Vísir - 02.08.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 02.08.1975, Blaðsíða 7
TARNUS OTRAUÐUR Dagbœkur tilfinninganna Frá „popp-hljómleikum” Tarnúsar aö Kjarvalsstö&um fyrr f vikunni. Þaö er hann sjálfur, sem er viö hljóönemann. — Ljósm: JIM. 1 málverkum Tarnúsar af höfuöum og konum er aftur á móti litiö bitastætt, teikningin er óhöndugleg og litanotkun er tilviljunarkennd. Eru á sýning- unni þó örfá verk sem bera vott um hugarflug, t.d. nr. 17,6 & 24, þótt öll séu þau ólik og er von- andi að Tarnús finni i gegnum þau einhverja leið i átt til mál- verksins. En segja verður hverja sögu eins og hún er: samtiningur er ekki sama og sýning og ætti enginn að leggja út i einkasýningu nema hann hafi getað helgað sig málara- listinni nær óskiptur i mörg ár, eða allavega látið hana sitja i fyrirrúmi. óróleg hvöss form og skerandi andstæður guls, rauðs og svarts litar eru greinilega merki um ólgu eða hugarangur. Myndirn- ar verða þvi eins konar dagbæk- ur tilfinninganna fyrir listakon- una, og til að leggja áherslu á heildar,,skap” hverrar myndar, skrifar hún á mörgum málum viðeigandi orð, eins og „Sárs- auki” (Douleur, Pain...;) inn I myndina. Oðrin notar hún svo sem full- gild myndform við hlið hinna frjálsu forma. Þessi frjálslegu vinnubrögö og tilfinningalega hispursleysi benda til þess að Myriam Bat-Yosef sé einn af mörgum arftökum Súrrealistanna, og þessi grunur minn var að nokkru leyti staðfestur á sýn- ingu hennar 1971 og einnig af ljósmyndum þeim sem finna má i Mokka af hinum máluðu hlut- um hennar. A þvi sviði er tilgangur hennar ekki aðeins sá að gleðja augað, heldur einnig aö grafa undan fjöldafram- leiöslugildi þeirra og gera hvern hlut að ævintýri, — en umbreyt- ing hlutarins var einmitt af stefnumörkum Súrrealismans. Vonandi fáum við að sjá fleiri hluti eftir Bat-Yosef i framtið- inni. Liklegt þykir mér að hið tilfinningalega og dekoratifa við list Myriam Bat-Yosef muni ekki vera mörgum islenskum listamönnum að skapi, þar sem þeirra arfleifð er hin stranga, franska myndbygging, „nor- rænt” litróf og dult skap. En eins og þeir eru Myriam Bat-Yosef trú sinum uppruna og arfleifð sem e.t.v. hindrar hana i þvi að gerast islenskur lista- maður, en gerir hana ávallt að aufúsugesti. Sýning Myriam Bat-Yosef á Moicka stendur til 26. ágúst. Ungur maöur, Grétar Magnús Guðmunds- son,alías Tarnús eða jafnvel Meistari Tarnús, sýnir þessa dagana 35 málverk að Kjarvalsstöð- um. Hann mun hafa lokið kennaraprófi frá Mynd- lista- og Handíðaskólan- um 1971, þar sem hann tók m.a. þátt i því anarkí sem fylgdi Combó Þórðar Ha!l. Siðan hefur hann að mestu haldið sig við brauðstrit í formi söngs og hljóðfæraleiks, en nú hefur málaralistin náð aftur á honum tangar- haldi. Ein mynda Tarnúsar á sýningunni. Það er ljóst að Tarnús er ekki alveg laus við hæfileika, visst litaskyn og primitift energi hef- ur hann. Aftur á móti bera mál- verkin þess skýrt merki að þau eru ekki vandlega fgrunduð vinna, heldur greinileg igripa- vinna án heildarsvips. Mest ber þar á nokkuð yfirborðskenndu fikti við popplist og geómetriu, þe. andst. flatra forma og hins figúratifa (nr. 4,5, 7, 9, 10 o.fl.) Þar sem æfingarleysi i teikningu, skortur á aðhaldi og timaþröng hafa varnað Tarnúsi aö finna einhverja haldgóða undirstöðu. Kjarval hefur sömuleiðis lagst mjög þungt á Tarnús (nr. 3,15, 22, 23, 25, 28, 34 & 35), sem hver og einn getur athugað með þvi að skreppa yfir i salinn hinumegin. Er það merkilegt fyrirbæri að margir ungir málarar skuli nú leita beint til Kjarvals — og eru áhrif hans yfirþyrmandi i verkum Tarnúsar, svo mjög að túlkun hans nálgast eftiröpun á köfl- um. 1 þeim verkum kemur þó fram nokkuö jákvæður persónu- legur kraftur og tilfinning fyrir lit. Tarnús viö myndina, sem hann málaöi á meöan popphljómsveit- in Paradis lék rokk I sýningarsal Kjarvalsstaöa. Þaö þarf ekki aö tiunda hversu mikinn hlut konur eiga I islenskri myndlist, en sérstak- lega mikill er þó hlutur erlendra listakvenna sem gifst hafa inn i islenska list. Þaö þarf ekki ann- aö en nefna nöfn eins og Bar- bara Arnason, Tove ólafsson, Karen Agnete Þórarinsson og Gréta Björnsson til aö sjá aö Is- lensk iist væri mun fátækari án framlags þeirra. I þessum flokki má telja Myriam Bat-Yosef, þótt aö mörgu leyti hafi hún sérstöðu, en hún fluttist hingað til lands 1958 með fyrrverandi manni sinum, Erró. Hefur hún verið viðloðandi Island siðan, hélt sýningu I Norræna húsinu 1971 og heldur nú sýningu á 28 mynd- um sinum á Mokka. Sérstaða hennar hefur m.a. fólgist I upp- runa hennar I Israel, og hinu austurlenska yfirbragði á list hennar sem I fljótu bragði virð- ist ekki hafa litast við kynni hennar af íslandi, eips og átti sér staö með þær listakönur sem nefndar eru hér að ofan. Hiö austurlenska yfirbragð felst i litavali hennar, sam- tvinnun fölra og skærra lita sem sjá má t.d. I persneskri list og sameiginlegt á hún einnig með persum og hún er óhrædd við að skreyta, að vera dekoratif og má minna á að Matisse var ekki heldur hræddur við skreytingu. Austurlensk er einnig hin reik- andi, bugöótta lina hennar, þótt Art Nouveau hafi einnig verið nefnt sem áhrifavaldur á list hennar — sem vefur sig fram og til baka eftir myndfletinum eins og I persnesku eða arabisku teppi. En þessi áhrif, meðvituð eða ómeðvituð, notar hún á hinn frjálsa og órökræna hátt nútima listamanns, en ekki með hinu stranga tilliti forn-araba og persa til samstæðna og samræmis. Verk hennar, eins og við sjáum þau á Mokka, virð- ast hreinar afstraksjónir I anda Kandisnkys, en Bat-Yosef sjálf vill meina að vatnslitamyndir hennar og lithografiur séu fremur „konkret” tjáning á tilfinningum hennar á vissum stað og stund. Þess vegna finn- um við gjarnan fjölda dagsetn- inga á við og dreif um sömu myndina, og sýna þær, ásamt lögun formsins, lit þess og stað- setningu, hvað er að brjótast innra með henni hverju sinni. Mjúk. bjúglaga form og mjukir, dekoratifir litir eru gjarnan boðberar jafnvægis og gleði, en Nokkrar myndanna, sem nú eru til sýnis á Mokka. — Ljósm: Bragi cTVlenningarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.