Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						192
LESBÓK JÍOHGÚNBLAÐSINS
RltJýðubókasafníð
og  mentun  alþýðunnar.
Eftir dr. Jón Stefánsson.
Um daginn kom jeg inn á Al-
þýðubókasafnið. Það er aðeins
fimm ára gamalt og á þó um 7
þúsund bindi. Furðaði jeg mig
fyrst á bókavalinu. Fróðleiks-
bækur og skáldsögur haldast
þar í hendur og vega salt, svo
ekki má í milli sjá. Hjer hefir
kunnugur maður um fjallað og
má leiða getum að hver það er.
Þá er furðulegt að sjá sumar
hyllurnar nær alskipaðar ensk-
um bókum. Var mjer sagt, að
þær væru lánaðar og lesnar rjett
eins og þær væru á íslensku. Er
merkilegt, að svo margir alþýðu-
menn skuli hafa gagn og gam-
an af að lesa bækur á útlendu
máli. Mjer er kunnugt um, að
alþýðumenn í stórbæjum Evrópu
leika þetta ekki eftir.
Furðulegast af öllu eru þó tog-
araskáparnir, litlir, lausir skáp-
ar, með einni hyllu, og hurð fyr-
ir. Þegar togari lendir, þá send-
ir hann mann að sækja einn
skápinn. I þessu andlega forða-
búri eru þá 30—40 bækur, sem
bókasafnið hefir valið handa
þessum togara. Harðmeti og
kryddmeti samvalið og við hæfi
skipverja. Því starfsfólk safns"-
ins fer nærri um það, hvað þeii'
hlest vilja lesa.
1 einum skáp sá jeg þaullesn-
ar bækur, sem voru bæði óhrein-
ar og slitnar, og spurði, hvort
skipverjar borguðu ekki safninu
andvirði skemdra bóka, er væru
svo útleiknar, að þær yrðu óhæf-
ar til útláns. Mjer var svarað,
að safninu þætti svo vænt um
lestrarfýsn skipverja á togurun-
um, að þeir væru ekki látnir
borga fyrir bækur, sem þeir
hefðu slitið upp á lestri. Auðvit-
að hefðu þeir ráð á því, en að
þeir snerta óþvegnir á bók sýndi
einmitt, hvað sólgnir þeir væru í
að lesa hana, og væri betra að
hvetja þá en letja. Ekki hefi jeg
sjeð merki þess á útlendum tog-
urum, að skipverjar væru bók-
hneigðir og munu íslenskir tog-
arar vera einstakir í sinni röð í
þessu og fleiru.
Færi ekki vel á því, að skip-
verjar og eigendur íslensku tog-
aranna gerðu hjer einhverja
bragarbót, gæfu safninu fje til
bókakaupa einu sinni eða ár-
lega, í þakklætisskyni?
Það mun vera einhver yfir-
sjón, að engin stjórn hefir enn
lagt safninu einn eyri, þó fimm
ár sjeu liðin síðan það var stofn-
að. Sí og æ er talað um alþýðu-
mentun, en hjer sýna verkin
merkin. í Danmörku gefur ríkis-
stjórnin jafnmikið tillag til hvers
alþýðubókasafns og bærinn eða
sveitin, sem á safnið, en hjer
borgar Reykjavíkurbær e i n n
kostnaðinn, þó hásetar og að-
íluttir menn af öllu landinu noti
bækurnar.
Nú býðst tækifæri til að kippa
þessu í lag. Bókasafnið ætlar að
flytja í betri híbýli á Hverfis-
götu, en þarf fje til þess. Komi
nú allir togarar og hlynni að
forðabúri sínu. Komi allir þeir,
sem unna alþýðumentun, og
leggi lið. Þé mun stjórn landsins
ekki sitja hjá. í margar aldir
hefir það frægðarorð farið af al-
þýðu íslands, að hún sje ment-
aðri en alþýða nokkurs annars
lands. Hún á eftir að auka frægð
sína á næstu áratugum, ef al-
býðubókasafninu er sýndur sá
sómi, er vera ber, á næstunni.
Nafnið ölfns.
Vilduð þjer ekki gera svo vel
að taka í'yrir mig í Lesbók Mbl.
eftirfarandi athugasenid við grein-
ina „Nafnið ölfus" í 9. tbl. henn-
ar, 4. mars þ. á.
Höf. greinarinnar leitast við að
orðskýra Ölfus. Hann tilfærir
fimm skýringar á orðinu, meðal
þeirra mína, og er ekki ánœgður
með neina af þeim. Minni skýr-
ingu drepur hann kýmilega á
huldu; segir að „aðeins einn eða
tveir stafir sjeu teknir úr frum-
legustjj nöfimnum en öðrum bœtt
við" og vænir að enginn nema
jeg leyfi .sjer annað eins. Jeg
hefi sagt, að Ölfus sje samsett af
alp, f jall o^ vér, staður búinn e-u,
og að segja frá þessu eins og gr.-
höf. gerir ei- að minsta kosti að
fara mjög ógreinilega með það.
Jeg hefi. sýnt, að hinar formi
myndir orðsins ver, sem sje ves, us
sjeu skyldar við alp og samskeyt-
ingurinn verði fyrír hljóðvarp og
urfall p-sins eða stöðurýrnan ])éss.
annað  tveggja  Ölves  eða  Olfus.
Það er í rauninni fráleitt að lýsa
þessu svo, að „einn eða tveir stafir
sjeu teknir úr frumlegustu nöfn-
unum en 'öðrum  bætt við."  Svo
seilist gr.-höf. í orðskýririgu mína
á „Dtepstokkur" „í tvígildu and-
irnæla skyni"  og vill ekki heyra
að  það  „merki  víst  blátt  áfram
mylnustokkur, brunnstokkur."  —
Það er engu líkara eri að gr.-höf.
langi til að stanga mig, þó hann
taki ekki til mín. Skvring mín á
„Ölfus" fellur í ljúfa löð við orð-
myndunarreglur  og  gerir  alveg
þrautalaust gtein fyrir hinu ein-
stæða  niðurlagi  orðsins,  us,  eða
ves,  og  eig.  merking,  fjallver,
kemur svo vel heim sem heiti á
sveitinni, er tekur við af Suðnr-
landsundirlendinu, að það er alveg
eins og steini sje stungið upþ í
gjárífa. Aðrar skýringar á orðinu
stangast við orðmyndunarreglurn-
ar eða þeim bagar eig. merking
eða  hvorttveggja  er  að  þeim  í
senn, svo er t. d. um Ölfoss, sem
eignuð  er  ekki  ósennilega  próf.
dr. Fiuni Jónssyni. Það er ekki
viðunandi, að hjeraðið heiti foss-
nefni,  hversu silfurtærir eða öl
freyðandi  sem  fossar  kunna  að
vera og hvað sem líður innlendum
blávatnsdrykkjum og útlendum öl-
flaumi.  Hefði alp verið algengt í
málinu, hefðu líklega engar skýr-
ingar verið til um Ölfus nema sú,
sem jeg hefi gefið, svo sjálfsögðer
hún og samræm algengri orðmynd-
un. En orðið er sjaldgæft. Það er
meinið og það hefir valdið því, að
mönnum hefir gengið seint að átta
sig á samskeytingi þess, Ölfus. Að
segja frá skýringu minni eins og
gr.-höf. gerir, er vonandi sprottið
af því hjá honum, að einþykkni
hans gegn henni er að gefa frá
sjer þenna  veg  og  ríkur skim-
ingur á orðinu að ryðja sjer til
rúms.  Hann  kembir  hugarburði
upp og ofan dálka hvað orðskýr-
ingunum fimm sje áfátt og kemst
loks að þeirri niðutstöðu, að „ef
málfræðingur gæti talið líkúr til
þess að Ölfus eða Olfuss hefði ver-
ið notað' — eða vel mátt nota —
um ölhitu, uppúrsuðu .... þá gæti
liann trúað, að á þessa leið hefði
í fyrstu næsta umhverfið (Hvera-
gerði) þegar verið skírt Ölfus(s).
Já, þá gæti hann trúað! Það er áð
segja hann á ekki neitt erindi til
lesenda  nema  að  láta  þeim  unt
eyru standa efnislausan fordildar
þembing — úr drepstokki  góma
— í afdrepi fáfræði sinnar.
Jeg þakka yður, herra ritstjóri,
ítökuna fyrir fram.
Virðingarfylst,
Páll Bjarnarson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192