Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						FIMMTUDAGUR 17. febrtar 1966
TÍMINN
9
og hlýtur þar að vera átt við
saum í riðið net. Færi vel á
því, að mínu áliti, að taka
upp orðið riðsprang í stað
orðskripsins fílering, og athug-
andi væri að taka upp orðið
sprang sem samheiti um ;au:n
gerðir með opnum grunnum,
þ. e. riðsprang, úrrakssaum og
úrskurðarsaum.
Óneitanlega hijóma þessi
gömlu heiti betur en þýddu orð
in, sem oftast hafa verið notuð
og eru vel þess virði, að þau
séu rifjuð upp.
Úr því að ég fór að tala
um orðskrípi í sambandi við
útsaumsorð, má ég til með
rétt að minnast á kontúr- eða
kontórstinginn, sem enn mun
almennt vera svo nefndur hér
á landi, þótt reynt hafi verið að
útrýma honum tueð orðunum
leggsaumur eða línusaumur á
seinni árum. Um þennan saura
notaði Sigurður Guðmundsson
málari orðið varpleggur í rit-
um sínum og annað gamalt
heiti saumsins er varpsaumur
Varpleggur finnst mér alveg
ljómandi gott orð, sterkt og
hljómmikið, og vona ég, að
því megi sem fyrst takast að
útrýma konturstingnufn úr ís
lenzku hannyrðamáli. —
—  Stundum heyrist kvarta'ð
yfir því, að ekki séu til íslenzk
hannyrðaheiti, og víst vantar
mörg, en miklu fleiri eru þó
til en ahnennt er haldið, ef að
er gáð, eins og framangreind
dæmi raunar sýna. En citt
dæmi er orðið steypilykkja,
ágætt íslenzkt orð um spor
það, sem nú mun oftast kallað
keðjuspor, greinilega bein þýð
ing úr dðnsku. Og margt er enn
í>á órarinsakað bæði í Þjóð-
minjasafni og annars staðar og
efalítið eiga mörg orð eftir að
koma í ljós og skýrast áður
en lýkur. Sjálfsagt virðist að
taka upp íslenzk heiti jafnóðum
og þau finnast. Ég held líka,
að öllum finnist nú orðið sjálf
sagt að tala um augnasaum
fremur en drottningarspor og
refilsaum fremur en forníslenzk
an saum, þótt ekki muni vera
nema fáir áratugir síðan farið
var að nota þessi orð aftur. En
tökum annað dæmi: mjög er nú
í tízku að hnýta og vefa svo-
nefnd „rya" teppi. Til er is-
lenzkt orð um hliðstæða tækni,
það er röggvarvefnaður. Þvi
ekki nota það? Tvær íslanzkar
listakonur hafa þegar tekið það
upp um vefnað sinn, þær Vis-
dís Kr.istjánsdóttir og Ásgerður
Búadóttir. Má hvort sem v'll
tala um röggvarteppi ísbr
röggvarfeldi) eða röggvuð
teppi, og ég sé ekki, að neitt
mæli gegn því að taka upp
sögnina að röggva í merking-
unni að hnýta eða vefa röggv-
uð klæði. Það hljómar vel. en
orðið „rya" er hreint af-
skræmi í íslenzku máli. Nú
er farið að framleiða efni í
þessi teppi hér á landi og
auglýsa í víðlesnum blöðum.
Væri æskilegt, framleiðendur
tækju hið forna, íslenzka heiti
upp í auglýsingar sínar, .«vo
að það mætti festast aftur í
málinu.
—  Kemur ekki sítthvað i
ljós. menningarsögulegs eðlis,
þegar rannsakaðar eru gamlar
hannyrðir? Segja þær ekki yin
islegt um ástand hvers tíma' «
— Það gera þær vissuleija. og
eins gefa þær hugmynd um
tízku bæði í aðferðum og
æunstrum. Einna gleggst finnst
mér þær þó alltaf sýna-  tive
. konur  hafa   fundið   ótrúlega
margar leiðir til að veita feg-
urð inn í hið daglega líf með
hannyrðum sínum, jafnvel á
öldum hinna mestu þrenginga.
Oft er, og með réttu, dáðst að
tréskurði íslendinga, en list-
saumur og vefnaður íslenzkra
kvenna er ekki síður aðdáunar
verður, ekki aðeins ábreiðarn
ar, reflarnir og aðrir stórir
munir, heldur einnig litlu hvers
dagslegu hlutirnir, spjaldofnu
styttuböndin, fótofnu sokka
böndin, rósuðu vettlingarnir,
samfellu- og upphlutsknip!-
ingarnir og flosuðu hempuborð
arnir, svo eitthvað sé nefnt.
Munstrin segja sitt hvað um
menningartengsl við útlönd, en
hér finnast líka mörg munstur,
eins og ég gat reyndar um
áður, sem ekki hafa fundizt að
erlendar fyrirmyndir og kunna
því að vera af innlendum upp
runa. — Jafnvel aðferðir geta
gefið bendingar um erlend
menningartengsl. Fótvefnaður
er gömul bandvefnaðaraðferð,
kunn hér á landi fram á þenn
an dag, en óþekkt með öllu, að
því er virðist, á hinum Norður
löndunum. Nú alveg nýverið
bárust mér hins vegar upplýs
ingar um, að á Araneyjum und
an vesturströnd írlands séu enn
þann dag i dag ofin belti á*
fæti og talið sé þar, að \xm
ævaforna aðferð írska muni
vera að ræða.
— Er ekki saga gamalla ís-
lenzkra hannyrða líka persónu
saga í ríkum mæli?
— Það held ég megi fullyrða.
Margir munir í Þjóðminjasafni
eru að minnsta kosti tengdir
þekktum íslenzkum konum. Þar
er altarisklæði gefið Laufás-"
kirkju af Ragnheiði Jónsdóttur,
frú Gísla biskups Þorlákssonar
á Hólum, rúmábreiða með
nafni Þóru Stefánsdóttur,
skálds Ólafssonar í Vallanesi
og samfellur ísaumaðar af Guð
rúnu og Halldóru Skúladætr-
um fógeta Magnússonar. Nafn
síðustu abbadísar Reyni-
staðaklausturs,       Sólveigar
Rafnsdóttur, er þar ?aum-
að    í   altarisklæði     frá

:::^::>:.::::;^:^vv::::::^::>^:^;v::s;;:y:^'v^lí::y^::
'•:,'-  ¦¦
.:¦¦ ..:.v.,.::...-:S:::::^:::::::::.:::::í:::-:::::::!'S.:®
Skarði á Skarðsströnd. og leif
ar af nafni Brettefu Tómas-
dóttur, prests Ólafssonar á
Hálsi í Fnjoskadal sjást enn
á altarisklæði úr þeirri kirkju.
Við höfum ÖU áhuga á per-
sónusögu, og mér finnst það
gefa klæðunum aukið gildi
að vita einhver deili á því,
hverjum þau hafa verið tengd
fyrrum, hvei hafi unnið þau,
átt þau el5a gefið. Þyki mikils
um vert að vita um höfunda
fornra bóka, sé ég ekki, að það
sé ómerkari vitneskja, að vönd-
uð, silkisaumuð handlína í
Þjóðminjasafninu sé unnin af
Hólmíríði Pálsdóttur Vídalín
handii Þorbjórgu móður henn
ar og að úti í London er til
rúmábreiða    sem  Þorbjörg
saumaði sjálf. Sér í lagi er
fróðlegt, að eitt handaverk
Hólmfríðar skuli hafa varð-
veitzt því að eftir vísu föður
hennar hefði annars mátt
halda að hún hefði verið held
ur klaufsk við saumaskapinn:
Níu vetra nú í vor
nemur seint íþrottir      <
hefur saumað hvert eitt spor
Hólmfríður Pálsdóttir,
þótt reyndar sé það látið
fylgja í vísnakveri Páls Vída-
líns að tólf ára hafi hún kunn
að alla sauma. Þá er líka gam
an að velta pví fyrir sér, hvort
það sé undir tilviljun komið.
hvað varðveitzt hefur af forn
um handíðum. eða hvort viss
ar ættir hafi haft sérstaka
hæfileika til  listrænnar tján-
ingar í hannyrðum. Segja má,
að i-annsóknir á þessu • sviði
fylli með ýmsum hætti lífs-
mynd hvers tima.
— Væri ekKi æskilegt aðhag-
nýta íslenzk munstur sem
mest við handavinnukennslu í
skólum?
— Jú, það tel ég alveg tví-
mælalaust, og ég hef mikinn
áhuga á að svo geti orðið. Og
ekki sízt þar ættu lítil munst-
ur að geta notazt margfalt bet-
ur en munstur úr heilum tepp
um. Annars veit ég, að nú sem
stendur er miklu auðveldara
að fara í handavinnuverzlanir
og kaupa erlend munstur, sem
fást þar snyrtilega frágengin
með öllv efni, heldur en
leita uppi islenzku munstrin
og búa þau í hendur nemend
um. En væri ekki hægt að
skapa fyrir því áhuga hjá
aðilum eins og hannyrðaverzl
unum félagi handavinnukenn
ara og Heimilisiðnaðarfélag-
inu, að láta í sameiningu,
vinna upp íslenzk munstur og
afla, til þeirra þess ef nis sem
þarf'' Nóg úrval virðist ti] af
efnum og garni og með nú-
tíma ljósritunartækni ætti að
vera auðvelt að gera ódýrar,
en greinilegai myndir af
munstrum til að fara eftir, þeg
ar fyrst er búið að frumteikna
þau Hér í Reykjavík koma
alltai nemendur úr 2. bekk
unglingastigsins í heimsókn á
Þjóðminjasafnið á hverjum
vetri auk skólaheimsókna ut-
an <d landi. Ætli stúlkurnar
fengji. ekki meiri áhuga á
safngripunum ef þær þekktu
í þeim munstur og saumgerðir
úr eigin vinnu. Sama ætti að
gilda um útskurðar — og leð
urvinnumunstur fyrir pilta.
Sonu; minn ætlar nú að búa
til handa mér leðurveski með
dresamyndum úr gömlu
klæði Verðui forvitnilegt að
sjá  hvernig til tekst.
«r- Væri ekki þörf á að búa
til kennslubók í útsaumi á
íslenzku, svipaða því, sem til
eru erlendis9
Það tel ég aiveg víst. Mætti
hugsá sér siíka bók kannski
fremur sem handbók en
kennslubók. Gæti hún þá orð-
ið nemendum til stuðnings
bæði heima og í tímum og
kennurum til iettis við tilsögn
ina, en jafnfiamt yrði hún
nemendum að gagni við upp-
rifjun eftir að skólagöngu
lyki þeim til fróðleiks
og uppörvunar, sem við
hannyrðir fást tilsagnarlaust.
Slík bók þyrft: ekki að vera
mjög stór til þess að koma að
gagni ég hef séð.ýmsar hand
hæga' bækur erlendar. þar
sem fjölbreytlu efni. nákvæm
um skvringarmyndum aí spor
um með tilheyrandi útskýring
um og auk oess nokkurt úrva)
táknrænna munstra, er komið
fyrii á tiitölulega fáum blað
síSuni Þótt ekki væri annað
fyndist mér að gjarnan mætti
taka tH aíhugunar að gera
slíkt bók um íslenzkan út-
saum sem nemendum í barna-
og unglingaskólum yrði gefinn
kostui á að eignast við vægu
verði
— En svo að ég víki aftur
að aýju bókmni þinni — Er
ekki mikið verk að gera heila
munsturbók':
— Jú, það er mikil ná-
kvæmnisvmna Fyrst var að
taka upp munstrin úr munuai
eða sjónabókum á safninu og
teikna þau, mörg með litatákn
um, inn á rúðustrikaðan papp
Framhald ð bls  l^

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16