Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK
MORGUNBLAÐSINS.
Sunnudaginn 21. febrúar '26.
Frá  Hiðurlönðum.
Ejtir fialldór Kiljan kaxness.
i.
Jeg er að ferðast um þessi svo
kölluðu Niðurlönd, og kemst að
þeirri niðurstöðu, að jeg kann
Flandramál, án þess að hafa lœrt
það, á sama hátt og jeg upp-
götvaði einusinni að jeg kunni
færeysku að mjer óvörum, og
öðru sinni að jeg kunni nýnorsku.
Jeg tek bæði stórum og smáum
opinberunum fegins hendi.
Jeg dvel nokkra daga í Lou-
vain, og minnist þá þess, >að hjer
var Benedikt Gröndal í einhverju
reiðuleysi fyrir margt löngu. Lou-
vain er gömul mentaborg og há-
skóla, en það var skotið á hana
í stríðinu og Sánkti Pjeturs dóm-
kirkja er í lamasessi og bókasafn
ið brann til kaldra kola, eitt hið
merkasta í álfunni. Jeg bý í Hótel
de la Gare, af því að það er siður
niinn, að búa altaf í fyrsta hóteli„
sem mig ber að; þó bý jeg ekki
í gistihúsum þar sem fólk er vin-
gjarnlegt. Hjer eru allir undnir
upp í hrútshorn, og mjer líður
fremur vel. Að vísu láta litirnir
í veggjapappírnum fremur ófrið-
lega í augum mínum og auglýs-
ingaspjöldin í borðsalnum eru
sami gargandi ófögnuðurinn og
annarsstaðar. Þessir herjans aug-
lýsingamenn, sem finna sig knúða
til að selja fólki víntegundir, kex-
tegundir, sósutegundir, kjötten-
inga, siikkulaði o. s. frv., ofsækja
mann látlaust með þessum eilífu
spjöldum sínum, sem þeir hengja
upp í sporvögnum, járnbrautar-
lestum, matsöluhúsum, kaffihús-
um og kvikmynda, eða á götu-
hornum.  AlstaCar skrækja fram-
íin í mann skrípamyndir þeirra.
Um eitt skeið þorði jeg ekki inn
í strætisvagna vegna Bovrils. Það
er na'stum ótrúlegt hvílíkum of-
sóknum jeg hefi orðið að mæta
af liálfu Bovrils, ekki aðeins í
Englandi, heldur um þvert og
endilangt meginland. A hverju
götuhorni í Lundúnum ógnar
Bovril og Bovril ræður lögum og
lofum um alt meginland. Jeg
hefi aldrei sjeð jafn dónalega
mynd eða jafn ruddaleg orð, eins
og utan um Bovril. pað er gríð-
arstór mynd af rosknum, klof-
stuttum borgara með pípuhatt.
Á eftir honum rennur afskaplegur
griðungur, setur undir sig haus-
inn og bölvar, en 'fram úr nösum
hans standa strokur. Manngreyið
glennir sig alt hvað af tekur, til
að forða sjer undan skepnunni,
en það er engin von. Eftir nokk-
ur augnablik hefir nautið dregið
manninn uppi. En svo hroðaletr
sem myndin er, þá er þó yfir-
skriftin ó'llu agalegri, en þar
standa þessi orð: ,,Bovril puts
beef into you!" — Það útlegst:
Bovril setur í yður griðung.
Þessi ruddaskapur er titbreidd-
astar bókmentir í Englandi og
fólk verður vitstola í stórhópum,
þ. e. a. s.: menn álpast eins og
dáleiddir inn í fyrstu búðarholu
og biðja um eina flösku af Bov-
ril í örvæntingn sinni. Nautið
dregur manninn uppi. Bovril fer
sigurfðr um allan- heim. Enginn
er nógu kloflangur til að fá um-
flúið Bovril. Lifi Bovril! Bovril
setur í yður griðung!
Jeg  sest  að  kvöldverði  innan
um fimtíu auglýsingar á borð
við Bovril. Gargið í hljómsveit-
inni er nægilega hrottalegt til
þess að geta fælt belgiska tröll-
jálka. Alt í kringum mig eru
hlutir, sem hafðir eru til að œsa
skilningarvit manna, sumir lif-
andi, sumir dauðir, en þjónarnir
setja upp tíguleg andlit í horn-
nnum, eins og eigi að fara að
taka af þeim ljósmynd. Jeg læt
eins og mjer standi alveg á sama.
Salurinn smáfyllist, eftir því
sem líður á kvöldið. Það koma
menn, konur og börn, drekka
kaffi og bjór og setja upp fáráð-
linga-andlit í hávaðanum. Fólk
sækist eftir hávaðanum, til að
geta fengið ta'kifa'ri til að setja
upp fáráðlings-andlit, einkum þó
hjón, sem hafa talað um veru-
leika-atriði áruni saman og at-
hugað alt undan sjónarmiði skyn-
seminnar, frá borgarstjórakosn-
ingum alt niður í jólagjafir til
fátækra, en eru nú farin að þreyt-
ast. Andspænis uijer sest virðu-
legur borgari á fiiutugsaldri, og
hneigir sig svo djúpt fyrir mj»
um leið og kann sest, að mjer
liggur við að vikna; það er eins
og hann hafi lært mannasiði í
Þýskalandi; hann er með dýrlega
hringa á höndunum, og yfir-
skegg, en jeg læt ejns og ekkert,
sje. Nokkru síðar konm tvær
stúlkur og kanpa s.jer bjór. Þær
eru sýnilega allþungt haldnar af
árangurslausum heiðarleik, koma
sjer þó um síðir til að afhneppa
kápunum og sýna borgaranum
núnuni nyju kattomenium-trey.iurn
ar  sínar.  Síðan  koma  virðuleí
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8