Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 7
Vísir Laugardagur 28. júli 1973. 7 MIMIM I SÍÐAIM Umsjón: Erna V. IngóIfsdóttir Er ekki sama hver er núorö- ið? Allir eru meira og minna að hugsa um linurnar. Ekki sizt þegar við ætlum nú að taka okk- ur vel út í baöfötum i sundlaug- unum. Ekki laust við að sumir liti öfundaraugum á þá, sem hafa alveg nákvæmlega réttu málin, sem auðvitað cru gefin upp af sérfræðingum. Það er bara þetta, að það er svo skolli erfitt að standast freistingarnar og halda sig frá, ja, það má vizt segja sem svo, öllu sem er reglulega gott. En þá komum við einmitt að skyrinu. Auðvitað ekki skyri með sykri og rjóma, það mega bara hinir grönnu borða, heldur skyri sem framleitt er á annan hátt', helfur en við eigum að venjast. Það væri samt ekki úr vegi að rifja aðeins upp sögu skyrsins sem er ævaforn á Islandi. Skyrið hefur sjálfsagt borizt hingað með landnámsmönnum. Það var dagleg fæða i gamla daga og var skyrgerð verk hús- mæðranna, sem höfðu lært það áf mæðrum sinum og ömmum. Skyr var og er búið til úr unda- rennu og þannig var farið að: Fyrst var undarennan hituð upp undir suðu, en við það geril- sneyddist hún að vissu marki. Siðan var hún kæld niður i 37 gráður. Konurnar höfðu ekki neinn hitamæli i þá daga og varð þá að notast við litla fingur eða olnbogann. Var það oft, talið ráöa gæðum skyrsins, hve hús- mæður voru næmar á hitann. Næst var blandað hleypi i mjólkina og þétti. Hleypirinn var unninn úr þurrum kálfs- mögum eða lyfjagrasi, en þett- irinn var gamalt skyr, geymt frá siðustu gerð. Þar næst var mjólkin látin kólna, sem hæg- ast, svo að hleypirinn og gerla- gróðurinn hefði tima til að verka á undarennuna og fá hana til að hlaupa. Voru þá breiddar þykkar ábreiður yfir ilátið til að halda hitanum að. Siðan var hlaupiö siað mismunandi lengi eftir þvi, hversu mikið eða litið skyrið átti að vera. Stundum var skyrið ekkert siað heldur sett strax i ámur og geymdist þetta súra þunna skyr mánuð- um saman óskemmt. Skyrið var misjafnlega bragðgott og réði þar mestu um þéttirinn og gerlagróðurinn, sem smám saman þróaðist hjá hverri skyr- gerðarkonu, svo og nákvæmni og hreinlæti. Skyr er hollt. Hollusta skyrs er tvimæla- laus. Skyrinu á islenzka þjóðin ekki hvað sizt tilveru sina að þakka. Skyrið er auðugt af eggjahvituefnum og inniheldur nokkuð af ABC og D vitaminum auk steinefna, mismikið þó, eins og sézt á meðfylgjandi töflu. Það sem ekki sézt á töflunni, en er þó ákaflega mikilvægt atriði, eru áhrif skyrsins á meltingar- starfsemina. Skyrneyzla stuðlar mjög að þvi að viðhalda nauð- synlegum gerlagróðri i smá- Skyr er hollt og skyr er góð megrunarfœða sinnep 1 tsk paprikuduft/örlitil, kryddsósa (t.d. HP sósa). Epli og sildarflökin skerast i smábita. Siðan er öllu blandað vel saman. Borðist með brauði. Kartöflusalat. 200 g skyr/3 msk. oliusósa (majones)/ 1/2 tsk. sitrónusafi eöa edik/1 msk. sykur/ 1/2 tsk. salt/ 1/4 dl vatn/rauð eða gul paprika/sólselja (dill)/soðnar kartöflur, ca 1/2 kg. Hrærið oliusósuna saman við skyrið, blandið sitrónusafa, sykri salti og karrýi saman við og þynnið með vatni. Blandið þessu saman við kaldar kart- öflurnar, sem skornar eru i sneiðar, nýja papriku, skorna i hringi og smátt klippta sólselju. Berið salatið fram með fisk- eða kjötréttum. Skyr-ídýfa. Skyr-idýfa er handhægur og bragðgóður gestaréttur. Dýfuna má útbúa með nokkrum fyrir- vara og geyma á köldum stað, þar til hún er borin fram. Berið fram nokkrar skálar með mis- munandi idýfum, og bjóðið gest- unum eitthvað af eftirfarandi til að dýfa i þær. Saltkex, ýmis konar litlar kexkökur, franskar kartöflur, kartöfluflögur eða stengur, ristaða brauðteninga, agúrkulengjur, hreðkur, gulrót- arlengjur, blómkálsgreinar, grænar paprikulengjur. Og svo koma hér nokkrar skyr-idýfur. þörmum og tryggja þar með eðlilega meltingarstarfsemi. Þegar þess er gætt, að melting- arsjúkdómar eru álitnir vera með útbreiddustu sjúkdómum i menningarlöndum, er bersýni- legt, hve skyrneyzla er mikil- vægt atriði í heilsugæzlu okkar. Ennfremur má geta þess, að þar sem skyr er gert úr unda- rennu, er það fitusnautt en jafn- framt svo auðugt af auðmeltum og hollum eggjahvituefnum og steinefnum, að hollari megrun- arfæða er vandfundin. Efnisinnihald skyrs pr. 100 gr.: Eggjahvita 15. 0 g Mjólkursykur 2. 5 — Mjólkurfita 0. 4 — Kalcium 85. 0 mg Eggjahvita 15.0 g Mjólkursykur 2.0 — Mjólkurfita 0.4 — Kaicium 85.0 mg Fosfór 180.0 — Járn 0.3 — Vitamin A alþjóða ein 13.0 Vitamin D alþjóða ein 0.3 Tiamin 0.03 mg Vitamin B 0.35 — Niacin 0.1 — Vitamin C 1.0 — Hitaeiningar 74 Hér koma svo nokkrir réttir með skyri. Skyrsósa á hrátt grænmetis- salat. Þynnið skyr með vatni, þann- ig að það sé fljótandi og kryddið með einhverju af þessu: karrýi, salti, papriku, tómatsósu, rifn- um lauk, smátt saxaðri stein- selju, blaðlauk eða graslauk. Hellið salatsósunni yfir grænt blaðsalat eða annað hrátt græn- metissalat. Skyrsalat. 200 g skyr/50 g smjör/ 1/8 tsk. paprika/1 msk rifinn lauk- ur/salt. Hrærið skyrið saman við lint smjör og kryddið meö papriku, rifnum lauk og salati. Berið sal- atið fram sem álegg á brauð og kex. Salatið má krydda á ýmsan annan hátt en að framan segir, svo sem með karrýi, kúmeni, salti, pipar, seljurót, ýmsum lauktegundum, rauðri, grænni eða gulri nýrri papriku, tómat- krafti og sinnepi. Einnig má blanda smátt skornum tómötum, agúrkum, hreðkum, sperglum eða rækjum i skyrsalötin. Fiskur i skyri. Nota má hvað fisk sem er. T.d. má nota lax, silung, heilag- fiski eða ýsu. Skyrið er þynnt út með vatni og blanda u.þ.b. til helminga með majonesi, og kryddað eftir smekk t.d. með pipar, lauksalti, hvitlaukssalti eða papriku, og sykur aðeins settur út i. Fiskur- inn soðinn, hreinsaður og skor- inn i litla bita. Harðsoðin egg söxuð smátt og appelsinur eða niðursoðinn ananas saxaður smátt og þessu öllu blandað saman. Einnig er ágætt að setja Nokkrar skyr-idýfur og tilheyrandi. Húsmæður að búa til skyr i gamla daga. alls konar saxað grænmeti út i. Þetta er fyrirtaks réttur til að nýta fiskafganga með. Sinneps sild 2 sildarflök/1 epli/u.þ.b. 1 dl. majones/u.þ.b. 1 dl skyr (hrært með vatni og sykri)/2—3 msk. llræriö saman: 200 g skyr/ 1/2 dl rjóma (þeyttan eða óþeyttan, idýfan verður léttari með þvi að þeyta rjómann sérstaklega)/l og 1/2 msk. kryddsild smátt skorna/1 msk rifin lauk/ 1/2 msk. kapers. eða 200 g skyr/ 1/2 dl rjóma/1 tsk. rifna piparrót eða framan af hnifsoddi þurrkaða piparrót/3 tsk. kaviar. eða 200 g skyr/ 1/2 dl rjóma/3 msk. rifinn, sterkan osk/1 msk. smátt saxað blaö eða graslauk/ 1/2 tsk. sinnep. eða Þurrkuð lauksúpa (úr pakka) er hrærð saman við vel hrært ó- sykrað skyr. 1-dýfuna má krydda með örlitlu af hvitlauks- salti og papriku. — EVI.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.