Vísir - 30.07.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 30.07.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Miðvikudagur 30. júli 1975. vísir Otgefandi: Framkvæmdastjóri: Ititstjórar: Fréttastjóri: y Eitstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritst jórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson l>orsteinn Pálsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf. Að lækna fyrirfram Fyrir sjö árum var reiknað út á vegum borgar- læknisembættisins, að hvert 18 ára ungmenni hefði kostað þjóðfélagið nálægt þremur milljón- um króna að meðaltali og var þá aðallega reiknað með skólagöngukostnaði. Miðað við verðbólgu siðustu ára er þessi upphæð varla undir tiu millj- ónum króna á verðlagi ársins 1975. Þessi útreikningur var á sinum tima gerður til að sýna fram á, hve miklu það skiptir þjóðfélag- ið, að sem flestir séu við góða heilsu og geti lagt sitt af mörkum við að efla þjóðarhag. Þegar þjóð- félagið leggur miklar fjárhæðir i heilbrigðismál, er það i rauninni að vernda mikla fjárfestingu i uppvexti og menntun einstaklinganna. Þessa verða menn að minnast, þegar þeim vex i augum hinn mikli kostnaður við sjúkrahús og læknaþjónustu hér á landi. Siðasta hálfa annan áratuginn hefur óhemju miklu fé verið varið til bygginga og útbúnaðar sjúkrahúsa og til að bæta aðstöðu heilbrigðisstétta. Þessi þróun mun vafa- laust halda áfram á næstu árum, eftir þvi sem fjárhagsgeta þjóðarinnar leyfir. Lita má á allt þetta sem hagkvæma fjárfestingu. En hinn mikli kostnaður við lagfæringar á heilsu manna beinir athyglinni að þvi, hve nauð- synlegt er að gæta heilsu manna, áður en hún bil- ar, og verjast slysum á fólki, áður en þau gerast. 1 samanburði við dýra og viðamikla viðgerðar- þjónustu heilbrigðisstéttanna er sáralitlu fé varið til að kenna fólki að lifa rétt, temja sér hollar lifsvenjur. Sáralitið er gert til að benda fólki á að forðast margvislegt óæti, sem selt er sem matur. Sérstaklega er hættulegt, hve börn og unglingar sækja mikið i ýmsan verksmiðjumat, sem er lltt uppbyggilegur og jafnvel óhollur, en er gerður bragðgóður með þvi að blanda i hann ýmsum efnum. Dálitið meira er gert til að hvetja fólk til úti- vistar og likamlegrar áreynslu. Vitað er, að margir hættulégustu sjúkdómar nútimans stafa beint eða óbeint af kyrrsetum og sællifi. Starfið á þessu sviði mætti samt vera miklu meira, eins og sést hefur á mælingum á þreki íslendinga. Þær benda til þess, að þrek Islendinga sé minna en nágrannaþjóðanna. Nokkru meira er gert að þvi að mæla heilsufar fólks. Fyrst og fremst er það gert til að leita að krabbameini og hjartasjúkdómum á frumstigi, en i leiðinni koma fram ýmis önnur heilsufars- vandamál, sem þá er tiltölulega auðvelt að lag- færa. Fyrst og fremst eru það félög áhugamanna, sem hafa verið i fararbroddi i fyrirbyggjandi að- gerðum i heilsugæzlu. Hið opinbera og mikill meirihluti heilbrigðisstéttanna tekur litinn þátt i þessu starfi. Hér má nefna iþróttafélögin, heilsu- verndarfélögin, krabbameinsfélögin, náttúru- lækningafélögin og berklavarnafélögin, svo að dæmi séu nefnd. Frá heilsufræðilegu sjónarmiði er starf þessara félaga að sumu leyti árangurs- rikara en starf hinnar opinberu heilsugæzlu og sjúkrahúsanna. ,,öll læknisfræðin stefnir og hlýtur að stefna i auknum mæli inn á fyrirbyggjandi lækningar, þ.e. að koma i veg fýrir sjúkdóminn eða stöðva hann á frumstigi,” sagði landlæknir fyrir nokkr- um árum. — JK Umsjón: GP Fjórum mánuðum eftir að hann tók við af bróður sinum myrtum, hefur Khalid konungur fest sig vel i sessi ein- valds Saudi Arabiu. En frændi hans, Fahd prins, er þó i raun og sann valdamaðurinn að baki hásætinu. Þaö hefur þannig sannazt i reynd, sem spáð var, þegar hinn 62ára gamli Khalid var valinn af konungsfjölskyldunni til aö setjast i hásætið eftir daga Faisals konungs, sem skotinn var til bana 25. marz af frænda sln- um. Khalid, hinn nýi konungur Saudi Arabiu, hefur þá fjöra mánuöi, sem hann hefur setiö i hásætinu, treyst sig i sessi. Eftir 4 mónuði á valdastóli í Saudi Arabíu Hinn 53 ára gamli Fahd prins þykir sterkari og ábúöarmeiri persónuleiki. Hann gegnir em- bætti fyrsta aðstoðarforsætisráð- herra og innanrikisráðherra. — Konungurinn er sjálfur forsætis- ráðherra sinnar stjórnar. Khalid konungur er maður hjartveikur og hefur aldrei verið fyrir það gefinn að berast mikið á. Hann gegnir skyldum hásætis- ins af kyrrlátri virðingu. Fahd prins hefur á hinn bóginn veriö á einiægum þeytingi. Hann hefurheimsótt íran, frak, Kuwait og Frakkland á þessum fjórum mánuðum, sem liðnir eru frá frá- falli Faisals. — En Khalid konungur hefur farið i aðeins eina opinbera heimsókn til annars rikis, og það var til Egyptalands. Egyptaland hefur lika alveg sérstaka pólitiska þýðingu meðal Arabalandanna, vegna fólks- fjölda sins, legu landsins og þvi óhjákvæmilega hlutverki, sem Egyptar hljóta að gegna i átökum við tsraelsmenn. Stefna þessara tveggja landa I innbyrðis samskiptum var mótuð af þeim Faisal konungi og Sadat forseta. Saudi Arabia, þetta fá- menna eyðimerkurriki, sem býr yfir meiri auð heldur en höfundar Þúsund og einnar nætur létu sig nokkurn tima dreyma um, er ómissandi bandamaður Egypta- lands. Hið siðara býr viö mesta basl eftir útlátasamar styrjaldir. Reyndar er Egyptaland frekar snautt af náttúruauðlindum, en hefur þó marga munna að metta, þannig að striðsrekstri var tæpast bætandi á efnahagsástandið, eins og það var. En Khalid konungi og Fahd prins er mikið i mun að skapa sér álit út á við, sem innan lands, og þvi hafa þeir lagt sig fram við að bæta sambúð rikis sins við fleiri riki en Egyptaland eitt. Þeir hafa þar á meðal snúið sér til landa, sem forveri þeirra F'aisal konungur, tortryggði. Óbeit Faisals á þessum þjóðum átti sér rætur að miklu leyti I trúarbrögð- um, en Faisal heitinn var strang- trúaður á kenningar Múhammeðs spámanns. En konungurinn gamli naut þess álits á alþjóðavettvangi, sem allur auður Saudi Arabiu getur ekki fært eftirmönnum hans. Eftir hans dag hefur Saudi Arabia leitast við það að auka samskipti sin við nágrannana. An efa hefði sú orðið þróunin, þótt Faisal hefði setið áfram við stjórnvölinn, en henni hefur flýtt eftir fráfall hans. Nú eru ofarlega á baugi hug- myndir um sameiginlegar öryggisvarnir landanna við Persaflóa og uppi ráðagerðir um fund utanrikisráðherra sjö eða átta rikja þar. A ráðstefnu utan- rikisráðherra. Múhameðstrúar- rikja, sem haldin var á dögunum i Jeddah, notuðu þeir tækifærið og ákváðu fundardag utanrikisráð- herva landanna við Persaflóa. Samband þriggja stærstu rikj- anna, Irans, Iraks og Saudi Arabiu hefur orðið innilegra með hverri vikunni, sem liðið hefur. Þykjast menn þekkja þar hand- bragð Fahds prins, en Iran og Irak höfðu þó bætt vinskapinn sln á milli, áður en Faisal var myrt- ur. — Munaði þar mestu um, þegar rikin sættust á að loka landamærum sinum fyrir ferðum Kúrdanna. Eitt af embættisverkum hinna nýju valdhafa Saudi Arabíu var að gera samkomulag við Irak um skiptingu hlutlausa svæðisins, sem skildi löndin að. Fahd prins og Ahmed Zaki Yamani, ollu- málaráðherra Saudi Arablu, hafa einnig annazt milligöngu við að jafna ágreining Iraks og Sýrlands vegna nýtingar vatnsins úr ánni Efrat. Þessi tvö riki hafa ekki setið á sárshöfði, slöan Sýr- lendingar gerðu Tabqastifluna, sem traksstjórn þykir hafa orðið til þess að draga mjög úr vatns- magnínu i Efratfljóti. Fahd prins hefur mjög lagt áherzlu á það I þeim blaðaviðtöl- um, sem birzt hafa, eftir að hann kom til embættis, að Saudi Arabia vilji eiga samskipti við sem allra flest riki. — Fréttaskýrendur hafa lagt út af þvi, að hugsanlega eigi eftir að þiðna kalinn, sem verið hefur milli Saudi Arabiu og Moskvustjórnar. Innanlands örlar ekki enn á neinum stórvægilegum breyting- um við tilkomu arftaka Faisals. Enginn er þó I neinum vafa um, að Khalid konungur og Fahd prins njóta óskoraðs trausts heimamanna. Tryggð manna við konungsfjölskylduna er söm og á dögum Faisals. Myndir af Khalid konungi hanga á veggjum opinberra stofnana við hlið mynda af Faisal konungi, bróður hans, og Abdulaziz konungi, föður þeirra beggja og stofnanda Saudi Arabiurikis nýrri tima. Saud konungur, sem tók við af föður sinum Abdulaziz 1953, en var hrakinn frá völdum 11 árum siðar af konungsfjölskyldunni, sem kaus heldur Faisal, er opin- berlega gleymdur. Þótt Khalid konungur láti ekki mikið bera á sér i sviðsljósi heimsmálanna, verður ekki það sama um hann sagt heima fyrir. Þar gætir þess i mörgu, að vel er séð fyrir þvi, að völdin haldist innan konungsfjölskyldunnar og fari lltið út fyrir hana. Saudættin situr I öllum áhrifamestu em- bættunum, og ber þar mest á Fahd prins og sex albræðrum hans. — Nýlega voru svo fjórir frændur til viðbótar skipaðir ráð- herrar I stjórn Khalids, en allir þó án ráðuneyta. Kunnastur þessara fjögurra slðastnefndu er Adham sjeik og ráðgjafi konungs. Hann er bróðir ekkju Faisals, sem fædd er og ættuð I Tyrklandi. Adham var mjög handgenginn Faisal og ráö- gjafi hans I efnahagsmálum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.