Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1927, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1927, Blaðsíða 4
204 Jónatan lijet hann. lEn í daglegu tali var liann alt af kallaður Tana-tetur. Jlann var fjósakarl á prestssetrinu og þótti yfirleitt skrítinn náungi. Hann var lítill vexti, hjólfættur, og með herðakistil. Höfuðið var frámuna- lega einkennilegt. Kollurinn var uppmjór, nærri því eins og egypt- skur pýramidi, nefið hátt, þunt og bogið eins og á fálka. Hakan eins og haki og varirnar þunnar og blóðlitlar. Hárið blóðrautt og upp- spert eins og hanakambur. Skegg- ið líka blóðrautt, en hýjungslegt og niðurlútt, eins og það skamm- aðist sín. — Þessi voru höfuðein- kennin, en annars horfði margur liissa á f jósakarl þennan við fyrstu sýn. -Hann var eitt af þessu frum- lega í listaverki skaparans, sem fyllir hversdagsmenn undrun og úrræðaleysi. Tana-tetur var í mörgu engu síður annarlegur í háttum en í út- liti. Þó var æfisaga hans einstak- lega almenn og fábrotin. Hann var nú á fimta árinu yfir fertugt og hafði allan aldur sinn alið þarnft á prestssetrinu. Móðir hans hafði verið þar vinnu- kona. En enginn vissi hver faðir hans var, nema sá, sem alt. veit, —- ekki einu sinni móðir hans sjálf. Að minsta kosti þóttist hún ekkert geta um það sagt, — ekkert fyrir víst. Og hún hágrjet þeirri fullvrð- ingu sinni til staðfestu. Margs var getið til um faðernið. Sumir stungu upp á lmldumanni, aðrir nefndu vinnumanninn. Kon- ur hvísluðust á og sjálfur prestur- inn var nefndur í hljóði.. —t Ekki LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS var blessað ibarnið eingetið, það eitt var alveg áreiðanlegt. Móðirin dó áður en málið var útrætt. Tana-t-etur óx upp, föðurlaus og móðurlaus, eins og ekkert hefði í skorist, og var orðinn fjósakari ltjá gamla prestinum áður en hann komst í kristinna manna tölu. Og síðan höfðu altaf dugað sömu vatnsföturnar, sömu meisarnir og sama skóflan. Fátt hafði Tana-tetur numið um æfina, enda lítil rækt verið við hann lögð. Faðir-vorinu hafði þó verið troðið í hann og nokkrum erindum úr sálmum sjera Hail- gríms. Að öðru leyti hafði sálu- hjálp hans verið látin afskiftalaus. Svo sem þeim er títt, sem alast upp við andlegt sjálfræði, hafði Tana-tetur fundið upp sína sjer- stöku siði og gert þá að sínu lög- máli. Sá var einn háttur hans, að hann signdi sig kvölds og morgna. Það gerði hann ætíð úti í fjósinu. Yar það þá föst hefð, að hann studdist fram á fjósrekuna, ein- blíndi niður í flórinn og þuldi Faðir-vor og Hallgríms-vers. Ljet hann engin ytri áhrif trufla sig í þessu helgihaldi, og voru þó strák- ar og stelpur oft á hnotslcóg og hentu gaman að. Engan hlut í veröldu var Tana- tetri annara um en fjósrekuna. — Hefir það ef til vill verið fyrir þá sök, hvern stuðning hún veitti honum daglega við guðsþjónustu hans. Að jafnaði þótti hann geð- spakur vel. En gerðist einhver svo djarfur, að koma of nærri skófl- unni, eða rjála yið hana, varð liann óðara að fjandanum sjálfum. Rauði hárkamburinn ýfðist og varð enn þá rauðari, fálkanefið hvest- ist og var enn þá bognara og ilsk- an logaði úr augunum. Var hann þá svo óárennilegur að flestuin þótti fýsilegast að hypja sig. Tana-tetur þótti heimskt lijú og var það líka. En dyggara hjú var ekki til undir sólinni. Hann bar svo mik’a lotningu fyrir húsbændum sínum, að hann taldi það ósæmilegt, að standa augliti til auglits við þá. Sneri hann því við þeim baki í virðingar skyni, er þeir mæltu til hans. Þá bjó auðmýkt tollheimtu- mannsins í brjósti hans. Kýrnar virti hann sem jafningja sína. 'lomnn þótti fjarska vænt um þær allar, — en Skjöldu gömiu elskaði hann, eins og sagt er að maður eigi að elska náungann. — Hann klóraði henni og kjassaði hana og hún sleikti hann í stað- inn. Og á hverju kvöldi gerði hann krossmark yfir malirnar á henni og yfir malirnar á þeim öllum. Aldrei hafði Tana-tetur verið við kvenmann kendur. — Þegar grið- konur gengu í fjósið til mjalta, var hann vanur að snauta inn í auða básinn, og hlassa sjer þar niður á moðbyng. — Svo fór hann aij söngla. Hann sönglaði þá altaf sömu ferskeytluna, sennilega þá einu, sem hann kunni. — Það var þessi gamli húsgangm’: i l Kalt er orðið karlinum — kemur hann inn til rnanna. Píkan sitúr á pallinum, Pjetursdóttir Anna. I Nú bar svo undarlega til, að þarna á prestssetrinu var nýkomin stúlka er einmitt var Pjetursdóttú og hjet Anna. Hún var átján vetra gömul og ljetu ungir piltar svo um mælt, að hún væri forkunnar fög- ur, enda voru og fleiri en þeir á því sama máli. Mær þessi var bróð- urdóttir prestslconunnar, alin upp í kauptúni og var nú í kynnis- dvöl um tíma hjá frændliði sínu í sveitinni. Anna Pjetursdóttir var yfir höf- uð að tala óvanalega yndisleg stúlka. Hún var síkát og ærslafull nokkuð, en þó svo hlý og góðlát- leg, að enginn var sá skynskifting- Aðdrættir eru auðveldir, því að bílvegur frá Akureyri er heim í hlað. Er 8 kílómetra vegur til Ak- ureyrar, eða álíka langt og hjeðan úr Revkjavík að Vífilsstöðum. — Snjór er sjaldan svo mikill þessa leið á vetrum, að ekki sje hægt að koma bíl við, en fari svo, þá er altaf liægt að flytja á sleðum, ann- aðhvort eftir brautinni eða þá eftir Eyjafjarðará'. Jónas Rafnar verður læknir hæl- isins og mun hann verða einn fyrst í stað. En er sjúkrastofum verður fjölgað, t. d. með því, að bygður yrði sjerstakur læknisbústaður og núverandi læknisíbúð gerð að sjúkrastofum, mun sennilega verða tekinn aðstoðarlæknir, eins og á Vífilsstöðum. Hælið mun kosta liðuga hálfa miljón króna. Tana-tetnr. Smásaga eftir Jóhannes úr Kötlum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.