Vísir - 11.10.1973, Blaðsíða 11

Vísir - 11.10.1973, Blaðsíða 11
10 Vlsir. Fimmtudagur 11. október 1973. A sýningu Sverris eru 13 tálgaðar spýtur á borö viö þá, er listamaöurinn heldur hér á. Flestar eru þessar útskuröarmyndir geröar I palisander, og eru þær allt upp 185cm á hæö. (Ljósm.: Bragi). „Man jafnvel f hvaða stellingum ég málaði“ ÚR SVlNAHRAUNI. Þetta er ein af nýrri myndum Sverris. Hún er máluð í fyrrasumar með olíu og er 80x115 að stærð. „ Ég hef farið margar ferðirnar í .Svínahraun/' segir Sverrir. „Þar eru mótífin ótæmandi í hrauninu. Það mundi engum endast ævin til að gera þessu ágæta hrauni fullkomin skil. Auk þessarar myndar eru á sýningunni að Kjarvalsstöðum fimm aðrar myndir úr Svínahrauni, þar af þrjár vetrar- myndir." Þessi mynd Sverris er í eigu Verzlunarbankans og hefur hangið uppi í útibúi bankans við Laugaveg. > » Texti: ÞJM Ljósmyndir: Bragi Ljósmyndun og litgreining mólverka: Grafík — segir Sverrír Haraldsson, sem hefur safnað á eina sýningu myndum frá síðustu 30 árum „Ég þekki allar mynd- irnar mínar strax og ég sé þær. Man jafnvel í hvaða stellingum ég málaði þær," sagði Sverrir Haraldsson listmálari, sem nú hefur safnað saman á eina sýningu 233 málverkum og myndum, sem eiga að sýna feril hans síðustu 30 árin. * 1 Sverrir og Sverrir. Sjálfsmynd, sem listamaöurinn málaöi 1970. Myndin er máluö meö oliu. Hér er ágætt dæmi um þaö timabil, þegar Sverrir var aö leggja frá sér sprautuna og taka til viö landslagsmyndirnar. Þetta er oliumynd, máluö 1965, og er 103x82 aö stærö". ,,Hún á raunverulega ætt sina aö rekja til Arbæjar”, segir Sverrir. ,,Hún er unnin eftir teikningu þaöan. Teikningu, sem ég haföi margútfært.” Vísir, Fimmtudagur 11. október 1973 „Að undanskildum sjö málverkum eru öll verkin á sýningunni í einkaeign," segir Sverrir. „Það var ákaflega erfitt að hafa uppi á eigendunum, og þrátt fyrir að ég auglýsti tvisvar í sumar eftir myndum mínum, fékk ég ekki nema fjögursvör. Það var einna erfiðast að hafa uppi á fyrstu myndunum, Ég átti svo erfitt með að muna, hverja ég hafði látið hafa þær." En þær urðu þó ekki færri en sextíu, myndirnar, sem Sverrir varð að endursenda eigendum, þegar hann hafði sett upp sýninguna. Veggplássið hrökk ekki til í þessu stóra húsi. Auk þess hafði Sverrir komiö sér upp lista yfir um fjörutíu myndir í viðbót, sem hann gat fengið lánaðar til sýningarinnar. Knútur Bruun, sem hefur aðstoðað listamanninn dyggilega við undirbúning sýningarinnar, svaraði þeirri spurningu Vísis, hversu há tryggingarupp- hæðin fyrir sýninguna væri: „Það yrði aldrei hægt að meta þessar myndir fylli- lega til f jár. Og þó svo væri yrði okkur með öllu ómögu- legt að greiða það iðgjald, sem til þyrfti. Tryggingar- upphæðin er 14 milljónir, og miðast þá aðeins við það, að hægt yrði að bæta minniháttar tjón." Elztu myndirnar á sýningunni eru frá þvi 1942, en þá var Sverrir 12 ára gamall. Það er röð mynda frá Vestmannaeyjum, sem aldrei hafa sézt á sýningu áður. „Þetta er greinilega seglastrigi, sem ég hef þétt með einhverju ókenni- legu," segir listamaðurinn og virðir vandlega fyrir sér þessar 30 ára myndir. „Mér sýnist þetta nú ekki vera fullkomin málning, en það er gott að sjá, að hún hefur ekkert breytt sér eða sprungið. Og rammarnir. Ekki eru þeir beinlínis mei sta rasty kk i. Ég smíðaði þá sjálfur, því þá voru ekki innrömmunar- verkstæði á hverju götu- horni." Og Sverrir fer með blaða- manni og Ijósmyndara Vísis um Kjarvalssalinn, þar sem elztu myndirnar hans hanga uppi. Þar er engin myndanna til sölu. Myndirnar eru hengdar upp í nokkurri tímaröð og fylla báða salina. Þarna eru myndir frá því Sverrir var við nám í Handiða- og myndlistarskólanum, allmargar myndir frá sýningu hans 1952, málverk frá Parisarárum hans, þegar hann málaði geo- metrískar myndir, málverk frá því hann málaði með sprautu, og síðan fyrstu málverk Sverris frá þeim tíma, þegar hann sleppir sprautunni og fer að mála figurativar landslags- myndir. I stærri sýningarsalnum aó Kjarvalsstöðum eru myndir Sverris frá því á árunum 1966 og fram til dagsins í dag. Þar eru verk frá sýningunum í Casa Nova 1966 og 1969. Mál- verkin, sem hann hefur máiað síðan, hafa hvergi sézt áður á sýningu. Sýning Sverris verður opin fram til 28. október. —ÞJM Hér stendur listamaöurinn viö eina af elztu myndunum á sýningunni. Hún er frá Vest- mannaeyjum og er máluö áriö 1942, þegar Sverrir var aöeins 12 ára gamall. « Þær eru fáar af þessu taginu, myndirnar, sem Sverrir sýnir aö Kjarvalsstöðum. Þetta er oliumálverk frá árinu 1954, og er það 60x60 aöstærö. „Þessi mynd cr einkennandi fyrir þetta timabii á ferli minum,” útskýrir Sverrir. „Hún hefur fariö nokkuö vlöa. M.a. var hún send á sýningu i Itóm.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.