Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1927, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1927, Blaðsíða 4
108 LÉSBÓK MORGUNBLAÐSINS sjalfsög'ð regla að hafo alla varáð sem unt <er, gá tif veðurs og gefa gætur öllum revndum veðurmerkjum. pað getur borgað sig að „hanka upp“ í miðjum róðri eins og porbjörn kólga gerði, heldur en að sitja meðan srcit er og ná svo ekki landi eða með illan leik*. (íóð leiðbeining vrcri það, ef hægt væri að segja hve mikill hlufi af veðurspánum reynist rjettar að jafn- aði. Reynslutíminn er þó helst til stuttur, enn sem komið er, til þess að þær tölur vrcru mikils virði. — Mjer er nær að halda að 75 spár af hverjum 100 sjeu í aðalatriðum rjett- ar. — pað er eftirtektarvert hve mikið af gerðum vorum og athöfnum verða að bvggjaxt á meira eða minna vafa- sörnuin „spám.“ — Farmaður stýrir skipi sínu í þoku gegnum straum og vind diigiun saman og reiknar’út með áttavita og hraðamæli hvar og hve- nrcr hann muni bera að landi. Takist honum að geta sjer rjett til um áhrif vinda og strauma á stefnu skipsins er alt í lagi, en skeiki því eitthvaö, getur svo farið að hann kenni ekki lands fyr en skipið stendur á grunni. Svo fer vafalaust flestum þeirra jnörgu, sem sigla beint upp í sandana á Suðurlandi. A svipaðan hátt hættir fjesýslu- maður eignum sínum í kauphöllum eftir vafasömum ágiskunum um upp- skeru, markaðsverð og gengi. En upp- skeran ræðst eftir veðráttu o. fl., og eiga þeir því miklu óvissari leið- beiningar til að fara eftir heldur on þeir sem haga verkum sínum eftir veðurspá næsta dags. VI. Veðurfregnunum er dreift með símanum til allra I. og II. fl. stöðva út um landið tvisvar á degi dverjun,. Spáin fyrir daginn og næstu nótt er send kl. 10,30 að morgninum virka daga og kl. 11 á helgum dögujp. Spái.n fyrir nóttina og næsta dag er send alla daga kl. 6,30 að kvöldi. Sömu fregnir eru sendar frá loftskeytastöð- inni í Revkjavík kl. 10,30 f. h. og k!. 7,05 e. h. vegna skipa á sjó úti. Pað er auðvitað, að þessi dreifing er allsendis ófullnægjandi fjTÍr sveit- ir landsins, þar sem símstöðvar eru bæði strjálar og flestar af III. fl. Eina lausnin á þessu máli er full- komið útvarp og með svo \'»gurj kjömm, að nhnenningi sje kleift að hafa þess not, — Með núverandi fyrirkomulagi er ekki hægt að telja útvarpið þýðingarmikið fvrir dreif- ingu veðnrfregnanna. VII. Veðurfregnir þær, sem „Morgun- blaðið“ hefir flutt í vetur eru að því leyti frábrugðnar veðurskevtun- um, að jafnan fvlgja nokkrar for- sendur, þar sem revnt er að gei'a hugmvnd um vcðurskilyrði í grend við landið og gefa hugmynd um hversvegua má búast við því veður- lagi, sein spáin tekur fram. — Jeg veit til þess að sumjr hafa revnt að fylgiast með þessum veðnrl'ýsingum, en mjer finst eðlilegt að þær verði pann 12. febrúar síðastliðinn, voru 5 ár, frá því Mgr. Dr. Achilles Flatti kardínáli og erkibiskup af Milano, var krýndur páfi, og settist á stól Pjeturs, og hafði hann þá eins og fyrirrennari hans Benedikt páti 15., aðeins verið kardínáli í nokkra mán- uði. Píus páfi XI. er fæddur í smábæ nokkrum, skamt frá Milano, hinn 31. mars 1857 og er því rjettra 70 ára. Sóknarpresturinn tók þegar eftir því, að hinn ungi sveinn var gæddur ágætum námsgáfum, og kom því til leiðar, að hann var settur til náms í prestaskóbt. Að loknu námi tók hann prestsvígslu, en hafði þá áður hlotið doktorsna fnbót í heimspeki, guðfræði og kirkjurjetti, enda var alt líf hans að mestu helgað visindum. Árið 1888 var hann gerður aðstoðarmaður við Ambrosius-bókasafnið í Milano, og síðan forstöðumaður þess. Starf hans við bókasafnið var mjög afkastamikið, t. d. lærði hann 27 tungumál, samdi að minsta kosti 100 vísindaritgerðir, sumpart söguleg, bókfræðileg eða mál" fræðileg, og loks 300 minni ritgerðir í ýms fræðirit. Arið 1911 flutti hann til Rómaborgar, og varð aðalbóka' vörður við hið afar mikla bókasafn í Vatikaninu, þar til páfi, árið 1918, sendi hann sem legáta sinn til Pó'- lands. Jafnframt vísindaiðkunum sínum, voru fjallgöngur Mgr. Ratti mjög flestum þeim óljósar, sem enga und- irsföðnþckkingu hafa í veðúrfrféði og ekki hafa átt þess lcost áð sjá dagleg veðurkort. — Gæti þessi greinar- stúfur gert þeim málið að einhverju leyti Ijósara, þætti mjer vel farið. Að lokum: Mundi ekki tími til þexs kominn, að skólar vorir — jafnt lægri sem hærri — gæfu veðurfræð- inni meiri gaum en verið hefir að þessu ? pað eru áreiðanlegá þarfari og þjóðlegri fræði að vita deili á skýjum og því helsta sein veðri ræður heldur en að lesa um halanegra suðnr í Afríku. Kensla í veðurtræði eftir þrosk-i nemendanna ætti að vera sjálfsögð í öllum skólúrn. hugþekkar, enda tók hann sjer á hverju ári tóm til þess að fara upp í Alpafjöll og þótti meðal bestu fjall" göngumanna þar um slóðir. FyrstuV manna varð hann til þoss, Ítalíumeg- in, að komast upp á hátind „Monr Blanc.“ Vinur hans, sem tíðast var með honum á þessum fjallgönguferð' um, kemst svo að orði: Vafasamt er hvoru hann ann meir, bókmentum eða fjallgöngum. Fimtugur klifraði hann í fjöll, sem ungur væri. Skal jeg hjer geta þess, að áður en hann varð páfi hafði lwnn hugsað sjer að ferðast hingað lil lands til þess að skoða fjöll og firnindi, því um Island hafði hann lesið mikið, og þvkir þann dag í dag, mikið til þess koma. pegar Vilhjálmur kardínáli van Rossum, lagði á stað í ferð sín.i hingað til Islands, mælti Píus páfi þannig við hann: „Ávalt hefi jeg þráð að sjá Island, en get það nú ekki framar; þessvegna sendi jeg yður til að sjá þetta land, með yðar augum, og elska það með yðar hjarta.‘‘ pá páfinn opnaði heimssýningnna miklu í Rómaborg, vakti það, samkvæmt erlendum blöðum sjerstaka eftirtekt, að liann nam staðar við íslenskn sýninguna. Árið 1921 er Mgr. Ratti skip' aíiur erkibiskup af Milano, og litlu síðar kjörinn kardínáli. Nokkrum mánuðum síðar, deyr Benedikt páfi hinn 15. og kardínáli Ratti, er þá Pins páfi XI. sjötngnr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.