Vísir - 15.11.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 15.11.1975, Blaðsíða 4
4 KIRKJAM O Hugleiöing Kirkjusiöunnar i dag fjaliar um fyrirgefn- inguna og þaö hugarfar, sem er forsenda hennar. Höfundur þessarar hug- vekju er presturinn á Raufar- höfn — sr. Kristján Valur Ingóifsson. Hann er Þingey- ingur, f. á Grenivfk áriö 1947, varö stúdent áriö 1968 og lauk prófi I guöfræöi 28. sept. 1974. Daginn eftir var hann vígöur til Raufarhafnarprestakalls, þar sem hann var settur prest- ur en skipaöur 1. mái 1975. Siö- an 1. febrúar s.I. hefur hann veriö settur prestur I Sauöa- nesprestakalli. Kona sr. Kristjáns er Margrét Bóasdóttir Ur Mý- vatnssveit, f. 1952. Hún er kennari aö mennt og hefur iokiö tónmennta- og einsöngv- araprófi. Hún kennir nú viö skólann á Raufarhöfn. HUGLEIÐING EFTIR SR. KRISTJÁN VAL INGÓLFSSON Lífsvatnið Jesús sagði: Hvern þann, sem drekkuraf vatninu, sem ég mun gefa honum, mun aldrei að eilifu þyrsta, heldur mun vatn- iö, sem ég mun gefa honum verða i honum að lind, er sprett- ur upp til eilifs lifs. Sambandslínan Ljótur munnsöfnuður var eit- ur i beinum móður minnar. Ef það henti okkur að segja ljótt orð, var óðara tekið fyrir það með umvöndunum og leiðbein- ingu. „Blótsyrði er ákall til myrkrahöfðingjans,” sagði hún. Þau væru sambandslina milli mannsins og hins illa vjalcfs þótt maðurinn gerði sér ekki ’grein fyrir þvi, og ljótum munnsöfn- uði fylgdi fleira óhreint. — Þetta var hennar skoöun. (Ásm. Eiriksson.) ÞÚ MUNT LEIÐA MIG Þú munt leiða mig eftir ályktun þinni og siðan láta mig ná sæmd. Hvern á ég ann- ars að á himnum? Hafi ég þig, hirði ég eigi um neitt á jörðu. Þótt hold mitt og hjarta tærist er Guð bjarg hjarta mins og hlutskipti mitt um eilifð. Sálm. 73, 34-36. LÍF HANS VAR LEIT Llf hans var leit að hinu æðsta, fyrst og fremst að Guði. Hann leitaði og hann fann. Og Guð var ekkií storminum og ekki i landskjálftanum og ekki i eld- inum. Hann var, eins og forð- um i hinum bliða blæ. Og trúarjátning Matthiasar var þessi: 1 sannleik hvar, sem sólin skin er sjálfur Guð að leita þin. (Einireiöin 1935). GJAFIR TIL KRISTNIBOÐS A þessu ári til ágústloka námu gjafir til Kristniboðssam- bands Islands rúml. fimm og hálfri milljón króna eða nákvæmlega kr. 5.589.862. Á TÍMAMÓTUM Við stöndum á alvarlegum timamótum i áfengismálum nú, svo alvarlegum, að mig furðar næstum á, að hver einasti kennari og prestur skuli ekki skipta sér saman i sveit til að firra þjóð sina eftir megni því mikla böli, sem áfengið er að valda þjóðfélag- inu”. Þessi orð skrifaði Hannes J. Magnússon i Kirkjuritið fyrir 40árum. Ekki eiga þau sið- ur við nú. Hver kennari og prestur getur áreiðanlega tekið þau til sin i dag eins og fyrir fjórum tugum ára. Raufarhafn- arkirkja Þessa fallegu mynd af kirkj- unni á Raufarhöfn tók Jó- hanna Björnsdóttir á fögrum sumardegi, þ. 12. júli 1969. Myndin er líka talandi fyrir atvinnu sóknarbarnanna. Báturinn i fjörunni minnir á sjósókn og sjávarútveg. Raufarhafnarkirkja var reist áriö 1928, þvi aö meö stjórnarráösbréfi fimm ár- um áöur var ákveöið aö flytja skyldi kirkjuna frá Asmundarstöðum á Sléttu I þéttbýliö á Raufarhöfn. Og meö iögum frá árinu 1936 var þaö lögfest aö presturinn skyidi búa á Raufarhöfn en ekki á Svalbarði i Þistilfiröi eins og veriö haföi um alda- raöir. Sira Kristján Valur Ingóifsson er fjórði sóknar- presturinn, sem á heima á Raufarhöfn. Bæn: Frelsa oss Drottinn Guö frá þeim anda, sem vekur missætti frá þvi skaplyndi, sem neitar að fyrirgefa og vill ekki gleyma, og frá vantrú á mátt þinn tii að breyta hjörtdm mannanna. Þess biöjum vér þig sakir Drottins vors Jesú Krists. Amen. Þú manst eftir guðspjallinu um skulduga þjóninn, sem ekki gat greitt húsbónda sinum. Þú manst, að húsbóndinn gaf honum upp skuldina, sem þó var mjög mikil. Þessi sami þjónn var þó gvo miskunnarlaus, að hann lét varpa samþjóni sinum i fangelsi, af þvi hann gat ekki greitt smáupphæð. Og guðspjallið segir: En er samþjónar hans sáu hvað orðið var, urðu þeir mjög hryggir, og þeir komu og sögðu húsbónda sin- um allt sem orðið var. Þá lét hús- bóndi hans kalla hann til sín og segir við hann: Illi þjónn, ég gaf þér upp alla skuldina, með þvi að þú baðst mig, bar þá eigi einnig þér að vera miskunnsamur við samþjón þinn, eins og ég var miskunnsamur við þig. Og hús- bóndi hans varð reiður, og seldi hann i hendur böðlunum, þangað til hann hefði borgað alla skuld- ina. Þannig mun einnig faöir minn himneskur breyta við yöur ef þér fyrirgefið ekki hver og einn af hjarta bróöur yöar. (Matt. 18: 23-35). Þannig endaði Jesús þessa dæmisögu. Þessi setning knýr oss til ihugunar um lif vort og starf. A margra vörum er nú einskon- ar máltæki svohljóðandi: ,,Nú eru erfiðir timar”. Vissulega eru erfiðir timar. Þeir hafa verið það um aldaraðir. Til er saga, sem segir frá manni nokkrum, sem skarst illa á höfði. 1 stað þess að leita læknis, tróð hann húfu á höfuðið til þess að hylja sárið. Hann hafði samt sáran verk i höfðinu, og hann hugsaði: Þung- an kross verð ég að bera, sem er þessi höfuðverkur. — Sárið bólgn- aði og það gróf i þvi, og það hljóp drep i það, sem siðan breiddist út, með þeim afleiðingum að maður- inn dó. Þessi saga er áreiðanlega lygi. Meira að segja ótrúleg lygi. Samt er nákvæmlega samskonar lygi að gerast allt i kring um oss. Það eru kýli á þjóðarlikaman- um, og vér troðum á þau húfu- pottloki og segjum: Það eru erfiö- ir timar! Vist verður aö stinga á þessum kýlum.en þaðeitt er ekki nægjanlegt, þaö þarf að kveða niður þá kýlapest, sem herjar allt mannlif og gerir hina góðu sköpun Guðs, veröldina, illa að yfirbragði. Pestarvaldurinn, — sýkillinn, er finnanlegur i oss sjálfum i liki e.igingirni og sjálfselsku. Þar verður þvi hreinsun vor að hefj- ast. Það er almennt viðurkennt, að ég verði að vera fljótur til að rota andstæðing minn, ef ég vil ekki liggja sjálfur. Hið gamla orð: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn sýnist enn i fullu gildi, enda er því dyggilega haldið uppi af fyrr- greindum sýkli. Hún virkar hjáróma röddin sem segir: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yð- ur. Inntak þessa guðspjalls er fyrirgefning, en það er kúnst, sem sjálfselska og eigingirni kunna ekki, og' vilja ekki læra. Fagnaðarerindið er heiminum heimska. Hvað stoðar það þótt einhverjir kennimenn hrópi það yfir söfnuð- ina að Orð Guðs standi stöðugt, og að það sé óbrigðult lifakkeri, þegar heimurinn allur er á önd- verðum meiði. Það er þá kannski slegið af kenningunni, og boðuð afsláttar guðfræði, kærleikur Guðs með sykurhúð og súkkulaði- sósu. Allt er svo fallegt og gott, að meðan heimshyggjan gæðir sér á súkkulaðinu, heldur hrunadans- inn áfram með meiri hraða, af þvi að Guð er álitinn alvörulaus Guð, einskonar gervijólatré til að skreyta og dansa i kring um við hátiðleg tækifæri. Hvað varðar oss um fyrirgefningu Guðs? Ekk- ert? Ef ég segi þér i krafti þess orðs er ég er settur til að þjóna að þú sért ábyrgur fyrir Guði, af þvi þú ert á pappirnum skráður i kirkjuna hans og verðir krafinn reikningsskapar, þá er málið leyst með þvi að segja að ég sé fordóma- og hrokafullur. Ef Guðs orð segir þér að þú sért dauðasek- ur, af þvi að þú reiðist við bróður þinn, og þarft fyrirgefningu Guðs til að öðlast eilift lif, þá er sagt að nú séu breyttir timar, og þar með breytt merking þessarra orða. VCRIÐ FÚS Tll AÐ FYRIRGCFA Vér erum sek. Sekt vor er svo mikil, að hún er ekki lengur geymd i fylgsnum hugans, heldur hrópar hún á strætum úti. Fyrir- gefning Guðs er bundin skilyrði. Hún fæst aðeins ef þú fyrirgefur sjálfur. Ef ekki þá kallar þú yfir þig reiði hans, og þér er kastað út. Reiði hans er hin agandi reiði, sem rekur oss á knén, er vér sjá- um hver brestur vor er til þess að biðja hann fyrirgefningar. Og þá mætir oss þetta orð hans, svo sem þér fyrirgefið skuldunautum yð- ar, þannig fyrirgef ég einnig yð- ur, sem eruð eilifir yfirtroðslu- menn, ósjálfbjarga ef þér eruð ekki daglega leiddir við hönd. All- ar sjálfstæðar tilraunir til að komast upp til himna eru fyrir fram vonlausar. Allar tilraunir til að hreinsa hjörtu voru af eigin- girni og sjálfselsku sömuleiðis. Vér getum aldrei byggt neins- konar himnariki á jörð. Allar tilraunir til að leysa heiminn úr þvi illa feni, sem hann lyktar af, eru vonlausar. Við höfum fallið frá Guði, og tekið að tilbiðja afguð i oss sjálfum. Sérðu, — finnurðu þörfina fyrir hreinsun, endurnýjun? Þá hefur Guð snortið þig með heilögum anda sinum. Krjúptu. Guð fyrirgefur. Hann hefur sjálf- ur byggt brúna, sem vér þörfn- umst. Reikningurinn þinn er þú gætir aldrei greitt er stimplaður með einum krossi. Guð kom til móts við þig, og keypti þig lausan i krossdauða Jesú Krists. „Verið þessvegna góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir og fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og lika Guð hefur i Kristi fyrirgefið yður. (Ef. 4:32). Amen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.