Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Vísir - 20.11.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 20.11.1975, Blaðsíða 11
VÍSIR Fimmtudagur 20. nóvember 1975. Landsbókavörður flytur bókaspjall ó Gutenbergsýn- ingunni í kvöld Bókamessan i Frankfurt, nefnist teikningin hér að ofan. Menn fluttu ekki aðeins bjórinn i ámum á 17. öld, heidur einnig bækur. En við erum ekki stödd i Frankfurt heldur á Kjarvalsstöðum, enþangaðbrá Visir sér tiiaðlitaá Gutenbergsýninguna. Það fyrsta, sem ber fyrir augu er gamla Gutenberg- pressan. Þar geta menn fengið prentuð blöð fyrir sig ókeypis meðan þeir skoða sýninguna. Annað prentblaðið er úr Guten- berg-bibliunni og hitt með is- lenskum myndum úr miðalda- bók Ólai Magnús. Margt annarra fágætra gripa getur að lita á sýningunni. Ber þar hæst Guðbarndsbibliu frá 1587. 1 kvöld kl. 9 flytur Finnbogi Guðmundsson, Landsbóka- vörður, það sem hann nefnir bókaspjall. Verður þar rakin bókagerð á íslandi frá upphafi. 1 lok bókaspjalls Finnboga fjallar hann um nokkra þjóðkunna skrifara, sem rituðu i kapp við prentlistina, litu á hana sem keppinaut fremur en ofjarl. Dregið verður næst i gesta- happdrættinu á föstudags- morgun, úr aðgöngumiðum þriðjudags til föstudags. Að sýningu lokinni verður dregið úr öllum seldum happ- drættismiðum og er vinningur- inn þá: Þjóðsögur Jóns Arna- sonar (verðmæti 18 þúsund krónur). Tveir ungir sýningargestir virða fyrir sér gömlu Gutenberg- pressuna. Starfsmenn voru rétt ókomnir til að prenta fyrir þá prentblöðin. Ef til vill fá þeir nöfnin sin prentuö á þau lika. ___________________________________n Létta laufblað og vœngur fugls A þessu ári tók til starfa á vegum menntamálaráðuneyta Norðurlanda norrænn þýðingar- sjóður, sem er ætlað það hlut- verk að greiða fyrir þýðingum bókmennta af einu norður- landamáli á annaö. Fyrsta bókin, sem út kemur á islensku með stuðningi Norræna þýðingarsjóðsins er ljóðabók eftir finnsk-sænska skáldið Gunnar Björling i islenskri þýðingu Einars Braga. Nefnist hún á islensku Létta laufblað og vængur fugls. Útgefandi er Bókaútgáfan Letur. í bókinni eru rúmlega 70 ljóð frá ýmsum skeiðum á skáldferli Björlings, ásamt ýtarlegum for- mála um skáldið eftir þýðandann. Gunnar Björling er einn af frumherjum nútíma- ljóðsins á Norðurlöndum. -ÁG. Má/ningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433og33414 íslensk framleiðsla Eigum ó lager eftirtaldar bókbandsvélar MJÖG HAGSTÆTT VERÐ STALVIRKINN H F Skeifan 5 sími 85260

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 264. Tölublað (20.11.1975)
https://timarit.is/issue/239314

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

264. Tölublað (20.11.1975)

Aðgerðir: