Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 16
16 _____________________ _________________________________________________________________________________________Vísir. Laugardagur 30. ágúst 1975 1 íSAG | í KVÖLD | | í DAG | í KVÖLD | | ÍDAG 1 Framtlö Grjótaþorps I Heykjavlk? Þeir, sem ætla aö ræöa þessa spurningu, eru þeir Hilmar ólafsson, forstiiöumaöur Þróunarstofn- unar Reykjavlkur, Gestur Ólafsson arkitekt, Magnús Skúlason arkitekt, ólafur Haukur Slmonarson rithöfundur, Höröur Ágústsson listmálari og Aslaug Ragnars blaöamaöur. Á myndinni eru talið frá vinstri Ólafur Haukur Slmonarson rithöf- undur, Baldur Kristjánsson stjórnandi þáttarins og Hreinn Valdimarsson tæknimaður útvarpsins. — Ljósm. JIM Sjónvarp sunnudag kl. 18.50: Dóra í Kaplaskjóli og hesturinn Skuggi Að þessu sinni fjallar mynda- flokkurinn um Dóru og hestana hennar i Kaplaskjóli um hestinn Skugga en eigandi hans er óð- alsbóndi nokkur i nágrenninu. Þetta er stökkkeppnishestur, en vegna þess aö dóttir óðalseig- andans hefur farið mjög illa með hestinn, m.a. bariö hann iha, er hann mjög órólegur. Til þess að róa hann og auka vellíð- an hans er honum komið fyrir i Kaplaskjóli hjá Dóru. Skugga er stolið og hlýtur myndin mjög óvæntan endi. —HE Myndin er af Dóru og bezta vininum hennar, hestinum. Á ógústkvöldi kl. 20.45 laugardag: LOKAÞÁTTUR LEIKRITSINS HVER MYRTI LÍKIÐ? — Sigmnr B. Hauksson sér um þóttinn Eins og venjulega er þáttur- inn A ágústkvöldi fulíur af glensi og grini. Aö þessu sinni ætlar Sigmar B. Ilauksson að skýra frá mjög merkilegri frétt, en hún er sú, að hagfræði verði lögð niður I öllum háskólum I heiminum. Af hverju? Það fáið þið að vita, ef þið hlustið á þátt Sigmars. Siðan verður þátturinn „Orð á borði”. Hlustendur geta hringt til þáttarins og spurt um alls kyns orð sem þeir vilja fá skýr- ingu á. Hvað er jarðfræðingur? Þeirri spurningu verðúr einnig svarað. Þá verður lokaþáttur hins stórbrotna sakamálaleikrits eftir Siggu i Túni, sem er hin is- lenzka Agatha Christie. Leikrit- ið heitir „Hver drap likið?” Þar segir m.a. frá Janis Bonde og Diddu blaðakonu, sem eru að reyna að komast á spor morð- ingjans. En þau lenda I alls kon- ar ævintýrum og misskilningi. Að lokum verður viðtal við Ole Normann, við vitum þvi miður engin deili á þeim manni. —HE Systurnar Janis og Linda Walker eins og þær lita út I dag og eins og þær litu út, þegar Janis var fimm ára en Linda þriggja ára. Mynd þessi var tekin við upptöku á sjónvarpsþætti þeirra systra, sem sýndur verður I kvöld. Sjónvarp kl. 20.55: Systur syngja saman — Janis Carol og Linda Walker syngja saman í fyrsta sinn Þær systurnar Janis og Linda Walker ætla að skemmta sjón- varpsáhorfendum i kvöld. Þótt þær séu þekktar söngkonur hér á landi, hvor i slnu lagi, þá hafa þæraldrei sungið saman fyrr en i þessum sjón varpsþætti. Reyndar tóku þær þátt i smá- keppni, sem haldin var i Lundúnum I tilefni krýningar Elisabetar Bretadrottningar, en þá var Janis tæplega fimm ára en Linda þriggja ára. Janis söng en Linda dansaði Búggý vúggý. Þær systurnar unnu keppnina. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Linda syngur nú með hljómsveit Hauks Morthens á Hótel Sögu, en Janis hefur sung- ið með þeim Drifu Kristjáns- dóttur og Helgu Steinsson, en þær vinkonurnar hafa kallað sig Nunnurnar. Janis hefur sungið i þeim poppsöngleikjum sem hér hafa verið sýndir. Einnig hefur hún sungið með ýmsum hljóm- sveitum við miklar vinsældir. Um framtiðaráætlanir þeirra systra er það að segja, að Linda hefur fengið tilboð frá Englandi um að syngja þar i landi. En hún hefur ekki ákveðið hvort hún tekur þessu tilboði. Janis ætlar að halda áfram að syngja með „Nunnunum” i vet- ur. Auk þess fer hún i Tónskóla Sigursveins til að læra á pianó. Hún mun halda áfram að syngja með Pólýfónkórnum eins og undanfarin ár. Annars sagðist Janis hafa mestan áhuga á að syngja jass, og ef til vill færi hún frekar út á þá braut. Báðar eru þær systur giftar og eiga bús og barna að gæta. Lögin, sem þær systur syngja ikvöld, eru úr ýmsum áttum, og sögðust þær vona að allir hefðu gaman af. —HE Hálftíminn kl. 19.35 á laugardag: Opinberun íslenzku frímúrarareglunnar Er hægt að gera útvarpsþátt, þar sem flett er ofan af starf- semi frimúrarareglunnar á ís- landi? Nei, það er ekki mögu- legt, þar eð allir i þeim félags- skap eru bundnir þagnarheiti og enginn „kjaftar frá”, mundi einhver segja. Þó ætla stjórn- endur „Hálftimans”, þeir Ingólfur Margeirsson og Lárus óskarsson að lýsa þvi sem fer fram innan reglunnar, siðum og venjum og öðru sliku. Upplýs- ingar sinar hafa þeir m.a. frá dönsku frfmúrarareglunni, sem hefur á undanförnum árum opn- að starfsemi sina, þannig að ekki er eins mikil leynd yfir reglunni og áður. -HE Við Heiðar Ástvaldsson dans- kennari veljum danslögin til skiptis á laugardögum, sagði Hulda Björnsdóttir, sem einnig er danskennari. Við vinnum eftir ákveðnu kerfi, þannig að við höfum fjór- ar syrpur af klassiskum dans- lögum og 3—4 syrpur af beatlög- um. Þeir, sem vinna á tónlistar- deild útvarpsins, ráða þessari tilhögun, en við veljum lögin. Ég reyni að hafa alltaf nýleg lög I beat-syrpunni. Einnig hef ég það til hliðsjónar, að góður taktur sé I lögunum. Annars er ekki mikið af nýjum danslögum niðri í útvarpi að mlnu áliti. Stundum hef ég lika syrpu af gömlum dönsum, en þeir eru alltaf vinsælir. Ég hef verið á dansskóla i tlu ár, þar af hef ég unnið sem kennari I fimm ár. Það tekur þrjú ár að verða danskennari. Kenndi ég hjá Heiðari Astvalds- syni jafnframt náminu, sagöi Hulda að lokum. HE Danskennari velur sunnudagslögin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.