Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Fósfureyðffiguitf befur
fjölgað um helming
64. árg. — Föstudagur 11. október 1974 —198. tbl.
— baksíða
HVERT SLYSIÐ A FÆTUR
„Ogurlegt
ástand"
— segir
skipstjór-
inn á
r
Isborgu,
sem losar
hjálpargögn
í Honduras
— Baksíða
Verðo
Austfirðir
„andlit"
landsins?
- bls. 2-3
Rekinn úr starfi
fyrir að móðga
Hjálprœðisherinn
— Lesendur
hafa orðið
- bls. 2
Strippar á
Iðnó-
sviðinu
— baksíðu-
viðtal
við
nýja
leikkonu í
Kertalog
ÖÐRU í GÆRDAG
—kona varð fyrir
alvarlegu slysi
á Bústaðavegi
Hvert umferöarslysiö á
f ætur öðru varð í borginni f
gærdag. Lauk 'peim rétt
undir miðnættið með
hörkuárekstri á mótum
Miklubrautar og Grensás-
vegar. úr þeim árekstri
voru 5 manns fluttir á
slysavarðstofu, en meiðsli
voru ekki alvarleg.
Alvarlegasta slysið varð á
Bústaðavegi, rétt við gatnamót
Háaleitisbrautar. Þar varð 65 ára
gömul, fótgangandi kona fyrir
fólksbil. Hún lærbrotnaði,
meiddist á miaðmagrind og hlaut
höfuðáverka. Hún er þó ekki talin
i lifshættu.
Feðgar lentu i umferðaróhappi,
þegar þeir óku aftan á bll. Farar-
tæki þeirra var mótorhjól, sem
sonurinn ók. Við áreksturinn féllu
báðir i götuna.og meiddist sonur-
inn.
Litil telpa varð fyrir bil i
Vonarstræti um fimmleytið. Hún
meiddist á handlegg.
Fleiri umferöaróhöpp urðu.en
flest ekki eins alvarlegs eðlis. Þó
stórskemmdust tveir bilar
siðdegis i gær, þegar annar ók af
Klapparstig inn á Hverfisgötu i
veg fyrir hinn. Meiösli voru ekki
stórvægileg.
Þeir lögreglumenn, sem blaðiö
ræddi við i morgun, voru sam-
mála um, að þetta væri einn af
meiri háttar slysadögum I borg-
inni i langan tima.
—ÓH
Frá slysinu á Bústaðavegi, þar sem ekið var á fullorðna konu, sem var fótgangandi. Það sakar ekki að minna lesendur á hin ómetanlegu
endurskinsmerki til að nota á illa upplýstum götum og reyndar hvar sem er.                                     Ljósm. VIsis: BG.
Wli FA SINN HLUTA
STEINAHLÍÐAR AFTUR
Mól Carls J.
Eiríkssonar gegn
Sumargjöf verður
tekið fyrir í
hœstarétti í vetur
Eitt þeirra þriggja systkina,
sem gáfu Barnavinafélaginu
Sumargjöf fjóra hektara lands i
borgarlandinu til reksturs barna-
heimilis, hefur gert kröfu til að fá
sinn hluta landsins aftur. ,,Gjöfin
var háð fjórum skilyrðum, en öll
skiiyrðin hafa verið brotin utan
það eitt, að eignin ber ennþá
nafnið Steinahlið", sagði Carl J.
Eiriksson f viðtali vift Visi, er
hann skýrði frá ákvörðun sinni.
„Þar sem Sumargjöf hefur ekki
fullnægt öllum skilyrðunum, állt
ég gjöfina afturkræfa," sagði
Carl ennfremur. Hann hóf mála-
ferli í desember 1970 vegna þessa
máls.og lauk þeim loks I undir-
rétti I júnimánuði siðastliðnum —
honum i óhag.
Máliö er nú komið til hæstarétt-
ar og verður tekið þar fyrir eftir
áramót.
Steinahlið er innst við Suður-
landsbraut. Þar bjuggu foreldrar
Carls og þar ólst hann upp. Móðir
hans, Elly Schepler, lézt 1941, en
faðir hans, Halldór Eiriksson
heildsali, lézt árið 1948. Arið eftir
gáfu Carl og systur hans tvær
Sumargjöf landareignina
Steinahlið að ósk Halldórs.
„En það var með ákveönum
skilyrðum,"  utskýrir  Carl.  „í
fyrsta lagi var skýrt tekið fram,
að þar yrði eingöngu starfrækt
barnaheimili og sérstök áherzla
lögð á að kenna börnunum
trjárækt og matjurtarækt. I öðru
lagi átti félagið að tryggja
samþykki bæjarstjórnar fyrir
þvi, að land það, sem fylgir eign-
inni, yrði ekki skert. Og i þriðja
lagi átti félagið að sjá svo um, að
hlynnt væri eftir mætti að gróðri
þeim, sem nú  er á lóðinni."
011 þessi skilyrði telur Carl, að
hafi verið brotin meira og minna,
og komst undirréttur að þeirri
riiðurstöðu, að þær ásakanir væru
á margan hátt á rökum reistar.
Eða eins og segir  i dómnum:
........er  ljóst.  að  brestur  hafi
verið á því af hálfu stefnda
(Sumargjafar) að fullnægja
skilyrðum gjafabréfsins."
Engu að siður var Sumargjöf
dæmd sýkn saka af kröfum Carls
á þeim forsendum. „að hið langa
aðgerðarleysi hans og hinn langi
tlmi að öðru leyti, sem liðinn er.
eiga að leiða til þess að hann fái
ekki komið fram kröfum sinum i
málinu."
Systur Carls hafa ekki haft nein
afskipti af málaferlunum.
— ÞJM
WILSON MEÐ 40% Á BAK VIÐ SIG
„Verkamannaflokk-
urinn mun að öllum lik-
indum hafa hreinan
meirihluta atkvæða á
brezka þinginu, þegar
talningu atkvæða lýkur
hér siðar i dag", sagði
Björn Bjarnason, frétta-
stjóri erlendra frétta, i
simtali  frá  London  i
morgun. Þegar talið
hefur verið i um 500 af
635 kjördæmum, er þvi
spáð, að Verkamanna-
flokkurinn hafi 5 þing-
manna meirihluta.
Atkvæðamagnið hefur
sveiflazt um 2% til
Verkamannaflokksins.
Von Frjálslynda flokksins um
mikla fylgisaukningu er orðin að
engu. lhaldsflokkurinn hefur
tapað þingmönnum bæði til
Verkamannaflokksins og skozkra
þjóðernissinna, sem hafa aukið
fylgi sitt.
Allir flokkar segjast óánægðir
með úrslitin. Þegar Harold
Wilson gengur I 4 sinn frá
kosningum til starfa I forsætis-
ráðuneytinu, hefur hann ekki
nema um 40% þjóðarinnar á bak
við sig. Hann verður i mjög
erfiðri aðstöðu til aö leggja fram
og knýja I gegn meö stuðningi
engra annarra þingmanna en
sinna eigin umdeild lagafrum-
vörp. 1 sjónvarpsviðtali I nótt
sagöi Wilson, að næstu 2 ár yrðu
mjög erfið I Bretlandi. A þeim
tima yrði gripiö til ráðstafana
gegn mesta vanda þjóðaririnar
frá lokum siðari heimsstyrjaldar-
innar. Sitji Wilson næstu 5 ár,
hefur hann verið forsætisráð-
herra Breta lengur en nokkur
annar  á þessari öld.
Sjá bls. 5

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16