Tíminn - 28.01.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.01.1966, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTIR PÖSTUDAGUR 28. janúar I9GG ÍÞRÓTTÍR TÍMINN Var neitað um aukaleik í Reykjavík - og Dukla Prag leikur því á Keflavíkurvelli gegn landsliðinu. Alf—Reykjavík, fimmtudag. Ákveðið er, að tékknesku handknattleiksmeistararnir, pukla Prag, leiki einn aukaleik í för sinni hingað, en eins og kunnugt er, mæta Tékkarnir FH í Evrópubikarleik í Reykjavík föstudaginn 4. febrúar. Höfðu FH-ingar í hyggju að fá aukaleikinn — landsliðið og Dulda Prag — í íþróttahöllinni í Laugardal, en úr því verður ekki, því Handknattleiksráð Reykjavíkur og fþróttabandalag Reykjavíkur hafa neitað FH um leyfi til að haida leikinn í Reykjavfk. Hvernig skyldu íslemkir knattspyrnumenn aefa um þessar mundir? Æfingar eru víst byriaðar á fáum stöðum og illa maett á æfingarnar, nema í einu eSa tveimur tilvikum. Einhvern veginn situr það í ísl. knattspyrnu- mönnum, að þeir þurfi ekki að hefja æfingar fyrr en hillir undir mótaleiki, og það er þess vegna, sem það er hrein undantekning að sjá ísl. knattspyrnumenn í æfingu snemma á vorin. Dönsku knattspyrnumennirnir, sem við sjáum á myndinni hér að ofan, eru greinilega á annarri skoðun en fsl. knattspyrnumenn um það hvernig haga beri undirbúningi fyrir keppnistímabilið, því þeir byrjuðu æfing- ar löngu fyrir áramót. Myndin var nýlega tekin á æfingu hjá KB. (Ljósm. Polfoto) Landslið í kðrfu- knattleik valið Þorsteinn Hallgrímsson aftur með. Landsliðsnefnd KKÍ, sem skip uð er þeim Jóni Eysteinssyni og Þóri Guðmundssyni, hefir valið landsliðið, sem mætir Skotum Leik FH og Fram frestað Leik Fram og FH í 1. deildar keppninni í handknattleik, sem fram átti að fara 2. febrúar, hef ur verið frestað til 11. marz. Er þetta gert með hliðsjón af Evrópubikarleik FH, en FH- ingum mun þykja það fuílerfitt að leika tvo „stórleiki“ með svo stuttu millibili. n. k. laugardag og sunnudag íþróttahöllinni í Laugardal. Liðið skipa þessir mennn: Agnar Friðriksson Birgir Jakobsson Hólmsteinn Sigurðsson Þorsteih i Hallgrímsson Einar Bollason Kolbeinn Pálsson Gunnar Gunnarsson Hjörtur Hansson Kristinn Stefánsson Birgir Örn Birgir i'ávíð Helgason Þorsteinn Hallgrímsson, sem stundar nám í Kaupmannahöfn, kom heim í boði KKÍ til að leika þessa afmælisleiki við Skota. Þor steinn hefir verið oftar fyrirliði landsliðsins, en nokkur annar, Framhald á bls. 12 S. I. þriðjudagskvöld og mið vikudagskvöld voru leiknir þeir leikir úr 3. umferð ensku bik ar keppninnar, sem eftir var að fá úrslit í. Úrslitin urðu þessi: Burniey—Bournemouth 7:0 Ipswich—Southport 2:3 Cardiff—Port Vale 2:1 Dortsmouth—Grimsby 1:3 Shrewsbury — QPR 1:0 Athygii vekur, að Ipswich — sigurvegarar í 1. deild — 1962, en eru nú í 2. deild — tapa fyrir Framhald á bls. 12 Þrátt fyrir þessa neitun ætla FH-ingar að alda aukaleikinn og er ákveðið, að hann fari fram í íþróttahúsinu á Keflavíkurflug velli sunnudaginn 6. febrúar. Upp haflega ætlaði FH að halda Evrópubikarleik sinn 6. febrúar og aukaleikinn 7. eða 8. febrúar, en þar sem ekki fékkst leyfi til að halda aukaleikinn í íþróttahöll inni, færðu FH-ingar Evrópubik arleikinn fram um tvo daga, svo aukaleikurinn geti farið fram í íþróttahúsinu á Keflavíkurflug- velli á sunnudegi. Það kann e. t. v. að koma ýmsum spánskt fyrir sjónir, að HKRR og ÍBR skuli hafa neitað FH-ingum um afnot að íþróUa höllinni í Laugardal fyrir auka- leikinn, en fyrir því eru tvær ástæður. Önnur er sú, að kvenna lið Vals (Reykjavíkurfélag) á fyrir höndum Evrópubikarleik 9. febrúar og mundi aukaleikurinn eflaust draga úr aðsókn að þeim leik. í öðru lagi raskar Evrópu bikarleikurinn fslandsmótinu, þar sem fresta þarf leikdegi hans vegna, og mundi þurfa að fresta enn einum 'eikdegi, ef aukaleik urinn yrði leyfður í Reykja- vík. Er afstaða HKRR og ÍBR þvi að ýmsu leyti skiljanleg. En þrátt fyrir allt, er þessi aukaleikur velkominn, því lands liðið á fyrir höndum leik gegn Pólverjum 13. febrúar og verð ur þetta því góður æfingaleik ur fyrir landsliðsmenn okkar gegn einu sterkasta félagsliði í heiminum í dag. Úrslit í gær í kvöld fóru fram tveir hand- knattleikir í fyrstu deild. Fram sigraði Ármann naumlega í hörku spennandi og jöfnum leik með þriggja marka mun 24:21. Síðar leikurinn var milli Vals og Hauka og laug honum með sigri Valsmanna, 25:21. í hálfleik var staðan 15:12 fyrir Hauka, en í síðari hálfleik flugu Valsmenn um völlinn og sýndu yfirburðaleik og gerðu út um leikinn á góðuim endaspretti. Verzlunarskólanemar náðu athyglisverðum árangri Alf-Reykjavík, fimmtudag. Eftir árangri að dæma, sem náðist á frjálsíþróttamóti Verzl- unarskólans nýlega, virðast mörg góð frjálsíþróttaefni standa fyrir utan frjálsíþróttafélögin, því flestir þátttakenda í þessu móti hafa lítið sem ekkert komif ná- lægt starfsemi þeirra og því ekki hlotið þá grunnþjálfun í frjáis- íþróttum, sem æskileg hlýtur að vera. Lítum fyrst á árangur í langstökki án atrennu: 1. Júlíus Hafstein 3.02 m. 2. Arnþór Blöndal 2.95 m. 3. Hermann Gunnarsson 2.C~ m. Þrístökk án atrennu: 1. Arnþór Blöndal 8.80 m. 2. Júlíus Hafstein 8.70 m 3. Halldór Waagefjörð 8.20 m. Hástökk með atrennu 1. Júlíus Hafstein 1.75 m. 2. Hermann Gunnarsson 1.70 m 3. Halldór Fannar 1.G5 m. Árangur piltanna er athyglis- verður rniðað við, að þarna eru nýliðar í frjálsíþróttum, en pilt arnir eru liðtækir í öðrur.i íþróttagreinum. Þannig er Her mann Gunnarsson kunnur knatt spyrnu- og handknattleiksmaður, og Júlíus Hafstein leikur hand knattleik með Val. Körfuknattleikssambandið 5 ára Bogi Þorsteinsson form. frá upphafí Á morgun, laugardag, verða fimm ár liðin frá stofnun Körfuknattleiks- sambands íslands, og verð- ur þess minnzt með tveim landsleikjum gegn Skot- um. Bogi Þorsteinsson hef ur verið formaður sam- bandsins frá uphafi, og má hiklaust segja, að hann hafi unnið mikið og óeigin gjarnt brautryðjendastarf í ísl. körfuknattleik með stjcrn sinni á KKÍ. Fyrsta stjórn sambandsins var þannig skipuð: Bogi Þor- steinsson, Benedikt Jakobsson, Magnús Björnsson, Ásgeir Guð mundsson, Matthías Matthías son, Einar Ólafsson og Krist inn Jóhannsson. Á þessu fimm ára tímabili hefir fjárskortur jafnan ver ið erfiðasta viðfangsefni hverr ar stjórnar. Þrátt fyrir það hefir sambandið þó leyst nokk uð mörg verkefni, svo sem ann ast útgáfu á körfuknattleiks reglum og reglum um tækni merki og knattþrautir KKÍ. Bandarískir þjálfarar hafa kennt hér þrisvar á vegum sambandsins og sambandið hef ir styrkt íslenzka dómara til náms erlendis. Dómaranám- skeið hafa verið haldin í Reykjavík og á Akureyri. Sambandið hefir sjálft séð um framkvæmd íslandsmóta á undanförnum árum og nú s. 1. sumar fór fram hin fyrsta bikarkeppni á vegum KKÍ með þátttöku 16 liða víðsvegar að af landinu. Á þessu tímabili hafa ver ið leiknir 12 landsleikir og 4 unglingalandsleikir og hefir verið keppt við þessar þjóð ir: Dani, Svía, Finna, Frakka, Skota, Luxemborgara, Englend inga og Pólverja op auk þess Bogi Þorsteinsson keppti landslið KKÍ 12 leiki í Bandaríkjunum og Kanada á síðastliðnum vetri. Núverandi stjórn KKÍ skipa: Bogi Þorsteinsson, I--gnús Björnsson, Gunnar Petersen, Þráinn Scheving, Ás geir Guðmundsson, Helgi Sig urðsson og Guðjón Magnús son. Tvcir stjórnarmanna, þeir Bogi Þorsteinsson og Magnús Björnsson hafa átt sæti í stjóm inni óslitif frá upphafi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.