TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

VÝsir

and  
M T W T F S S
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
VÝsir

						LIFIÐ I „DRAUGA-
BORGINNI" REYKJAVÍK
63. árg. Þriðjudagur 7. ágúst 1973 — 178. tbl.
Sjá grein Bjðrns Bjarman á bls. 3
Þjóðareining
um 200 mílurl
Þjóðareining um 200 milna
fiskveiðilögsögu á nú að taka
við af þjóðareiningunni um 50
milna lögsöguna, vegna þess
að ástandið i heiminum hefur
breytzt á þann veg, að mjög
góðar horfur eru á, að 200
milna fiskveiðilögsaga verði
bráðlega að alþjóðalögum.
Rökrétt afleiðing af
breytingunum, sem hafa orðið
á alþjóðavettvangi er, að við
eigum að beina kröftum okkar
sem mest að framgangi 200
milna. Við eigum nú þegar að
lýsa þvl yfir, að við tökuin
okkur 200 mflur um leið og
hafréttarráðstefnan tekur
ákvörðun um slika fiskveiði-
lögsögu.
Svo segir i leiðara blaðsins I
dag. Sjá bls. 6
***
Góð steypa
úr mold?
„Ætlar Sverrir að „búa til
góða steypu úr mýrutn og
mold" ? Stuðningsmaður
Sverris Runólfssonar fjallar
um þessa spurningu í lesenda-
bréfi.
Sjá bls.2
***
„Gamla
Hollywood"
á götum
Reykjavíkur?
Fólk fer sennilega bráðum
að spranga um götur og torg
hér á landi og annars staðar I
klæðnaði, sem viðhöfum varla
séð nema I gömlum Holly-
wood-kvikmyndum.
Ekki er langt siðan hlegið
var að slikum klæðnaði.
„Gömlu dagarnir" hafa völdin
i hugmyndum tizkufrömuð-
anna.
Sjá Inn-siðu bls. 7
***
Regn, regn,
regn
• • • •
Þannig voru vlst títimótin
víða, þessi er táknræn mynd
af Húsafellshátíöinni. Sjá
fréttir af útimótunum á bls. 4.
og baksíðu.
Ungt fólk í
hrakningum
í Skeiðará:
„HiLT ÞiTTA VÆRI
SÍÐASTA ÁIN"
— sagði ökumaðurinn, œtlaði að Skaftafelli ásamt vinstúlku
„Við vorum að skoða okkur um
við Skeiðará og Iangaði að fara
upp að Skaftafelli. 6g hélt að
þetta væri slðasta áin, sem
þyrfti að fara yfir til aft komast
þangað", sagði Leifur Ebeneser-
son,  sem   lenti I hrakningum  á
jeppa I Skeiðará á suhnudaginn.
„Ég hafði verið á ferðalagi
ásamt vinkonu minni slðan á
föstudag. Þegar ég kom að
Skeiðará, fór ég út úr bilnum og
Sveinbjörn Beinteinsson, allsherjargoði Asatrúarmanna drekk-
ur skái Þórs á blótinu i Draghálsi undir llkneski af Þör, sem
reist var I tilefni atburöarins. (Ljósm. ÞS.)
REIDDUST GOÐIN?
Hverju reiddust goðin? Eða
voru þau bara að styrkja sina
menn? Ailavega hætti ekki að
rigna á Draghálsi, þótt ákaft
væri heitið á guðina. En blót
Asatrúarmanna    fór    annars
fram með tiiþrifum og atorku.
Sjábls.2
athugaði vaðið, en fór' þó ekki
nógu langt, þvi að þegar ég var
kominn á jeppanum út I miðja á
snardýpkaði allt I einu og bíllinn
fór á hliöina.
Við komumst út um gluggann,
og gekk það vel. Létum við fyrir-
berast þarna á hlið jeppans.
Þarna var fólk á bilum, sem gaf
merki upp að Skaftafelli um, hvað
hefði gerzt. Þá komst ég að þvl,
að þetta var vestasta kvislin i
Skeiðará og fólk frá Skaftafelii
komst ekki að okkur. Hins vegar
lét það vegavinnuflokk vita, sem
var vestan megin við ána, og
komu þeir til hjálpar.
Þeir hentu reipi yfir til min i
bflinn, og batt ég það fast, en bill-
inn var alltaf á hreyfingu i ánni.
Stúlkan fikraði sig svo eftir reip-
inu, en sökk á bólakaf, en þá kom
einn úr vegavinnuflokknum og
, náði henni upp úr.
Nú ætluðu þeir að ná i sverara
reipi i vegavinnuskúrana, en þá
tók jeppinn að hreyfast all-
Iskyggilega niður eftir ánni og
færðist jafnframt austar. Ég beið
því ekki eftir öðru reipi, en tók að
fikra mig áleiðis I land. Fór ég
strax á bólakaf, og var mér sagt
eftir á að ég hefði horfið I 2-3
mínútur. Ég gerði mér ekki grein
fyrir hvernig ég komst i land, en
einhver náði i mig út i beljandi
fljótinu.
Farið var með okkur bæði upp i
vegavinnuskúrana, þar sem við
fengum þurrt til að fara I og var
stúlkan miklu hressari en ég. Ég
fékk krampa og hélt, að mér
myndi aldrei hlýna, svo Iskalt var
mér. Þeir komu með sængur,
teppi og hitapoka handa mér
þarna I skúrunum.
Viö vorum svo flutt suður I
sjúkrabil og á slysavarðstofuna.
Stúlkan fékk að fara heim, en ég
var sendur hingað upp á Land-
spitala og er mér sagt, að ég
þurfi að vera hérna I nokkra daga
til athugunar. Ég var með hita
fyrst, en er nú orðinn hitalaus og
Hður bara alveg ágætlega eftir
allt saman. Jeppanum eru þeir
búnir að ná upp, en ég veit ekki,
hvort hann er skemmdur eöa
hvaö. Hvaö er það líka, fyrst
svona giftusamlega tókst til með
björgunina", sagði Leifur að lok-
um.
— EVl.
Leifur var á skjótum batavegi á
Landspltalanum I gær. (Ljósm.
Vísis BG)
Mikið eignatjón
um helgina
— en vel sloppið frá slysunum
„Við getum ekki horft fram hjá
þeirri staðreynd, að mjög mikið
eignatjón hefur orðið um þessa
helgi. Slys hafa alls ekki verið
mörg, en skemmdir á bilum
valda miklum útgjöidum", sagði
Pétur Sveinbjarnarson, fram-
kvæmdastjóri Umferðarráðs I
viðtali við Visi I gær.
„En ég held við getum verið
ánægðir með, hve vel við höfum
sloppiö frá slysum. Nú er búiö að
tilkynna okkur um 9 slys. Þar af
er aðeins eitt þeirra alvarlegt.
Alls konar óhöpp hafa aftur á
móti verið mjög mörg. Menn hafa
ekið út af, velt bllum, ekið ,á
brúarhandrið o.s.frv. En við
megum vera ánægðir með, að i
alls átta ár hefur aldrei orðið
dauðaslys I umferðinni um
Verzlunarmannahelgina.''
„Var umferðin núna eitthvað
ööruvlsi en I fyrra um þessa
helgi"?
„Já, hún var miklu dreifðari,
þ.e.a.s. menn óku mun jafnara
um landið. Einnig fóru menn á
dreifðari timum úr bænum.
„Hvernig stóðu vegirnir sig"?
„Vegakerfið var illa búið undir
þessa miklu umferð. Þurrkar
hafa verið viðast hvar undanfarn-
ar vikur og vegir þvl óheflaðir.
Þetta gerði það að verkum, að
vegirnir voru alls ekki I ákjósan-
legu ástandi. Svo rigndi núna um
helgina, en það þoldu ekki allir
vegir. Þeir hafa spillzt mjög viða.
Lögreglan í Reykjavlk hafði
búizt við tiltölulega rólegri helgi i
bænum I þetta sinn. En svo fór að
þessi helgi varð ekkert betri en
venjuleg helgi. Fylliraftar og
vandræðamenn stóðu sig vel f.að
sjá lögreglunni fyrir nægum
verkefnum. Mikið var um ólvun,
og voru fangageymslur ekkert
tomari en venjulega. Mörg smærri
umferðaróhbpp gerðu einnig sitt
til að halda lögreglunni við efnið.
—OH
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
8-9
8-9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16