Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK
MORGUNBLAÐSJNS.
Sunnudaginn 22. nóv. 1925.
Frá ísafirði til Reykjavíkur.
Feröasaga frá sumrinu 1896.
Eftir Sveinbjörn Egilson.
Það eru liðin rúm 29 ár síðan
ferð sú var farin, sem hjer rœðir
um. Ymislegar missagnir koma
tíðum fram þegar um skipreika
ræðir, en sögur þær er fóru af
mjer eftir þessa stuttu ferð, voru
mjer ókunnar í heilt ár og er jeg
heyrði þá helstu, kvöld eitt við
'toddý-drykkju í hóp góðra vina
inni hjá Halberg á hótel „ísland"
þá átti að gefa mjer á hann, vegna
þess jeg mótmælti því, að skonn-
ortan „Neptunus" hefði komið að
mjer á sundi með mann, er sat
klofvega á brjósti mjer, 20 sjómíl-
ur vestur af Ondverðarnesi. Að
vísu var sagan svo, að hefði hún
verið sönn, hefði jeg ekki verið
staddur á hótel „Islandi" því þá
hefði jeg þegar sett met í sundi
yfir Ermarsund og haldið mjer
þar, sem sú list gefur af sjer
peninga. Sá sem við mig stældi,
sat við sinn keip og jeg reyndi
að leiðrjetta missagnir og var
komið í hart, þegar Þorgrímur
heitinn Gudmundsen kom að og
spurði mig, hvort jeg ekki vijáj
fara með frönskum togara tit í
'flóann þá nótt og vísa skipstjór-
anum á fisk, og þar sem jeg enga
hugmynd hafði um, hvar hann
væri að finna, en hafði svo oft
.orðið þess var, að menn töluðu
um ýmjslegt í sjónum og á botni
hans, sem væru það staðir, sem
þeir daglega færu um, líkt og
götur borgarinnar, þá samþykti
jeg að fara og vita hvernig mjer
tækist að verða eins kunnur
botnslagi og aðrir vitrir menn.
Var   jeg viss um   að jeg mundi
minnast þess staðar framvegis,
þar sem jeg rifi botnvörpuna, því
þá mundi jeg fá fyrir ferðina;
slíkt styrkir minni. Hætt var að
tala um sundið og jeg fór með
porgrími og franska skipstjóran-
um iit á skip. Þar borðuðum við
kvöldverð, Þorgrímur fór síðan á
land  og við hjeldum út á djúpið.
Jeg gleymdi þessu svo og hefi
ekki heyrt minst á þetta sund fyr
en fyrir fáum dögum, er jeg mætti
gömlum Vestfirðing, sem spurði
mig, hvort jeg væri ekki farinn að
linast og gat þess, að nú væru aðr-
ir tímar en þegar jeg fanst á
sundi méo" Guðjón, á miðum
Frakka vestur af jökli. Þá var
jeg nú kominn þangað.
Þar sem Lesbók Morgunblaðsins
birtir hverja ferðasöguna eftir
aðra, getur þessi einnig átt erindi
þangað, einkum gæti hún leiðrjétt
ýktar sögur og svo ýktar, að'
engri átt ná. Jeg hjelt um eitt
skeið að jeg væri duglegur að
synda, en sú hugmynd hvarf að
öllu, þegar jeg sá svertingja
synda og kafa. Það eru menn, sem
kunna sund og víst er það, að
skriðdrjúgir eru þeir.
Tildrög.
Hinn 17. maí 1896 kom jeg til
Isafjarðar með s.s. „Lauru", og
ætlaði   ekki lengra.
Þegar eftir komu mína þang-
að, hitti jeg kunningja ir.inn,
verslunarstjóra Ágúst Benedikts-
son, sem sagði mjer frá smábát
(svo nefndum nótabát), sem
tengdafaðir   sinn,  Teitur   heitinn
Jónsson og Sigfús Eymundsen
hefðu keypt af húsbónda sínum
Lárusi kaupmanni Snorrasyni. —
Sagði Ágúst mjer, að bátur þessi
sem hjet „Kári" hefði staðið á
landi í 2 ár og stæði enn, því
enginn hefði fengist til að sigla
honum snður. Þetta sagði hann
mjer í frjettum, en spurði mig
ckki um, hvort jeg vildi koma
honum suður. Daginn eftir komu
mína fæ jeg boð frá L. Snorra-
syni og bað hann mig að finna
sig.
Erindi hans við mig var, hvort
jeg vildi sigla dallinum til Reykja
víkur. Gat jeg ekki leyst úr neinu
fyr en við yrðum samferða og
skoðuðum hann. „Kári" stóð við
húsgafl hátt uppi á landi og var
ekki frýnilegur og sá jeg þegar,
að hann mundi flóðlekur — og
spurði L. Snorrason hvort hann
vildi láta troða í rifur og tjarga
bátinn. pví neitaði liann. Hann
kvaðst hafa selt bátinn þar sem
hann stóð og eins og hann var
og kostaði eugu til hans. „Svo er
ekki meira um það," sagði jeg
og skildum við í það sinni.
Daginn eftir kom hann til mín
og minti mig á, að fyrir 4 árum
hefði jeg siglt skipi („Fremad"
20 tonna) fyrir Ásgeirsson, frá
Kaupmannahöfn til lsafjaríar
með öðrum manni, i aprílmánuði,
nú væri sumar og bjartar nætur.
Jeg Ijet hann vita, að „Kári" og
„Fremad" væru ólík skip — en
jeg skyldi flytja „Kára" suður
e i n n . Upp á þau kjör sem hann
bauð mjer (akkord)  gat jeg ekki
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8