Vísir - 13.12.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 13.12.1975, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 13. desember 1975. VISIR KIRKJAN OCir ÞJÓÐIM Nú fer að styttast til jólanna, þessarar blessuðu hátiðar, sem stendur hjarta okkar næst. Dag- lega segja blöðin okkur hve margir dagarnir eru þar til hin mikla hátið gengur i garð með helgan anda himni frá, hjartans frið og^gleði. Aðventan — jólafastan — er hinn árlegi undanfari jólanna. Með réttu á hún að hafa yfir sér hinn vondjarfa hátiöarblæ eftir- væ n t i n ga r i n na r . Fyrsti sunnudagur hennar var i gamla daga allmikill hátiðisdagur enda er hann nýársdagur kirkj- unnar. Þá fór viða fram altaris- ganga. Nú er fyrsti sunnudagur að- ventu aftur að vinna sér nokkra sérstöðu. Kirkjur eru þá að jafnaði betur sóttar en aðra sunnudaga, og haldnar eru samkomur að kvöldi þessa dags. Til þeirra er vandað og þæreru viöa fjölsóttar. Óneitan- ,lega ættu þær að geta stuðlað að heilbrigðari og uppbyggilegri undirbúningi jólanna heldur en okkur hefur tekist i öllu vöru- flóðinu og gjafagnægðinni. Annað, sem einkennir aðvent- una nú, ekki sist siðustu vikuna fyrir jólin, eru „litlu jólin” svo- nefndu. Þau eru haldin i skólun- um og i rauninni ekki nema gott eitt um þau að segja, enda fara fram með mestu prýöi. En við skulum muna eftir þvi aö við eigum hvorki til litil jól né stór jól, heldur aðeins jólin, hina dýrðlegu fagnaðarhátið, sem með birtu og blessun kemur til okkar allra á ársins dimmasta tima. En það eru fleiri, sem halda „litlu jólin” heldur en kennar- arnir og blessuð börnin i skólun- um. Sumstaðari fyrirtækjum og stofnunum komst, a.m.k. á timabili, sú venja á að fagna jói- um, eða öllu heldur jólafriinu, með smávegis gleðskap eða gera sér einhvern dagamun. Þetta gat sýnst eðlilegt og sak- laust. En „mjótt er mundangs- hófið” stendur þar. Og svo er einnig hér. Að öllu sé i hófs tillt á ekki siður við » á þessu sviði en annarsstaðar. Og ekki mátti Bakkus koma hér mikið vió sögu svo að leiðindi hlytust af, og skyggðu á bjarmann af hinni réttu tilhlökkun og sönnu jóla- gleði. Það eru ekki allir svo sterkir þegar út á það hála svell er komið. Af allt öðrum toga og annars eðlis eru „litiu jólin”, sem sá er þetta ritar, hefur heyrt að eitt stærsta fyrirtæki landsins stofni til með starfsfólki sinu siðasta vinnudag fyrir jólafri. Hið fjöl- menna starfslið safnast saman á einn stað. Það eru sungnir jólasálmar. Það er flutt ræða eða hugvekja. Yfir samkomunni er helgur blær aðventunnar, loftið er mettað af anda hans, sem kom til að færa frelsi og frið .á jörð og vera öllu mannkyni vegurinn, sannleikurinn og lifið. Þetta er fagur dráttur i jóla- haldi eða öllu heldur undirbún- ingi þess, eins og öll aðventan á að réttu lagi að vera. Og nú er hún enn einu sinni að koma til okkar þessi fagnaðarrika fæðingarhátið frelsarans. 1 dag eru 10 dagar þar til hún verður hringd inn á aðfangadagskvöld. Þeirrar stundar munum við öll njóta i barnslegri auðmykt og hrifn- ingu hvortsem við höfum haldið „litil jól” eða ekki. Hitt er mest um vert að við höfum búið jólanna heilaga syni rúm i hjörtum okkar og tokum fagn- andi á móti hinum himneska boðskap þegar gleðifregn er flutt oss ný úr fögrum himinsölum. Sá Guð, er hæst býr hæðum i vill hér i jarðardölum oss búa hjá. Um blessun þá og birta leyndardóma, Guðs englaradddir róma. Eftir sr. Agúst Sigurðs- son. Mælifelli. Eftirfarandi lýsingu á kirkj- unni á hinum forna og merka kirkjustað, Vallanesi á Völlum, fékk Kirkjusiða Visis hjá sr. Agúst Sigurðssyni. en hann var prestur i Vallanesi árin 966-1970. -Um Vallaneskirkju núverandi virðistekki margt að segja. Hún er steinsteypt hús, vigð sumarið 1931. Þó er vert að geta þess, að hún er veglegri og fallegri i hlutföllum en flestar þær kirkj- ur, sem reistar voru á árunum eftir hinni einföldu teikningu Guðjóns Samúelssonar. Kirkjur af þessari týpu kallar sira Magnús Már „kreppukirkjur”. Gömul mynd frá Vallanesi. Vallaneshjáleiga tii vinstri. Jaðar ámiðri myndinni niðri við fljótið. - VAllANtSKMJA en mjög er sparnaöarlegt og raunar aökreppt að sérbyggja kórinn á ekki stærri húsum og sömuleiöis turninn á stöpli sem notast svo sem forkirkja. Er þessi kreppukirkjustlll bæði ljótur og fram úr hófi óhentug- ur, en þrengsli tii fulls baga i kór og engar geymslur eða stigagangur við forkirkjuna. Sleppum þvi þó nú. Vallanes- kirkja ber af sy sturkirkjum sinum af þvi að hún var hvorki gerð lægri, mjó.rri né styttri en Guðjón heitinn ætlaðist til Sorg- leg dæmi um slika gerö má hvarvetna finna (Kálfafells- staður, Staðarstaður, Mælifell ogviðar.). Þámá telja aö Valla- neskirkja sé mjög gott sönghús og er ekki annars staöar betra að tóna. Lestur fyrir altari hins vegar heldur erfiður. Altari er stórt og sómir sér vel, dúkur og klæði venjulegt og fer ágætlega. Stjakar 2, háir og bera altaris- kerti i fullri stærð. Taflan er eft- ir Lund, báturinn gæti eins verið á Fljótinu og Geneserevatninu. Snotur, en vitanl. ekki dýrmæt. Kaleikurinn vænn og fallega lagaöur, silfursmiði frá 1836, sveinsstykki, gerl i Khöfn, en smiðurinn islenskur (ekki patina). Bakjyiö altarið er litil geymsla annars vegar, en hins vegar skrúðhús, afar litið. Eng- ar gamlar bækur, en góð Biblfa, sem frú Björg Jónsdóttir gaf til minningar um sira Sigurð mann sinn, sem var pr. i Vallanesi 1924-35 og lét reisa kirkjuna. Litað gler aðeins i kórgluggum. Minningarg jöf sira Péturs Magnússonar um móður hans, frú Ingibjörgu Pétursdóttur Eggerz. Altarið úr gömlu kirkj- unni (1824) setti ég þar sem áð- ur var ofn, en hann fjarlægður, er rafmagn var tekið til upp- hitunar. A þvi altari gamali kertastjaki 3 arma, þungur af kopar. Fornan ljósahjálm lét ég lagfæra syðra og setti upp framarlega, innar stærri hjálm- ur, sem fer vel eftir að ég brons- aði hann að nýju. Ekki þótti komatilmála aðraflýsa nema aðeins: 3 litt áberandi veggljós hvorum megin milli glugga. Orgelið flutti ég i norðvestur- homið. Hvergi var rúm fyrir það né söngfólkið. Er það mikill galli á teikningu Guðjóns, en ekki loft, né unnt að koma þvi fyrir. Orgelið er gamalt, ekki sterkt, en hljómar vel og hefur aldrei brugðist. Kirkjan tekur um 90 manns, nú i sókninni 180. Klukkur eru svo góðar, að orð er á gerandi. Eitt er ótalið enn: Skirnarfonturinn. Einkennileg smið, likl. innlend og Ur gildum rekavið, en hann er massifur, lokið sömul. úr einum bol. Renaissance-skreytingar. Skál- in er af silfri, minningargj. 1782 um sira Pál Guðmundsson og hans maddömu, hefur verið með gullhúð. Vallaneskirkja stóð áður 25 m. utar og i kirkjugarðinum, kirkjudyr gegnt bæjardyrum... Þar sem þær voru s et ti égm innis- varöann um sr. Stefán Ólafsson. Annars ekki vandi að gizka á legastað hans: i kór hins foma kirkjustæðis. Gamla bæjarstæð- ið var svo girt með kirkju- garðinum og kirkjan varð þá innangarðs. Mikill fjöldi af plöntum gróðursettur þar. Að innan er Vallaneskirkja máluð i ljósum, bláum lit, fal- legir smárúðugluggarnir, hvitir báðumegin, en að utan er hún jarðgul með skýjahvitu þaki. A bekkjum hurðum o.fl. er vönduð eikarmálning frá tið sr. Péturs Magnússonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.