Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1927, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1927, Blaðsíða 7
Lifi&BÓK MölltíUNBLAÐSíKtí Halastjttrnnr ogf hjátrú í sambandi við þær. Ný halastjarna er nýlega upp- götvuð og er liún kend við Pons Wiunecke, manuinn, sem fyrstur sá liana. Eins og vant er að vera, þá er haiastjarnan sjest, hafa kom- ið upp ýmsir spádómar um enda- lok heims (þ. e. jai-ðar) og ýms hindurvitni og hjátrú hafa fengið fæturnar, enda þótt vísiudin hafi kveðið mikið niður af þeirri hjá- trú, sem forðum var í sambandi við halastjörnur. Hefir stjörnu- fræðingurinn Maupertius sagt í gajmni iítð halastjörn|ur sjeu nú orðnar svo áhrifalausar, að þær komi ekki einu sinni af stað kvefi! Þó er almenningur víðsvegar um lieim mjög hræddur við halastjörn- ur enn. Árið 1910 sást halastjarna sú, sem kend er við Halley. Var |tví spáð, að liún mundi rekast á ijörðina. Fjöldi manna misti þá alveg móðinn og víða í Þýska- landi og Noregi hættu bændur ak- uryrkju, því að þeir liugsuðu sem svo, að það þýddi lítið að vinna baki brotnu úr því að jörðin ætti að farast. Fyrrum var litið á halastjörnur t-ins og reiðiteikn guðs og alt, sem uflaga fór á jörðinni var að kenna þessum „flækingum himingeyms- ins.“ Áiúð 1661 segir þýskur rit- höfundur: „Halastjörnur boða ófrið, drepsótt, dýrtíð, vatnagang, jarðskjalfta, stonn, byltingar og höfðingjadauða.' ‘ Á miðöldunum hjeldu menn að lialastjörnurnar væri lifandi. Þær sveimuðu víðsvegar um himin- geyminn og drykki þar í sig eitr- hðar lofttegundir og spúðu þeim «íðan yfir jörðina. Árið 1456 sást stór halastjarna, en þá höfðu kristnir menn unnið sigur á Tyrkjum. Og þar sem það gat eigi talist neinn óhappaatburð- ur, heldur hið gagnstæða, þá varð að finna halastjörnunni eitthvað annað til foráttu. Og þá var henni kent um það, að einhverstaðar liefði kýr borið tvíhöfðuðum kálfi! 1 gömlum lýsingum á hala- stjörnum eru margar einkennileg- ar sögur um það böl, sem þær hafi valdið. Danskur vísindainaður, Dybvad að nafni, segir í bók um halastjörnur (1577) : „Árið 597 sást halast.jarna og rjett á eftir fæddist guðníðingurinn Múham- ed“ (Múhamed fæddist um 570!) Sagnfræðingur nokkur segir, að halastjörnunni 831 hafi fylgt svo mikil dýrtíð og hallæri, að for- eldrar hafi etið börn sín. Enn- fremur segir hann að lialastjörn- unni 1005 hafi fylgt svo mikil dýrtíð að margir hafi skorið þjófa niður úr gálgunx og etið þá „Árið 1211 sást halastjarna í drekamerkinu og rjett á eftir ruddust Tartarar inn í Slesíu og drápu svo marga menn, að þeir liöfðu á burt með sjer níu skepp- ur af eyrum. Skáru þeir annað eyr- að af hverju líki til þess að vita hve marga þeir drápu.“ „Árið 1380 sást halastjarna í fjóra mánuði og sama árið fann þýskur munkur, Bertliold Schwartz upp þá list að skjóta með byssu.“ „Árið 1454 sást stór halastjarna og um sama leyti flugust smósmið- ir í Liineburg á í illu.“ „Árið 1668 sást halastjarna. Hún olli drepsótt í köttum í Westphalen.“ Paré lækni segir um liina stóru halastjörnu, sem sást 1527: „Þessi halastjarna varð svo hræðileg að margir dóu af hræðslu. Hún var á litinn eins og blóð.í kjarna henu- ar sást armleggur með sverð og var stjarna á sverðsoddinum. Til beggja hliða sáust axir, knífar og 'blóði roðin sverð og fjöldi af- skræmdra andlita.' ‘ Sagt er af ýmsum, að Klemens páfi VII. hafi bannfært halastjörn- una, sem sást 1532, en sannanir vantar fyrir því. Árið 1556 sást halastjarna. —- iVarð Karl keisari V. þá svo hrædd ur, að hann ljet telja sig á það að leggja niður völd og fá þau í hendur Ferdinand I. bróður sín- um. Halastjarnan 1680 hafði þau áhrif, að hæna í Rómaborg verpti „með illum látum og óhljóðum" gríðarstóru eggi með ýmsum blett- um, sem menn þóttust sjá, að væri mynd af halastjörnunni. — Egg þetta var sýnt bæði páfauum og Kristínu Svíadrotningu og mynd- ir eru til af því enn. Þegar her Frakka rjeðist inn í Moskva 1812 sagði rússneskur 319 Sir Samuel Hoare flugmálaráðherra Breta (til vinstri) og Lindley sendiherra Breta í Osló. Myndin er tekin þegar Sir Samuel kom til Oslóar í sumar, eftir að liann hafði verið á flugsýningunni miklu í Kaup- mannahöfn. Fór hann för þessa í gríðarstórri flugvjel, sein var knúin áfrain af fjórum loft- skrúfum. kennari Frökkum að þetta óhapp væri halastjörnu að kenna. En halastjarnan 1811 liafði þau góðu áhrif að vínuppskera varð óvenjulega góð það ár. Er það gömul lijátrú, að góð verði víu- upiiskera þau ár, sem halastjörnur eru á ferðinni. En sá er galli á, að þessi góða halastjarna er 3000 ár að fara liringferð sína. Fegursta halastjarnan, sem sög- lur fara af er sú er sást 1858. llún er kend við Donati, þann er fyrst- ur sá hana. Fegurst var húu 5. okt. 1858 og var þá halinn mældur og reyndist 85 miljónir kílómetra. Náði hann frá „Arcturus“ og langt inn í ,,Karlsvagns“-morkið. llringferð þessarar stjörnu er tal- in vcra 2(K)0 ár. Uin þessa lialu- stjörnu orkti Benedikt Oröndal hið fagra kvæði sitt er svo byrjar: „Því undraljós, er áfram stikar ókunnum himins djúpum frá; þú sem að geisla bröndum blikar brugðinn sem skjómi himni á.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.