Vísir - 05.07.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 05.07.1975, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 5. júli 1975. 3 „Á veturna hengi ég hjólið fyrir ofan rúmið mitt' ,, Fljótur til Keflavík- ur? Ja, svona einn og hálfan tíma. Annars er það það lengsta sem ég hef farið á hjólinu". Eigandi dýrasta reiðhjólsins á tslandi, Pjetur Maack, sagði okkur þetta, þegar við spjölluð- um við hann. Hjól þetta er ekk- ert venjulegt reiðhjól, heldur kappreiðahjól og er fjórum sinnum dýrara en venjulegt reiðhjól. Miðað við það að venjulegt hjól kosti hér um 40 þúsund, þá kostar hans 160 þús- und og það má geta þess að heimsmetið var einmitt sett á sömu tegund nýlega. — En af hverju nurlaði hann þá ekki saman i bil? „Það er svo dýrt að reka bil.” Pjetur sagði okkur lika, að þetta væri þriðja kappreiðahjól- ið, sem hann eignaðist um æv- ina. Það fyrsta fékk hann i fermingargjöf en þetta siöasta hann það keypt frá Þýzkalandi. hefur hann átt i eitt ár. Fékk „Annars er ég á bil núna”. bætti Pjetur við. „Það er nefnilega rigning og Pjetur Maach með hjólið sitt góða. Þetta er þriðja kapp- reiðahjólið, sem hann eign- ast um ævina. Heimsmet var einmitt sett á sömu tegund fyrir skömmu. — Ljósm.: JIM — segir eigandi dýrasta reiðhjóls á íslandi, en það er kappreiðhjól sem kostar um 160 þúsund þá get ég ekki verið á hjólinu. Það er vegna þess, að þá verður það bremsulaust. I staðinn geymi ég hjólið i stofunni hjá mér. Það er fallegasti gripurinn þar, að undanskildri Guð- brandsbibliu.” „A veturna er ekki hægt að nota hjólið og þá festi ég það með keðju neðan i loftiö fyrir of- an rúmið mitt. Af hverju? Nú hjólið er hvitt og fér vel við svart loftið. Svo er ágætt að telja teina i stað kinda þegar maður er að sofna.” Annars sagðist Pjetur eigin- lega þurfa að fá sér liftrygg- .ingu. Það er ekki auðvelt fyrir hjólreiðafólk að vera á ferð i Reykjavik. „Maður er alltaf i kantinum á vegunum”. „Annað hvort er tillitssemin engin eða allt of mikil. Maður er pressaður út i kant eða þá að einhver þorir ekki fram úr manni og þá gengur umferöin það hægt, að allir verða vitlaus- ir fyrir aftan.” Annars sagðist Pjetur þurfa að passa sig, þvi að það væri talsvert af þvi gert að ræna hjól- um. „Þegar ég fer i búðir, hef ég það helzt inn með mér....” i —EA Við œtlum að berjast áfram, segir formaður Aðalstöðvarinnar sem missir nú 12 bílstjóra Tólf leigubilstjórar hafa nú hætt akstri á elztu bifreiðastöð Keflavikur, Aðalstöð- inni, og stofnað ásamt bilstjórum Bifreiða- stöðvar Keflavikur nýja leigubilastöð, Ökuleiðir. í nokkuð langan tima hafa sömu bilstjórar reynt að fá Aðalstöðina og Bifreiðastöð Keflavikur sameinaðar en ekki tekizt. Hugmyndin var sú, að sameinaða leigubilastöðin fengi inni i húsakynnum Aðalstöðvar- innar en nafni og rekstrarfyrir- komulagi yrði breytt. Hlutafélagið, sem stendur að rekstri Aðalstöðvarinnar, gat ekki fellt sig við þessar breytingar og þvi ákváðu umræddir bilstjórar að fara á brott. — Hér hjá okkur verður allt i fullum rekstri áfram, sagði Sverrir Einarsson, formaður Aðalstöðvarinnar h.f. — Við erum harðir á þvi að berjast áfram, þótt bilstjórun- um hafi fækkað, sagði Sverrir. Aðalstöðin h.f. hefur aðeins um 14-16 leigubila eftir breytinguna, en ökuleiðir, sem hefur aðsetur i fyrrverandi húsakynnum Bifreiðarstöðvar Keflavikur hefur um 30 bila. — Leyfinfylgja bilstjórunum, þannig að við getum ekki fjölg- að bilunum hjá okkur nema leyfi fáist fyrir þvi hjá ráðu- neyti. Við gætum aftur á móti notað betur leyfi, sem litt hafa verið notuð hingað til. Allt er þetta mál þó það hrátt ennþá, að við höfum engar slikar ákvarðanir tekið, sagði Sverrir Einarsson. — JB. Eldur í Heimey: Gullverðlaun ó Ítalíu Fer nœst ú kvikmyndahétíð í Moskvu Mynd þeirra Knudsensfeðga „Eldur i Heimjiey” fékk I mal- mánuði gullverðlaun á kvik- myndahátið i Prento á italiu, og nú hafa Rússar farið fram á, að kvikmyndin verði sýnd á alþjóð- iegri kvikmyndahátið i Moskvu, sem hefst 10. júll. Það er nokkuð siðan beðið var um að fá þessa kvikmynd á hátið- ina i Moskvu. Jafnframt var mér boðið að koma, en ég er hræddur um, að mér reynist ekki unnt að fara, sagði Vilhjálmur Knudsen I viðtali við Visi i gær. Vilhjálmur geröi myndina „Eldur I Heima- ey” ásamt föður sinum ósvaldi Knudsen, sem lézt fyrir stuttu. — Faðir minn hefur áður átt mynd á þessari kvikmyndahátið I Moskvu. Fyrir 12 árum siöan fór ég með honum austur vegna myndar frá Hornströndum, sem þar var þá sýnd við ágætis undir- tektir, sagöi Vilhjálmur. Kvikmyndahátiðin I Prento á ítaliu, sem I mai var haldin i 23. sinn og veitti þá þeim feðgum gullverðlaun, hefur áður sæmt Ósvald Knudsen þeim verðlaun- um. Það var fyrir um 10 árum, er Surtseyjarmynd Ósvaldar var þar sýnd. Kvikmyndahátiðin i Prento er hátið kvikmynda um rannsóknar- leiðangra og jarðfræðikannanir. Þess má geta, að á siðasta ári vann Jacques Cousteu gullverð- laun fyrir nýja neðansjávar- mynd, en Cousteu hefur öðlazt mikla frægð fyrir neðansjávar- Viihjálmur Knudsen meft fallegan verftlaunagrip, sem hann myndir og rannsóknir. hlaut fyrir myndina „Eldur I Heimaey”, sem hann gerfti ásamt —JB föður sinum, Ósvaidi heitnum Knudsen. Ljósm. Bj.Bj. Drengurinn sem brenndist: Eldavélin valt er hann œtlaði að nú í köku í bakaraofninum Þriggja ára drengurinn, sem brenndist i heimahúsi I Vogun- um á miövikudagskvöidið — eins og skýrt var frá I VIsi — er enn á sjúkrahúsi. Frænka hans sjö ára slapp aftur á móti við meiösli. Aö sögn ættingja drengsins varð óhappið þannig, að pottur með sjóöandi vatni stóð uppi á eldavél. Hurðin á bakaraofnin- um stóö opin og togaði drengur- inn I hana til að ná sér i köku inni I ofni. Þetta átak nægði til að velta eldavélinni þannig, að potturinn með sjóðandi vatninu steyptist yfir drenginn. Vélin hvolfdist þó yfir hann að hluta og skýldi honum fyrir vatninu. Að sögn ættingja er eldavélin af Ignis gerð og mjög létt. Sögöust þeir halda, að framleið- endur bentu notendum vélanna á aö festa þær viö vegg eöa gólf, svo að þær sporðreistust ekki svo auðveldlega. Er blaöið hafði samband við söluaöila vélanna, taldi hann það ómögulegt aö velta vélun- um með jafn litlu átaki, nema þá þær stæöu mjög illa og þung- um pottum væri staflað tæpt á þær. Þá kvaðst sá talsmaður sölu- fyrirtækisins, er Visir hafði samband við, ekki hafa heyrt, að mælt væri með því, aö vél- arnar væru naglfestar. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.