Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 4
4 Vísir. Laugardagur 9. febrúar 1974. Á NÝ í KVÖLD! Frcttir frá Selfossi og ná- grenni herma, aö þar gangi unglingarnir nú um með fjar- rænt sælubros á vör. Ástæðan: Austanfjallsæskan hefur endur- heimt sina gömlu góðu stuð- grúppu, MANÁ. Hljómsveitin var stofnuð árið 1965. Jafnt og þétt ávann hljóm- sveitin sé miklar vinsældir og vgr orðin einráð i poppinu þar eystra, þegar félögunum skyndilega á siðasta hausti kom saman um, að timi væri kominn til að stokka upp i hljómsveitinni. Um tima voru hræringarnar miklar, sumir fóru og aðrir komu, og á meðan á öllu þessu stóð og þar til nægileg samæfing var fengin, kölluðu þeirféíagarn ir sig BLÖÐBERG. En nú er sum sé kominn dagur upprisunnar: Hljóm- sveitin MANAR sýnir sis i fyrsta skipti eftir breytingarn- ar á mikilli fagnaðarhátlð I Selfossbiói i kvöld, laugardags- kvöld. Skyldi vera tlmabært að suða strax i þeim um að koma til höfuðborgarinnar að spila? ÞJM MANAR endurbornir. Söngvari hljómsveitarinnar er kominn úr hvita kuflinum, sem hann var I, þegar hann fór með hlutverk frelsarans I Superstar. Það fylgir ekki sögunni, hvar hann fékk sér þessa köflóttu peysu. Embætti skólayfirlæknis BERLIN: f.v. Siguröur Sigurösson, Ragnar Sigurðsson, Gunnar Ágústsson og Torfi ólafsson. A myndina vantar ljósmyndara hljómsveitarinnar, Björgvin Pálsson, góðan kunningja tiðindamanns Popppunkta........ Þeir spila rokk! Ný hljómsveit er komin fram á sjónarsviðið. Þeir sem hana skipa eru fjórir hressir strákar úr Reykjavik og Kópavogi, og þcir segjast hafa valið hljóm- sveitinni nafnið „Berlin”. ,,Af hverju?” svöruðu þéir aðspurðir. ,,Nú, af þvi að það er öðruvisi nafn en hinar hljóm- sveitirnar bera”. „Við höfum æft i hálfan mánuð og komum fram i fyrsta skipti i Tónabæ i vikunni”, upp- lýstu þeir félagarnir þegar tiðindamaður Popppunkta hafði tal af þeim i gær. Strákarnir voru að æfa tvö ný lög, þegar við litum inn til þeirra á æfingu. Það var blues- lag og svo hressilegt lag, sem Free hafa leikið inn á plötu. „Núna erum við komnir með 15 lög á efnisskrána, en enn sem komið er hefur okkur ekki unnizt timi til að æfa upp frum samin lög”, sagði trommuslag- arinn, en hann heitir Gunnar Agústsson og lék áður með hljómsveitinni „Sölvi Helga-* son”. Hinir strákarnir i hljóm- sveitinni eru: Ragnar Sigurðsson gitarleik- ari, sem áður hafði leikið með „Námfúsu Fjólu”, og svo þeir félagarnir Sigurður Sigurðsson söngvari og Torfi Ólafsson bassaleikari, en þeir höfðu áður verið saman i hljómsveitunum „Sara” og „Droplaug”. Þeir Sigurður og Torfi eiga það lika sameiginlegt að vera námsmenn. Sigurður er við nám i Gagnfræðaskóla Austur- bæjar i Kópavogi, en Torfi i Menntaskólanum við Tjörnina. Hinir tveir i hljómsveitinni eru hins vegar daglaunamenn. „Það verða einhverjir að geta splæst i kók á a^fingum og bila heim eftir böllin”, sögðu þeir til útskýringar. Það er yfirlýst stefna þeirra félaganna i hljóm- sveitinni Berlin að spila góða rokk-hljómlist fyrir sina áheyrendur — „Óli skans” verður hins vegar að sitja á hakanum. —ÞJM Staða skólayfirlæknis er laus til umsókn- ar. r Jafnframt starfi sinu samkvæmt lögum um heilsuvernd i skólum er gert ráð fyrir að læknirinn hafi i ráðuneytinu umsjón heilsugæslumála. Umsóknum um stöðuna skulu fylgja glöggar upplýsingar um sérnám og fyrri störf. Umsóknarfrestur til 15. mars 1974. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 5. febrúar 1974. Tónleikar í Laugarneskirkju sunnudaginn 10. febrúar kl. 17.00. MARGIT TUURE-LAURILA syngur lög eftir Bach, Hannikainen og Kuusisto. Á orgelið leikur GÚSTAF JÓHANNES- SON. Aðgangur ókeypis. NORRÆNA Verið velkomin. HÚSIÐ TRAFFIK I Strax og Hjörtur Blöndal, fyrrverandi spilari i hljóm- sveitinni OPUS, hafði lokið við að koma i stand hinum nýju hljóðupptökutækjum sinum, var hljómsveit komin inn I stúdióið og upptökur hafnar. Það var hljómsveitin Hafrót, sem fyrst var tekin upp á band i stúdióinu, en strax á eftir þeirri hljómsveit kom Steinblómmeð tvö frumsamin lög, sem hljóm- sveitin hyggst gefa sjálf út á plötu. Hjörtur Blöndal er 23ja ára gamall og hafði spilað með hljómsveitinni Opus I nokkur ár, áður en hann réðst i að gera þann gamla draum sinn að veruleika að koma á fót sinu eigin stúdiói. Fyrirtæki sinu hefur' hann valið nafnið H.B.- hljómplötur. Ef þeir Svavar Gests með S.G.-hljómplötur og Pálmi Stefánsson með Tónaútgáfuna verða komnir með sin stúdió innan skamms, verða hljóð upptökusalirnir hérlendis orðnir fjórir, sem eru i einkaeien en Pétur Steingrimsson hefur starfrækt sitt stúdió um nokkuö langt skeið. Þá er nokkuð um það ennþá, að hljómplötur séu hljóðritaðar hjá Rikisútvarpinu. Svo að vikið sé á ný að stúdiói Hjartar, má geta, að það er búið tveim stereo-segulbands- NYJA STUDIOIÐ tækjum ai gerðinni Teac, 6 systemi. rása Yamaha-hljóðblanda'-a Er Hjörtur nú þegar farinn að (mixer), Teac-magnara <>g leiða hugann að kaupum á enn einnig svokölluðu Dolby- fullkomnari tækjum. — ÞJM HJÖRTUR BLÖNDAL i nýja stúdióinu sinu ásamt unnustu og syni. Ljósm.: Bragi. Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.