Vísir - 20.08.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 20.08.1973, Blaðsíða 7
Visir. .Mánudagur 20. ágúst 1971!. 7 I SÍÐAN J Umsjón: Erna V. Ingólfsdóttir Nú eru allir i óða önn að búa til sultu úr rabarbara eða þá saft. En það er ýmislegt annað liægt að búa til úr rabarbara heldur en þetta tvennt. Hann er vel til þess fallinn að gera úr honuni ,.pæ", hlaup, kökur eða eftirrétti. Hann er til- valinn til aö lifga upp á hvers- dagsmatinn og ekkert er að þvi að hjóða hann gestum. Vinrabarbarinn er auðvitað ljúffengastur. Hann er smávax- inn hefur mjóa leggi er sterk- rauður á litinn og heldur þess- um rauða lit við matreiðslu. Þess vegna eru réttir úr vin- rabarbara alltaf fallegir útlits. Venjulegur rabarbari hefur rauðgræna leggi og verður ijós við matreiðslu. Sýruinnihald hans er mest á vorin, en minnk- ar þegar liður á sumarið. Þessa tegund rabarbara er þvi betra að nota i sultu og saft þegar liður á sumarið. Hér koma svo nokkrar upp- skriftir með rabarbara. HABARBARA-PÆ Deig: 200 gr smjörliki 250 gr hveiti 2- 3 msk. rjómi Fylling: 1/2 kg rabarbari 200 gr sykur 1 msk. vanillusykur 1 msk. kartöflumjöl Egg til að pensla með 2 1/2 dl þeyttur rjómi Hnoðið deigið og geymiö það i u.þ.b. 1/2 klst. á köldum stað áður en það er flatt út. Þekið kringlótt mót með 2/3 hluta deigsins. Skerið rabarbarann i smá bita. Blandið hann með sykrinum, vanillusykrinum og kartöflumjölinu og setjið i formið. Skerið afganginn af deiginu i lengjur og leggið yfir. Penslið deigið með hrærðu egginu og setjiðpæið i ofninn og bakið I 30- 40 min. við 225 gráðu hita. Borið fram volgt með þeyttum rjóma eða is. RABARBARAHLAUP. 1/2 kg rabarbari 1 dl vatn 3 dl sykur negull eða vanillusykur eftir smekk. Skolið rabarbarann. Ef hann er mjög stórvaxinn, takið hýðið af, áður en hann er skorinn niður. Sjóðið vatnið og sykurinn saman þangað til sykurinn er leystur upp. Látið rabarbarann út i og sjóðið við vægan hita þar til hann er meyr. Þetta er jafnað með 1 tsk af kartöflumjöli sem hrært er út i köldu vatni. Ef rabarbarastykkin eiga að vera heil, eru þau tekin upp úr með sleif áður en kartöflumjölinu er bætt út i og látin út i eftir á. Hlaup má einnig matreiða i ofni. Þá er hinn niðurskorni rabarbari ásamt sykri og van- illusykri lagður i eldfast form. Látið i 250 gráðu heitan ofn og bakið i 15 til 20 min. 1 tsk. af kartöflumjöli hrært út með köldu vatni og bætt út i. Rabarabarahlaup bragðast vel ofan á brauð með steiktu kjöti og t.d. fiskibollum. RABARBARABRAUÐ. 4 franskbrauðsneiðar smjör kanill, sykur 3- 4 rabarbaraleggir 2 eggjahvitur 1 tsk. edik Rabarbari getur verið hið mesta lostœti og ekki bara í sultu eða saft heldur í ýmislegt annað 1 1/2 dl sykur 10-12 möndlur Smyrjið brauðið með smjöri og stráið sykri og kanil yfir. Skerið rabarbarann i stykki sem eru jafnlöng brauðinu. Látið rabarbarann sjóða við vægan hita i svolitlu sykurvatni þar til hann er meyr. Sigtið hann og leggið hann á brauðið. Stifþeýtið eggjahviturnar hrærið helmingnum af sykrin- um út i. Bætið edikinu i og afgangnum af sykrinum. Látið þetta nú á brauðið, stráið söxuðum möndl- um yfir og bakið i ofni i u.þ.b. 15 1 pk sultuhleypir 1 tsk smjör Sjóðið saman 2 kg rabarbara og 1 kg sykur i 1/2 klst setjið siðan smjörið út i og sjóðið i 2-3 min, siðan setjið hleypinn og siðast 2 kg sykur og látið suðuna koma upp. — EVI min.við 200 gráðu hita. fram volgt. Borið Rabarbarahlaup búið tii úr 1/2 kg af rabarbara. 4-6 sneiðar franskbrauð 2 dl sykur 10-12 saxaðar möndlur 125 gr smjör 2 1/2 dl þeyttur rjómi Hellið rabarbarahlaupinu i smurt eldfast mót. Skerið franskbrauðið i litla ferninga. Blandið sykri og möndlum saman við brauðið, setjið yfir hlaupið. Bræðið smjörið, hellið þvi yfir og látin inn i ofn u.þ.b. 20 min. við 200gráðuhita. Borið fram volgt með þeyttum rjóma eða vanilluis. Rabarbara marengs með hris- grjónum. 1/2 kg rabarbari 2-3 dl sykur 50 gr smjör 1 dl hrisgrjón Sykurlögurinn frá rabarbaran- um. 1 dl vatn 3 eggjahvitur 1 dl sykur Skolið rabarbarann, skerið hann i 3 cm langa bita og látið hann i smurt eldfast mót. Stráið sykrinum yfir og siðan smjörið yfir. Látið rabarbarann vera i ofninum við 225 gráðu hita þangað til hann er meyr. Hellið leginum i pott með þykkum botni. Látið vatn og hrisgrjón út 1 og s.j- ðið við vægan hita i 20 min. Stifþeytið eggjahviturnar og blandið sykrinum varlega saman við. Smyrjið eldfast fat. Setjið fyrst hrisgrjónin i, hellið siðan rabarbaranum yfir og þvi næst ,,marenginum.” Látið fat- ið i ofn, sem er 200 gráðu heitur og látið bakast, þar til mareng- inn er orðinn ljósbrúnn. RABARBARASULTA. Fljótlöguð 3 kg sykur 2 kg rabárbari ★ ★★ ★ Nú er ótrúlega hagstætt veró á amerriskum bílum FORDBRONCO Verð fró um 610.000, með réttum útbúnaði fyrir íslenzkar aðstæður. 6 eða 8 strokka vélar. Sjdlfskipting og vökvastýri fdanlegt. Krómlistar o.fl. eftir vali. Framdrifslokur og varahjólafesting. Hjólbarðar L78xl5 með grófu mynstri. Nú er rétti tíminn til að panta órgerð 1974,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.