Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Hí   t V
3Moveu$M^b^ms
44. tölublað.
Sunnudaginn  3.  nóvsmber  1929.
IV. árgangur.
UM  KVEÐSKAP
JÓNASAR  HALLGRÍMSSONAR.
Eftir Einar ÓL Sveinsson.
i.
Líf listamannsins er fegurst,
þegar það er skammvint. Þegar
honum hefi'r orðið þess auðið að
opinbera anda sinn, og það er
enn mitt sumar, er hann gengur
inn um dyrnar, sem enginn
kemur út um aftur. Þá sjer eng-
inn hið daprasta af öllu döpru,
hnignun hans og afturför. Þá
þarf hann ekki sjálfur að reyna
hið þyngsta af öllu þungu, ó-
frjósemi og andlega trjenun. O'g
jafnvel þótt Örlög sumra manna
sjeu svo fágætlega björt, að þeir
þroskist fram á elliár, geta þeir
þó ekki átt vorið nema einu
sinni, gróandann, lifandi safann,
töfra angandi vornætur. Haust-
ið á sína mikiu fegurð til, en
haustið er þó aldrei nema haust.
Skáldferill Jónasar Hallgríms
sonar var jafn fagur og hann
var skammur. Sem skáld var
Jónas frábærlega hamingjusam-
ur. Honum varð þess auðið að
fylla kvæði sín þeirri fegurð,
sem hann sá í veröldinni, og
hann dýrkaði af öllu hjarta sínu.
Hahtt er einhver mesti lista-
maður alira ísl. skálda, éinhver
mesti meistari förmsins. Honum
varð þess auðið að berjast til
sigurs fyrir þeirri stefnu, sem
Bjarni Thorarensen hafði haf-
íð — það var ekki einungis róm-
antíkin, heldur endurfæðing ís-
lenskrar ljóðalistar.
Þegar Jónas kemur fyrst
fram, yrkir sín fyrstu kvæði,
sem varðveitt eru, virðist hann
fullþroska í ljóðagerð. Síðan
yrkir hann hátt á annan áratug,
þá deyr hann. Hefir skáldskap-
ur hans þróast á þessum stutta
tíma, hefir hann breyst? Eða
hefir þetta árabil verið eitt langt
augnablik, óbreytanlegt og full-
komið, án þess að tannhjól tím-
ans þokaði því
„ailhaðhvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið" ?
Þetta mál mun jeg ræða nokkuð
í línum þeim, sem á eftir fara,
og mun jeg ekki síst líta á það,
sem stöðugast virðist hjá Jón-
asi: formið.
n.
Þrent virðist hafa haft mest
áhrif á Jónas Hallgrímsson á
yngri árum hans: klassicismi
Bessastaðamanna, kvæði Bjarna
Thorarensens, Ossían.
Klassicismi Bessastaðamanna
snertir einkum form Jónasar og
mál — gott dæmi þess er, að
hann þýðir kvæði eftir Horatíus
á inndælt íslenskt mál undir
fornum háttum (ljóðahætti og
fornyrðislagi),  líkt  og  Svein-
björn Egilsson gerði. Má ekki ó-
líklegt þykja, að frá Bessastöð-
um sje Jónasi kominn hinn
klassiski blær á ýmsum hinum
síðari kvæðum, er vikið verður að
seinna. Bjarni hefir líka áhrif á
form hans, bæði hjá honum og
Bessastaðamönnum lærir Jónas
að beita fornháttunum, en hjá
Bjarna að fara með nýrri háttu
og verður honum brátt miklu
fremri í því. Hjá Bjarna er enn
nokkur átjándualdarkeimur í
meðferð þeirra, óeðlilegar áhersl
ur, mislipur kveðandi, gamalt
skáldskaparmál (kenningar) —
en hjá Jónasi er þetta alt horf-
ið: málið er hreint, einfalt, fag-
urt og fellur nákvæmlega að
bragarhættinum.
Með kvæðum Bjarna drekkur
Jónas í sig hinn nýja anda:
rómantíkina. 1 huga hans verð-
ur vorleysing, ótal öfl losna úr
læðingi og fá að njóta sín; hann
má nú gefa sig á vald flugi hug-
ans, ólgandi litbliki tilfinning-
anna, þyrstri fegurðardýrkun.
Og með hetjunum úr Ossían
reikar hann í þunglyndi hins
unga manns um einmanalega,
dapurlega heiðina, og það er
sem hinn rökkurmildi, keltneski
tregi veiti honum svölun.
En þetta er alt að mestu orð-
inn hhitur, þegar Jótfae yrkir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 345
Blašsķša 345
Blašsķša 346
Blašsķša 346
Blašsķša 347
Blašsķša 347
Blašsķša 348
Blašsķša 348
Blašsķša 349
Blašsķša 349
Blašsķša 350
Blašsķša 350
Blašsķša 351
Blašsķša 351
Blašsķša 352
Blašsķša 352