Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 9
Visir. Laugardagur 26. janúar 1974. notuö strengjahljóðfæri auk slag- verks. Rauði þráðurinn i þessari sinfóniu er reyndar allur um dauðann, sem gengur stöðugt út og inn. Sjostakóvits samdi verkið árið 1969 og byggir textann við verkið eftir fjölmörg ljóðskáld. Má þarf nefna m.a. Garcia Lorca. bessi sinfónia er litt þekkt, a.m.k. hérlendis. Hún var bezt flutt af verkum þessara tónleika. Það er óvefengjanleg stað- reynd, að afburða sólóistar geta innblásið flestar hljómsveitir, nema stjórnandinn sé enn betri listamaður en þeir. Þá innblæs hannekki einungis hljómsveitina, heldur einnig þá, sem fara með einleikshlutverk(-in). Hvað svo sem tónlistarunnendum finnst um Sjostakó.vits, þá er samt eitt stað- reynd: Hann er fagmaður út i yztu æsar, þó að hann hafi sótt þó nokkuð i gnægtabrunn Gustavs Mahlers, eins og lika Britten sjálfur. Kim Borg Sundav Times mótið hafíð en Hialti oa w Asmundur ekki með 10« .10 ♦ db • db* 0" T0I 8* Tveir ásar og kóngur — Belladonna, Garozzo og Shariff spila all- ir i Sunday Times mótinu. S.l. fimmtudagskvöld hófst i London ein eftirsóttasta og sterkasta bridgekeppni, sem haldin er, Sunday Times para- keppnin. Tuttugu pör taka þátt i mótinu, 4 frá Englandi, 2 frá Frakklandi, italiu, Sviss og Bandarikjunum og eitt par frá irlandi, ísrael Mexico, iVlarocco, Portúgal, Skotlandi og Sviþjóð. Par nr. 20 cr svo Boris Schapiro og Omar Shariff. Eins og áður hefur verið sagt, þá var einu pari boðið frá Is- landi, Ásmundi Pálssyni og Hjalta Eliassyni, en af einhverj- um ástæðum gátu þeir ekki ákveðið þátttöku fyrr en það var um seinan. Er illt til þess að vita, þvi sannarlega eiga is- lenzkir bridgespilarar erindi á þetta mót. Erfiðlega gekk að út- vega boð á þetta mót á sinum tima og ef til vill verður erfitt að komast inn aftur. Eins og að likum lætur munu flestir beztu spilamenn heims- ins leiða saman hesta sina þarna og hér er spil frá keppn- inni fyrir tveimur árum. LATTU GANGA LJOÐASKRA Enn eru að berast botnar við áramóíafyrripartana. Ég ætla að afgreiða þá fyrst i þættin- um i dag. Árið liður, endar senn i ösku minninganna. Biessuð stjórnin öslar enn i átt til grynninganna. — Hafliði — í liálu spori hart ég renn á hjarni mistakanna. Halldór Magnússon. Aldur færist yfir menn, eins og bækur sanna. h.j.þ. Margir hnjóta um meyjarflærð, sem mega njóta kvenna. Aðrir hljóta aö vonum værð, er veiðispjótum renna. Halldór Magnússon. Ef með spjóti sú er særð, sökin er þrjóti að kenna. h.j.þ. Og h.j.þ. tekur upp hanskann fyrir kvenfólkið. Eg tek hanskann hiklaust upp, Iheiðurs svo að konur njóti.- Þrjótinn flengi liart á liupp, sem hampar sinu deiga spjóti. Halldór Magnússon svarar auglýsingu, sem birtist i blaðinu 14. jan. Unga stúlku virðist vanta veraldlega munaðinn, ætli það sé á alla kanta eða bara framhliðin. 1 framhaldi af þessu er hægt að rifja upp nokkrar visur eftir Hannes Hafstein. Liklega kannast flestir við visuna Hjúpuð fegurð. Fegurð hrifur hugann meira, ef hjúpuð er, svo andann gruni ennþá fleira en augað sér. Karl og kona nefnir hann næstu visu. Karlmanns þrá er, vitum vér, vefja svanna i fangi. Kvenmanns þráin einkum er: að hann til þéss langi. Lán heitir næsta visa og hafa trúlega margir farið eftir þessu heilræði Hannes- ar. Lifið er dyfí, dauðinn þess borgun. Drekkum i kveld, iðrumst á morgun. Að lokum visan, Verra en synd. Að drepa sjálfan sig er synd gegn lifsins herra. Að lifa sjálfan sig er sjöfalt verra. Þar sem ég er farinn að birta hér visur um kvenfólk og synd, sem er jafn nátengt og folaldið merinni, ætla ég að halda þvi áfram og gef K.N. orðið. A undan mér hofróðan hraðaði för, i hálsmálið kjóllinn var fleginn-, á bakinu öllu var engin spjör-, en er nokkuð binumegin? Þannig yrkir hann um pilsalengdina. Kæru löndur! Hvað veit ég, karl, um pilsin yðar; en mér finnst lengdin mátuleg milli hnés og kviðar. Þegar stúlka gaf skáldinu vettling kvað það. Glaður ég með þökkuin þigg það sem mér er boðið, ástúðlega að þvi hygg, einkum sé það loðið. Eins og gerist og gengur heitir næsta vísa. Meðan aðrir ergja sig, einn ég sef i húminu, af þvi fyrir ofan mig ekkert hef i rúminu. Og að lokum Ómissandi að hafa hann ekki. Ef ég dey, má undan skilja á mér „kyssarann." Yngismeyjar okkar vilja ekki missa hann. Jónas Hallgrimsson orti nokkrar veður- vísur og mun visan Molla vera mörgum kunn. Veðrið er hvorki vont né gott, varla kalt og ekki heitt. Það er hvorki þurrt né vott, það er svo scm ekki ncitt. Um rigninguna kveður hann. Skuggabaldur úti einn öli daufu rennir. Skrugguvaldur, hvergi hreinn himinraufar glcnnir. Jónas byrjaði ungur að yrkja. Flest glataðist af þeim skáldskap. Menn kannast þó við visuna, Buxur, vesti, brók og skó, en liklega færri við aðra visu, sem geymst hefur, Mál er i fjósið. Mál er i fjósið! Finnst mér langt. Fæ ég ekkert oní mig? Æi. lífiö er svo svangt. — Enginn étur sjálfan sig. Það er orðið nokkuð langt siðan ég hef birt sléttubandavisur, en hér koma þrjár, allar eftir sr. Sigurð Norland. Sléttubanda háttur hýr, liróður andans fagur léttu vanda, djarfur dýr, drauma landa bragur. Meðan áttir þekkir þjóð —þagni sláttur nýrri— Iléðan láttu óma óð öllum háttum dýrri. Sú siðasta er vatnsheld sléttubönd. Frauður kvikur hendist hátt heitur skefur grunná, rauður vikur, endist átt, eitur kefur runna. Nú er þorri genginn i garð. Árni~ Stefánsson yrkir Þorra-sigling. Kargur yglir kólguhrá kuldamyglu þorri. Lemur hryggluhóstann þá hrönn und sigling vorri. Þátturinn endar i dag á. visu eftir Jón Pál Ágústsson. Ráð er gott að gleyma sér meö gömlu bernsku vori, þegar vetrar þunginn er þrándur i hverju spori. Eins og stundum áður verður enginn fyrripartur i þessum þætti, en ég vil biðja menn þess i stað að senda þættinum frum- ortar visur. Ben. Ax. A A-8-4 VA-K-6-5-2 ♦ 10-8-3 *A-6 * K-D-G-10-9-3 A 7 V D-10-9 V G-7-4 ^ q_7 ^ K-D-9-6-5-4 * 9-2 * 7-5-3 * 6-5-2 V 8-3 * A-2 * K-D-G-10-8-4 Vestur gefur, n-s á liættu. Sagnirnar voru stuttar en lag- góðar: Vestur Norður Austur Suður 3* D p 5* P P P Vestur spilaði út spaöakóng og sagnhafi gerði sér strax grein fyrir þvi, að eini sanni vinningsmöguleikinn væri, að hjörtun væru 3-3 og vestur kæmist ekki inn, þegar hjarta- slagur væri gefinn. Þessi mögu- leiki virtist samt heldur fjarlægur og sagnhafi ákvað að reyna smá bragð á austur. Hann gaf þvi spaðakóng, enda þótt hann væri viss um að austur ætti einn eða engan spaða. Vestur hélt áfram með spaða og nú drap sagnhafi með ásnum. Austur var ákafur i að trompa og hann spilaði siðan tigulkóng til baka. Nú var sviðið sett. Sagnhafi drap á ásinn. tók tvö hæstu i hjarta og trompaði þriðja. Siðan kom laufakóngur og laufaás. Nú stóð spiliö bvi tapslagurinn i tigli hvarf niður i hjarta. Það var óþarfi hjá austri að láta taka sig á þessu. þvi þar eð vestur er búinn að auglýsa 6-7 spaða, þá er óliklegt að sagnhafi gefi, nema i einhverjum annarlegum til- gangi. Trompi austur ekki spaðaásinn, þá getur sagnhafi aldrei unnið spilið. Sveit Hjalta efst hjá BR Þremur umferðum er nú lokið i sveitakeppni Bridgefélags Reykjavikur og er staöa efstu sveitanna þessi: 1. Svéit Hjalta Eliassonar 58 stig. 2. Sveit Harðar Arnþórssonar 46 stig. 3. Sveit Gylfa Baldurssonar 46 stig. 4. Sveit Axels Magnússonar 45 stig. 5. Sveit Guðmundar Pétursson- ár 42 stig. 6. Sveit Braga Jónssonar 37 stig. 7. Sveit Þóris Sigurðssonar 31 stig. 8. Sveit Helga Jónssonar 31 stig. Næsta umferð verður spiluð i Domus Medica n.k. miðviku- dagskvöld kl. 20. Undankeppni Islandsmóts. sem jafnframt er Reykjavikur- meistaramót i sveitakeppni verður fram haldið n.k. þriðju- dagskvöld og er spilað i Domus Medica. Eru spilaðir tveir 16 spila leikir á kvöldi. Keppikefli þeirra sem taka þátt i hinum ýmsu mótum sem haldin eru ár hvert er að sjálfsögðu að reyna að hreppa efsta sætið. Er oft um falleg verðlaun að keppa. jafn- vel að auki farandgripi, sem varðveittir eru þar til næsta mót fer fram. Það er til háborinnar skammar. að ekki skuli vera búið að úthluta verðlaununum fvrir siðasta Reykjavikur- meistaramót þegar það næsta er hafið og ættu forráðamenn Bridgesambands Reykjavikur að sjá sóma sinn i þvifljð kippa þessu i lag hið snaraýta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.