Vísir - 07.08.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 07.08.1973, Blaðsíða 2
Visir. Þriöjudagur 7. ágúst 1973. 2' Tisntm Haidiö þér aö Ásatrúarmönnum sé alvara? Snorri Þórisson, tæknimaöur hjá Sjónvarpinu: — Ég held þaö varla, og ég veit raunar ekki hver tilgangurinn er með þessu. Mér finnst þetta hálf kjánalegt hjá þeim. Sigriður Pálsdóttir, eiginkona: — Ég hef nú litið kynnt mér það og vil þvi helzt enga skoðun mynda mér á þvi atriöi. En mér lizt samt ekkert á þetta uppátæki. Bergþóra Skúiadóttir, húsmóöir: — Ég býst ekki viö þvi. Ég held þetta sér fyrst og fremst gert til að vekja upp gamla siði. En mér lizt ekkert verr á þetta en alls- konar innflutta trúarsiði. Þetta er allt saman allt i lagi meöan Asatrúarmenn koma ekki að banka upp á hjá manni. Guörún Gunnarsdó11 i r afgreiðslumær: — Ég held þeir hljóti að trúa þvi sem þeir eru að gera. Mér finnst þetta alls ekkert vitlaust hjá þeim, þvi menn mega trúa þvi sem þeir vilja. Fyrsta útiblót í Asatrú hinni nýrri: BLÓTUÐU ÞÓR í ÚRHELLISRIGNINGU ,,Það er ánægjulegt að fá eitthvað af kvenfólki með i blótið, þannig á þetta að vera”. Með þessum orðum var tekið á móti blaðamanni i hlaðinu á Draghálsi i grenjandi rigningu og slagviðri, skömmu áður en fyrsta útiblót Ása- trúarmanna skyldi hefj- ast á sunnudag. Ekki voru menn eins hressir, þegar upplýstist, að þar var blaðamaður á ferð, en ekki Ásatrúuð kona, en Sveinbjörn bóndi og allsherjargoði bauð þó til stofu og átti meira að segja á könnunni. ,,Ja, það viðrar illa fyrir okkur, Fjórir goöar á hlaöinu hjá Sveinbirni Beinteinssyni. Jörgen Ingi, Örn \ og' viö' verðum að stytta athöfn' F. Clausen, Jóhannes Agústsson og Sveinbjörn alísherjargoöi. Þeir eru ina. Liklega þýðir litið að eta roll- allir i stjórn Asatrúarsafnaöarins, og tveir þeir siöastnefndu bera stutt- una úti, það veröur ekkert steikt i ar skikkjur, sem likjast klæðum fornmanna. Innlendir og crlendir fréttamenn geystust aö Sveinbirni, þegar hann haföi lýst staöinn og styttuna friöhelg og spuröu hann spjörunum úr. þessu veðri. En mjöðinn drekkum viö i rigningunni,” sagði Svein- björn og hellti i bollann. Þarna inni hjá Sveinbirni var hópur fólks, aðallega ungt fólk, og sátu margir aö spilum. 1 einu horninu mátti sjá nokkra risastóra plast- brúsa, sem geymdu hinn góða mjöð, sem drukkinn skyldi Þór til heiðurs. Höfðu vist einhverjir fengið sér forskot á sæluna. Að minnsta kosti var eitthvað farið að minnka i fremstu brúsunum. ,,Hvað er nú i þessu?” spyrjum við i forvitni, sem komum til þess að skoða. Og það er Jörgen Ingi Hansen, sem svarar: „Þetta er hvitvin og — citthvað”, við segjum ekki meira”. Fréttamennirnir virðast ætla að verða hér jafn margir og Asa- trúarmennirnir, og nú gengur Páll Heiðar rennvotur i bæinn og spyr, hvort þetta eigi ekki að fara að byrja. „Ert þú Asatrúarmaður hér eöa útvarpsmaður eða hvoru- tveggja”? spyr ég Pál. „Ja, ég ætlaði nú einu sinni að verða valdamikill Asatrúar- - Hétu ú Frey, veðurguðinn, en engin múttarvöld drógu úr rigningu, svo kjötið varð að snœða innandyra, en mjöðurinn var drukkinn regn- blandaður - maður og hafði eiginlega fengið allt Reykjanesumdæmið sem goðorð, en þá settu þeir einhverja byrokratiu fyrir sig og ég missti af öllu saman,” segir Páll. „Svo ég er eiginlega bara út- varpsmaður hér, þótt ekki sé að vita, hvað kann að gerast.” „Þú getur fengið Flatey sem goöorð”, segir Sveinbjörn og glottir i skeggið. Nú fara menn að tygja sig og Sveinbjörn hefur á orði, að vit- legra hefði verið að blóta Frey, svo að veðrið skánaði. Freyr hafði eins og titt er um valda- menn i dag, yfirstjórn ýmissa ráðuneyta svo sem mannfjölgun- ar, landbúnaðar og veðurlags. Þór hinn sterki réði hins vegar yfir þrumum, og var ekki annað sýnt, þegar gengið var út i blóts- hvamminn á Draghálsi, en Þór ætlaði aö láta rækilega að sér kveöa i tilefni dagsins, en i stað þruma og eldinga jókst aðeins regniö, eftir þvi sem nær dró hvamminum. Máttu ljósmyndar- ar hafa sig alla við að eyðileggja ekki dýrmæt tæki sin, og erlendir fréttamenn bölvuöu i laumi þessu voðalega landi, þar sem alltaf þyrfti að rigna, þegar eitthvað spennandi væri að gerast. 1 hvamminum biöur veglegt likneski af Þór, sem Jörgen Ingi Hansen hefur gert. Gengu menn nú með mjöðinn og drykkjarhornin og var engin helgislepja yfir hópnum. Svein- björn allsherjargoði steig á stall- inn framan við styttuna og bauð menn velkomna á þetta fyrsta útiblót i Asatrú hinni nýrri. Lýsti hann friðhelgi á staðnum og helg- aöistyttuna Þór. Drukku menn til heilla Þór og Óðni og ruðu vini á stallinn undir styttunni. Gekk mjöðurinn á milli manna, en við lá, að hann yrði að vatni, svo ákaft rigndi. Þeir Asatrúarmenn, sem klæddir voru kyrtlum eins og forfeður þeirra, urðu svo renn- andi votir á augabragði, að ekki þótti annað fært en heita á Frey að draga úr þessari voðalegu vætu, ef menn ættu ekki að fá óblandað vatn i stað mjaðar til drykkjar. Sté Jörgen á stokk og M* ÓDÝRA OG GÓÐA VEGI Arni Kristjánsson, bilamálari: — Ég held þaö ekki. Þetta er allt saman leikaraskapur. En þvi ekki að leyfa mönnum að leika sér? Stuöningsmaöur Sverris Runólfs- sonar skrifar: A ég nú að efast? Ég er einn þeirra manna sem vinn með Sverri Runólfssyni aö á- hugamálum hans i sambandi við vegagerð. Hans stefna er aö reyna hvort við getiim komið verði á vegagerð hér á lslandi niður i það verð sem bandariskir skattborgarar greiða fyrir góða vegi. Siðastliðið miðvikudagskvöld hlustaði ég á þáttinn „Bein lina" i útvarpinu. Þar sat vegamála- stjóri fyrir svörum. Ég held að ég hafi heyrt hann svara einni spurningunni sem kom fram, eitt- hvað á þessa leið: „Það hefur aldrei verið lagt á borðið hvernig við ættum að búa til góöa steypu úr mýrum og mold”. En mér hefur sjálfum alltaf skilizt á Sverri að það væru rann- sóknir sem skæru úr þvi hvort hægt yrði að „búa til góða steypu úr mýrum og mold”. Ennfremur hef ég heyrt Sverri segja að það væru hundruð bindi- efna á markaðnum, sem byndu mismunandi jarðveg. En það sem mér finnst vera mergurinn málsins i þessu er það sem Sverrir hefur sagt við okkur sem vinnum með honum: „Mér er andsk. . . . sama hvernig við gerum vegina, en við skulum komast með verðið á þeim niður i 2—300 krónur á fermetrann eða um 3—4 milljónir á kilómetrann. Og það skulu vera vegir sem end- ast i 10 til 20 ár án viðgerða. Það er gert annars staðar i heiminum, þar sem kaupið er hærra, og við verðum að geta gert þetta lika.” ÖSKUBAKKARNIR HURFU Á TÍU MÍNÚTUM Gústaf Valdimarsson, hárskeri: — Ég held ekki. Samt er það svo að úr þvi aö þeir eru að þessu, þá hljóta þeir að trúa eitthvað á það sem þeir eru aö gera. En mér finnst þetta vitlaust af þeim. Ein, sem kom i Læknahúsiö, sagöi sinar farir þannig: „Einn daginn núna ekki alls fyrir löngu var ég stödd i forsaln- um i Domus Medica og beið þess að röðin kæmi að mér að ná tali af lækni minum. Það fór auðvitaö ekki hjá þvi að ég kveikti mér i vindling meðan ég beið. Sem leiddi til þess að ég varð að i'ara á kreik að leita mér að öskubakka. Loks fann ég einn stóran stamp úti i einu horninu, og þar stóð fólkið i einni kös og notaði allt sama öskubakkann. Mér leiddist að horfa upp á þetta og tók mig til og gekk yfir i blóma- verzlunina, sem er að finna i hús- inu og keypti fimm litla 200 króna öskubakka. Þeim dreifði ég á borðin, einn á hvert, þvi að mér rann til rifja umkomuleysi hús- eigenda að geta ekki lagt til svona nauðsynlega gripi til að gæta þrifnaðar. Það kom að þvi, að mitt númer kæmi upp, og ég fór i viðtalið við lækninn. — En viti menn! Þegar ég kom niður i forsalinn aftur, voru allir öskubakkarnir horfnir! Allir fimm með tölu! — Þó hafði ég ekki verið nema 10 minútur i burtu. Þetta þykir mér óskaplega ó- merkilegt, og ég get ekki þagað yfir þessu. Mér finnst ég verða að minnsta kosti að koma á framfæri áskorun til fólks um að reyna að stilla sig, þótt það sjái svona gripi eins og öskubakka á almennum biðstofum, og vera ekki að stinga þvi inn á sig." HRINGIÐ I síma 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.