að lokum. -ÞJM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.