Tíminn - 02.11.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.11.1966, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 2. nóvember 1966 . 9 TIMINN „MEÐ LEYFI AÐ SPYRJA: Heyrði ég rödd yðar í Radio Roma / Alltaf annað veifið' rekst mað ur á það í blöðum dönskum eða þýzkum, að þar hefur frú Irma Weile-Jónsson verið á ferð og birt er viðtal við hana, og ætíð skal hún nota tækifærið að aug lýsa ísland. Og þeir, sem hlusta á eriendar útvarpsstöðvar, eink um þýzkar, heyra stundum við töl við hana eða þá dagskrár, sem hún hefur sett saman um ísland, fyrst og fremst um list- ir og menningu á íslandi. Ég hef t.d. úrklippu úr blaðinu Hannoversche Presse, þar sem mynd er af frú Irmu á biað- skrifstofunni, er hún þrumar yfir hausamótunum á ritstjór- unum, og þeir segja frá því í blaði sínu, að hún lagði leið sína til íslands sumarið 1938, Dg raunar sé þeirri ferð ekki snn lokið, nema hvað hún skreppi til útlanda annað veif- ið. f greininni stendur enn- fremur: „Og síðan ann ég ekki aðeins íslandi" sagði hún hátt og ástríðufullt, „síðan hef ég verið haldin þeirri innri þörf að vekja atihygli á þessu landi“ („Usnd seitdem liebe ich ís- land nidht nur“ rief sie pathe- tisdh aus, „seitdem ist es mir ein inneres Bedúrinis geword- en, dieses Land popular zu macfhen“). Á dögunum átti ég leið út á Hótel Loftleiðir, og þar hitti ég frú Irmu. Ég spurði, hvort hún væri enn á leði til útlanda, en hún kvað svo eldd vera, heldur byggi hún þama í hótelinu á meðan ver- fyrra" ið væri að lagfæra íhúðina, þar sem hún hefur búið mörg ár hér í borg. Ég settist á skraf við hana stundarkorn, spurði, hvernig það hefði byrjað, að hún fór að auglýsa ísland í útlöndum. — Ég hef ætíð haft mikla þöri fyrir að ferðast og af því mikla ánægju, í rauninni 'nef ég byrjað nýtt líf með hverju ferðalagi. En það er ekki sama hvernig maður ferðast. Það er ekki nóg að ferðast með svo og svo mörgum farartækj- um, svo og svo mörg hundruð eða þúsund kílómetra. Maður verður að hafg augu og eyru opin, hug og hjarta, fyrir sérkennum þjóða og menning arverðmætum þeirra, er á vegi manns verðar. Ég er búin að ferðast víða, hef líklega heim- sótt þrjá fjórðu allra landa i Evrópu. Þetta víkkar sjóh- deildarhring minn og ég byrja nýtt iíf í hvert skipti, og því hef ég orðið mörg líf eins og kötturinn. Einu sinni, tyrir mörgum árum, áður en ég Koin hingað til íslands, var ég á ferð í Svfþjóð, i boði utanrík isráðuneytisins og fór þá að heimsækja Gotland, ásamt mörgum öðrum ferðamör.num. Þegar við komum til Visby, stig um við upp í langferðabíl, sem við áttum að ferðast í um alla eyjuna. Einu sinni kall- aði fararstjórinn á okkur, þar sem við höfðum matazt og ég kallaði eitthvað á móti — Frau Irma segir nokkur vel valin orð yfir hausamótum á ritstjór. um i Hannover. FerSataskan hennar, áletruð „icelandair1', slendur á borðinu. á frönsku. Þá vikur sér að mér kona ein i hópnum og seg ir við mig: „Fyrirgefið þér fröken. En með leyfi að spyrja. getur það verið, að það hafið verið þér, sem ég heyrði til í Radio Roma í fyrra? Mér finnst þetta endilega vera sama röddin og söng á níu tungumál um m.a. tvö sænsk þjóðlög i Rómarútvarpinu." Þetta var öld ungis rétt hjá blessaðri Kon unni, en ekki átti ég von á þvi að vera spurð þessa alla leið norður í Svíþjóð, hvort ég hefð> verið að tala og syngja í út varpi suður í Rómaborg. Þessi kona var gift sænskum lyfsala og þau áttu sumarbústað þar á Gotlandi, sem Valdimar Atter dag Danakonungur dvaldist, er hann var á Gotlandi, og brunn úrínn hans var í bústaðarlandi þeirra. Hún fór svo með mig þangað, og þannig atvikaðist það, að ég drakk vatnið úr sama brunninum og Valdimar Atterdag. Finnst þér þetta ekki skrítið? Jæja, en þetta um útvarpsdagskrána mína í Róm og þessa ágætu frú í Svíþjóð varð mér minnisstætt og eigin- lega hafði ég þetta til marks, þegar ég fór að hugsa um að vekja athygli á íslandi og ís- lenzkri menningu meðSl ann- arra þjóða, þar hlytu blöð og útvarp að vera áhrifamesti mið illinn, þetta sýndi það. Raunar var mitt fyrsta verk hér á landi að flytja útvarpserindi á sex tungumálum í stuttbylgju- útvarpi frá Útvarp Reykjavík til sex landa. Síðan hef ég oft flutt útvarpserindi um ísland erlendis. Og ég kann ekki tölu á þeim blaðaviðtölum við mig, sem birzt hafa í erlendum blöð um. Og enn vitna ég í annað þýzkt blaðaviðtal, sem birtist í „Pyrmonter Naohrichten: ‘ „Frú Irma, undir því nafni gengur hún meðal landa sinna á íslandi hin fyrrverandi söng- ikona, píanóleikari og blaða- kona, er fædd í Pisa á Ítalíu, uppalin í Berlín, nú er hún komin enn einu sinni til Þýzka lands til að brúa betur bilið miUi þess og nýja fósturlands síns, íslands. 1938 ferðaðist þesni lágvaxna, hnellna en yfirvættis skapheita kona til ís lands. Og tryggð hennar við þetta land er slík, að hún kem ur fram fyrir þess hönd líkt og e. k. „sendiherra án sendi ráðs.“ Ég fer nú að minnast á það við Irmu, er hinn heimsfrægi píanóleikari Caludio Arrau kom hingað í haust, og það kom á daginn og vakti mikla athygli, að þau eru gömul skóla systkin frá Berlín. — Ætlaðirðu fyrst að gerast píanóleikari? — Ég heí verið hvort tveggja, fyrst píanóleikari, en síðar gerði ég meiri alvöru úr því að koma fram sem söng- kona. Við vorum saman í skóla við Claudio Arrau frá Chile, hjá þeim framúrskarandi kenn ara Martin Krause, og kennari hans hafði verið enginn ann- ar en sjálfur Franz Liszt. Aldr ei verð ég svo gömul, að ég gleymi því, er ég kom fram á nemenadatónleikum í Beethov en-salnum í Berlín sumarið 1914. Þessir tónleikar vöktu mikl aathygli fyrirfram, þvi að þar komu aðeins fram nem- endur úr meistaraflokki r„Meister Klasse"). Ég hef víst staðið mig vel, því að ég fékk silfurpening í verðlaun. sem tónlistarmaðurinn Gustav Halla gaf og var hann þar sjálfur viðstaddur. En áður en tónleikarnir voru á enda, tók ég eftir því, að Hallánder var í hvíslingum við einhverja uppi á svölunum, og síðan gengu þeir út. Þegar svo þessari þraut var lokið og ég gekk út á gang stéttina með mínu fólki, virt- ist allt vera á tjá og tundri. Og fljótt urðum við þess áskynja, hvað gerzt hafði. Blaðastrákarnir kölluðu hver • kapp við annan: „Aukablað. Aukablað.“ Og frétt dagsins var sú, að Ferdinand e.rkihertogi hafði verið myrtur í Sarajevó Heimsstyrjöldin var byriuð Þetta kom yfir mig eins o? þurma ofan í fögngðinn vfir árangrinum af tónleikunum En ringulreið fólksins þarna a götunni var óskapleg. Og gerðu þó vfst fáir sér í hugarlund allar þær skelfingar, sem attu eftir að dynja yfir þessa borg. En svona var þetta, það skeði sama daginn, að ég fékk þessa viðurkenningu fyrir píanóleik í Beethoven-salnum og heims- styrjöldin skall á. FIMMTUGUR í DAG: Öli Valdimarsson framkvæmdastjóri Þeir menn, sem svo að segja dag hvern standa í ströngu og inna af höndum vandmeðfarm þjónustustörf, eiga meiri þökk og viðurkenningu skilið, en þeim alla jafna er í té látin. Oft er það líka svo, að þá fyrst, þegar slíkir merin hætta störium eða falla frá, kem- ur í ljós, og oft sárlega, þetta fornkveðna: „Enginn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.“ Einn þessara manna er og verð- ur áreiðanlega Óli Valdimarsson, framkvæmdastjóri Vélbáta- ábyrgðarfélagsins GRÓTTU og for stöðumaður Reikningaskrifstofu sjávarútvegsins. Sem betur fer, nýtur hans enn við í tiltölulega fullu fjöri, en hann ér ásamt konu sinni nýstiginn á land úr frægri för, sem vonandi hefur crð ið honum til nokkurrar hvildar og hressingar, þrátt fyrir allt, er á hefur gengið! Þess þarfnaðist hann Óli, því að hann var orðinn þreyít ur — mér liggur við að segja langþreyttur. En þótt fráverutím inn væri ekki orðinn lengri, sökn uðu samt margir vinar í stað Óli Valdimarsson er fæddur 2. nóv. 1916, svo að engum blöðum er um það að fletta, að maðurinn er fimmtugur. Fæðingarstaður hans er Meðalfell í Hornafirði — því stórbrotna og fagra um- hverfi — og foreldrar hans Sig- ríður Einarsdóttir bónda þar Þor- leifssonar og Valdimar Benedikts son kennari í iieykjavík. Ekki kann ég að greina frekar frá ætt- um þeirra eða ættareinkennum, en góður er Óli! Hann lauk burtfararprófi frá Samvinnuskól anum vorið 1938 með loflegum vitnisburði eftir aðeins vetrar nám. Skömmu síðar gerðist hann blaða maður við Alþýðublaðið og rit- stjóri Nýja skákblaðsins var Óli árin 1940 — 1941. Seinna varð hann svo aðalbókari við fyrirtæki þess ágæta athafnamanns Jóns heit ins Loftssonar, unz hann tók við forstöðu Reikningaskrifstofu sjáv arútvegsins 1948, starii, sem hann ásamt öðru gegnir enn þann dag í dag. Þar hefur notið sín einkar vel meðfædd og áunnin glögg- skyggni hans í meðferð talna, því að nærri má geta, hvort ekki hef- ur stundum verið úr sundurleitu og ósamstæðu að moða! Þótt við Óli Valdimarsson þekkt umst frá „gamalli tíð“, var það ekki fyrr en um það bil fyrir ára tug, að leiðir okkar tóku að liggja talsvert saman, en þá tók hann við framkvæmdastjórn GRÓTTU af Arnóri heitnum Guðmundssyni, sem bar mjög hag fyrirtækisins fyrir briósti. Hann lét þá áf störi um fyrir aldurs sakir og lagði ein dregið til, að Óli yrði eftirmaður sinn. Sýnir það vel, hvert álit Arn ór hafði á þessum margra ára nána samstarfsmanni sínum. Er ekki ofmælt, að vandasömum störium sínum fyrir GRÓTTU hafi Óli sinnt á þann veg, að flestir, ef ekki allir munu ljúka upp einum munni varðandi samstarfslipurð hans, sanngirni og góðvild. Sjálf- ur tek ég undir shkan vitnisburð sem endurskoðandi fyrirtækisins um nokkuð margra ára skeið. Það er vissulega leitun á jafnhæf- um manni til svo viðkvæmra starfa Það er ekki aðeins, að sigling milli skers og báru sé stundum vandasöm á sjónum. Hún getur einnig verið það á landi — ekki sízt í samskiptum vátrygginga- félags við snjalla og aðgangsfreka „stýrimenn" skipanna! En þeirri siglingu hefur Óli komizt klakk- laust út úr með sæmd og prýði. Það er nú orðið nokkuð langt síðan Óli lék sér mjög auðveldlega að þvi að máta mig. Hvort tveggja var, að mig skorfi þá fasthygli, sem til þarf, enda hann þá þegar orðinn með þekktari taflmönnum landsins, og varð meistaraflokks maður síðar -Voru þeir miklir mát ar listamaðurinn Eggert heitinn Gilfer og Óli, enda um sumt ekki svo ólíkir- Auk þess mun hið hlýja hjarta Óla hafa hrærzt af nokkr- um einmanaleik Eggerts síðustu árin. Var hann þá stundum tíður gestur á heimili þeirra hjóna. En Óli er ekki aðeins slyngur taflmaður á skákborðinu. Hann hef ur einnig sýnt það mörgum betur, að hann kann góð skil á mann- gangi lifsins sjálfs. íhugull athug- ar hann sinn og annarra gang og leik, og rasar ekki um ráð fram. Óli er hið mesta tryggðatröll, og er hann mörgum minnisstæð ur haukur i horni. Góðvild hans og hjálpfýsi ef svo ber undir, ríð ur ekki við einteyming. Um það get ég sjálur borið. Óli Valdimarsson er, eins og að líkum lætur með svo góðan mann, hinn ágætasti heimilisfaðir. Á þess um tímamótum í lífi hans óska ég ágætri konu hans, börnum þeirra og barnabörnum til ham- ingju. Megi þau sem lengst fá not ið umhyggju hans og ástúðar, sem aldrei bregzt, og aðrir þeir, sem hann hefur saman við að sælda, góðvilja hans og greiðvikni. Ég veit, að ég mæli fyrir munn margra, þegar ég flyt Óla sjálf- um þakkir og árnaðaróskir, því að enginn myndi kjósa sér ann- an frekar til samneytis. Slíka gæða menn er gott að umgangast. Væri vel, ef land og þjóð ættu sem flesta slíka. Ég þrýsti fast hönd þína, Óli minn, með innilegu þakklæti fyrir allt og allt. Lifðu heill til faárrar elli! Baldvin Þ. Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.