Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK   MORGUNBLAÐSINS
317
Fjármál Þórunnar á Grund.
Eftir Sigurö Þórólfsson.
Þórunn, sein kend var við Grund
í Eyjafirði, var kvenskörungur
mikill. Hún var dóttir Jóns bisk-
ups Arasonar og Helgu Sigurðar-
dóttur, Sveinbjarnarsonar officialis
í Múla („Barna-Sveinbjarnar").
Hún var fædd um 1510, en giftist
í fyrsta sinn (1526) Hrafni Brands-
syni, Hrafnssonar lögmanns. Hann
hafði til kaups við Þórunni 720
hundr. en hennar heimanmundur
var 360 hundruð í jörðum og
60 hundr. í lausafje1). Samkvæmt
gamalli venju gaf Hrafn konu sinni
á brúðkaupsdegi tilgjöf, 60 hundr.
Oft var þessi gjöf brúðgumans til
konunnar kölluð morgungjöf og
bekkjargjöf. Að lögum mátti þessi
gjöf aldrei vera meiri en % úr því
fje, sem brúðguminn hafði til
kaups við konu sína. Tilgjöfin
lagðist við' heimanmundinn. Var
því alt málafje Þórurinar í búi
Hrafns 480 hundr. En beggja fje
í samlaginu: 1140 hundr. (= 114
þúsund krónur.)
Pjórum árum áður en Þórunn
giftist Hrafni (1522) ættleiddi Jón
Arason 4 börn sín: Ara, Björn,
Magnús og Þórurini2), með þeim
skildaga að Þórunn skyldi taka
jafnan arfahlut við bræður sína.
Samkvæmt lögum var arfahluti
konunnar hálfu minni en karl-
mannsins. Jón Arason stóð utan
við þessi lög, því hann var biskup.
Það var eigi gert ráð fyrir því í
lögum að biskupar ættu börn. En
þeir máttu ættleiða launbörn sín
eins og aðrir menn, ef þeim hafði
orðið það á að syndga upp á náð-
ina með barneignum. En jeg veit
engin dæmi til þess, að nokkur ís-
lendingur hafi á undan Jóni Ara-
syni stigið það merkílega spor, og
drengilega að gera lpundóttur sína
jafn rjettháa bræðrum sínum til
erfða. En af þv£ Jón Arason var
hinsvegar óvenju hlutdrægur mað-
ur, þá gerði hann þann mun á.
Helgu dóttur sinni og Þórunni, að
hann ættleiddi ekki Helgu, en gaf
henni þó talsverðan heimanmuud.
Eins hagaði haun sjer gagnvart
Sigurði syni síiium, er síðar varð
merkisprestur á Grenjaðarstað.
Þau Helga og Sigurður líktust
mest í móðurkyn sitt og báiu
nöfn úr móðurætt.
Hrafn Brandsson gerðlst um-
svifamikill maður, og Jóni Ara-
syni gagnlegur. Með mikilli liarð-
neskju hepnaðist Jóni biskupi, að
koma Hrafni í lögmaiinssæti, og
ljet liann svo dæma Teit ríka í
Glaumbæ sekau skógarmann og
fje hans undir konung (1527) fyr-
ir Iitlar sakir. Það ár, eftir Al-
þingi sendi Hrafn lögmaður sjera
Pjetur Pálsson utan á konungsfund
og ljet hann kaupa konungssekt-
ina úr fje Teits fyrir 300 rinsk
gyllini1). Jón biskup lagði alt gull-
ið fram og ferðakostnað sjera
Pjeturs og ennfremur fje til Ara
sonar síns til þess að fara til
Bessastaða og gjalda þar höfuðs-
manni gullið. Sektarhluti konungs
kostaði Jón Arason samtals 370
gyllini2).
Um þessar mundir Iiefir 1 gyll-
ini jafngilt 37V2 ísl. verðalin. Hef-
ii því Jón Arason (undir nafni
Hrafns) goldið konungi 138%
hundr. á landsvísu fyrir hálfar
eignir Teits. Þessar eignir voru
aldrei virtar, en hefir verið gisk->
að á að alt fje Teits hafi verið
1440 hundr.3). Jeg hefi athugað
þetta, með öðrum hætti en gert
hefir verið og komist að þeirri
niðurstöðu að alt þetta umrædda
fje hafi verið um 1184 hundr.
Þar af bar konungi (að vísu rang-
lega) 592 hundr. Má af þessu sjá,
að þegar 370 gyllini eru dregin
þar frá, var gróðinn af þessari
verslun við konung c: 453 hundr.
Þetta var búhnykknr góður. Hrafn
dó ári síðar og f jekk þá Jón Ara-
son þetta f je. — Gróðinn af kaup-
unum varð lians.
Þau Hrafn og Þófunn áttu eitt
barn saman (ísleif) er lifði föður
sinn. Jóni Arasyni var dæmt fjár-
hald barnsins1) og greiddi Þór-
unni dóttur sinni málafjeð er hún
átti í búinu, 480 hundr.
Þórunn giftist í annað sinn
(1533) ísleifi Sigurðssyni, Finn-
bogasonar lögm. og Margrjetar
Þorvarðardóttir Bjarnasonar(„llá-
kalla-Bjarna''). Isleifur hafði til
kaups við Þórunni 360 hundr., en
hún lagði jafnmikið f je í móti. Ur
þossu fje gaf Isleifur konu sinni
60 hundr. í tilgjöf2). Máli Þór-
unnar í búi Isleifs var því 420
hundr., en 'beggja f je í samlaginu
720 hundr.   (= 72 þús. kr).
Hjor má staldra við. l>órunn á
(inuid hol'ir eigi alt fjo sitt til
kaups við Isleif, en iieldur nokkru
af því fyrir utan kaupmála beirra.
Nú er hún líka búin að fá meiia
fje frá föður sínum en liún fjekk
1526. — Þegar Jón biskup gifti
syni sína, Ara (1530), Björn(l533)
og Magnús (1533) gaf hann hverj-
um ]>eirra til giftingar 720 hundr.
og sagði af, Þórunn fengi jafn-
mikið. Um þessar mundir er því
alt fje Þórunnar 720 hundr. -4-
tva'r tilgjafir, hvor 60 hundr. eð'a
samtals 840 hundr. Nokkru síðav
(1541) gaf ísleifur Þórunni allar
löggjafir sínar er hanu mátti að
lögum gefa ef hún lifði hann. Þór-
unn gaf hoí'i.m sínar li)gpjafir
með sama skildaga, ef liann lifði
lengur en hún3).
Isleifur Sigurðsson dó 1549 barn
laus. Ari Jónsson lögm. varð nú
ráðamaður Þórunnar systir sinnar.
Hann bar undir dóm í SpjalJhaga
(1549) kaupmála Þórunnar og Is
leifs. Var Þórunni þar dæmd 60
iiundr. í tilgjöf, fjórðiuigsgjöf úr
aflal'je og tíundargjöf úr erfðaf.ie
ísleifs, 360 hundruðum, sem þá var
nýdáinn4). En ekki verður vitað
hve mikið aflafjeð var. Það hefir
sennilega verið lítið. því ísleifur
var enginn fjárgæsluniaður.
!)  ísl. fornbr. IX, 379.
a) ísl. fornbr. IX, 94.
»)  ísl. fornbr. TX, 468—70.
•j ísk fornbr. IX. 551—'52; X,
99_100; IX, 500.
3) J. H., Lbs. 647, bls. 385; Sýsl.
æf. I, 484.
*) ísl. fornbr. IX, 175—76.
2)  ísl. fornbr. IX, 655—'56.
3)   Isl. fornbr. X, 673—74.
4)   ísl. fornbr. XI, 706—707.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 313
Blašsķša 313
Blašsķša 314
Blašsķša 314
Blašsķša 315
Blašsķša 315
Blašsķša 316
Blašsķša 316
Blašsķša 317
Blašsķša 317
Blašsķša 318
Blašsķša 318
Blašsķša 319
Blašsķša 319
Blašsķša 320
Blašsķša 320