Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1927, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1927, Blaðsíða 8
21« LESBÖK MORQUNBLAÐSÍBg Skjálfandi af ótta sagði læknir- inn þá upp alla sögu, og að áletr- uuin í skálinni hefði orðið til þess, að hann hætti við fyrirætlan sína. — Farðu, mælti konungur, <og komdu aldrei fyrir mín augu fram- ar. En þegar kóngssonur heyrði Árið 1665 kvæntist Þormóður sagnaritari Torfason norskri konu og fekk með henni höfuðholið títangelandi á eynni Körmt, og þar bjó hann síðan til æfiloka. En árið 1671 þurfti hann að bregða sjer til íslands út af erfða- máli eftir Sigurð bróður sinn og líklega eftir Torfa föður sinn líka (dáinn 1665). Fór Þormóður fyrst til Kaupmannahafnar til þess að ná þar í Islandsfar og komst hann til Islands um sumarið. Segir nú eltki af dvöl hans hjer, en seínt um haustið tók liann sjer far hjeð- an með hollensku skipi frá Amster dam. Voru þá samgöngur milli ís- lands og útlanda allmjög á ann- an veg en nú er og urðu nienn að sætta sig við það að fara króka- leiðir. Frá Amsterdam tók Þor- móður sjer far með skipi til Dan- pierkur, en það skip fórst við Jót þessa sögu lagði hann á stað að hitta munkinn, sem hafði lagt kónginum það heilræði, er bjarg- aði lífi hans og líklega kóngssonar líka. Slíkt heilræði þarf að launa betur en gert hefir verið, sagði prinsinn. landsskaga. Þormóður fór þá land- veg til Árósa, og þaðan komst hann með skipi til Sjálands. Þar komst hann í annað slsip, en þei.r hreptu storm mikinn, neyddust til að leggja undir Sámsey og fara þar í land. Þeir voru þar saman tveir ís- lendihgar, Þormóður og annar sem nefndur er Sigvart (eða Siffuert) Askesen. Þeir tóku sjer gistingu þar hjá rnanni, sem nefndur er Hans Pedersen. Um nóttina sló í deilur milli Þormóðs og eins af gestunum. Húsráðandi skarst 1 leikinn og rjeðist á Þormóð hvað eftir annað í illu eftir að hann var háttaður. Segir svo um þennan iHans Pedersen, að af hans „Pap- irer ehrfaris, at hand haffuer vær- it it sælsomt Menniske med Dief- fuels Konster ocli andet ondt Thöy behaftet“ (Viborg Landsting, 24. april 1627), Þegar Þormóður sá, að hann mundi engan frið hafa í þessu her- bergi fyrir aðsúg húsráðanda, flutti hann sig í annað herbergi. En Hans Pedersen ruddist inn þangað á eftir honum. Varð Þor- móði þá skapfátt. Dró hann sverð sitt úr slíðrum og drap mannin,?. Að vísu átti Þormóður þarna hendur' sínar að verja, því að það sannaðist síðar, að Hans Pedersen mundi hafa viljað myrða hann. Þormóður var þó þegar handtekinn og kærður fyrir manndráp. í febr- úar 1672 kvað birkidómarinn í Sámsey upp dauðadóin yfir hon- um. Þormóður áfrýjaði dómi > 3?.s- um til Viborg Landsting, en það vísaði málinu undir konungsúr- skurð. Málið kom þó fyrst fyrir liæstarjett. Lagði hann til að dauða dómurinn yrði úr gildi feldur, en Þormóður dæmdur til að greiða 100 ríkisdali í sekt,' og skrifta op- inberlega. Hinn 22. nóv. 1672 stað- festi Kristján 5. dóminn og /ar sú staðfesting meðundirrituð af Griffenfeld. Þormóður fjekk síðan biskups- leyfi til þess, að skriftirnar mætti fara fram í Kristjánshafnar-kirkju. Hefir hann sennilega gert það til þess, að eigi bæri eius mikið á því, eins og ef skriftirnar hefði farið fram í Kaupmannahöfn. — Það var þó ekki fyr en 3. októ- ber 1673, eða ári síðar en dómur fjell, að Þormóður „skriftaði opin- berlega.“ Seint á árinu 1673 komst hann að lokum heim til Stange- lands og hafði þá verið 2ár í þessari „snöggu ferð“ til íslands, er liann fór að vitja arfs eftir bróður sinn og föður. Um Sámsey hefir víst hvert manusbarn á fslandi heyrt getið. Þar börðust þeir Örvar-Oddur og Hjálmar við Angantý og bræðuv hans. Sá er munurinn á þeim Þor- móði og Oddi, segir Jón Eiríksson, aðl, þess er ekki getið um Odd, að hann hafi orðið að greiða sekt nje ganga til opinberra skrifta fyrir vígin. fíafoldart'rttnamiBJa h.f. —-—<m>—— Þormóður Torfason bregður sjer til íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.