Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LBSBÓK MOBOUNBLAÐfllNS
365
þj er og þeim gjöra. — Það, sem
þjer gjörið eínum af mínum
minstu bræðrum, það hafið þjer
gjört mjer. — Það eru kenningar
og líf Jesú Krists, sem starfsemin
styðst við. Það verður ávalt hlýtt
og bjart á heimilunum, sem hlýða
boðum hans.
Á meðal verksmiðjustúlkna í
stórborgum hefir fjelagið víða
leitast við að koma á fót ýmis-
konar starfsemi, sem öll miðar í
kristilega átt, bæði með ókeypis
kvöldskólum, fræðandi fyrirlestr-
um, söngsamkomum, handavinnu-
námsskeiðum o. s. frv.; en aðaltil-
gangurinn er þó sá, að leiða
ungu stúlkurnar til Krists, og
kenna þeim í návist hans að
meta sitt rjetta manngildi.
Sumstaðar hefir fjelagið stofn-
að vistráðningastofur. Þangað snúa
sjer stúlkur, sem vilja vera sjer
úti um góðan samastað, sömu-
leiðis húsfreyjur, sem óska eftir
góðum stúlkum. Jeg hefi átt tal
við unga stúlku, sem starfaði á
þess háttar skrifstofu í Parisar-
borg. »Vandalaust verk var það
ekki«, sagði hún, »en oft var það
verulega ánægjulegt, þegar við
sáum starfið bera góðan árang-
ur«.
Hvarvetna þar sem fjelagið hef-
ir kynt sig og starf sitt, hefír það
eignast óskift traust allra góðra
manna, og eigi ber það ósjaldan
við, nú orðið, að stúlkur, sem ætla
sjer utan, biðji um áritan eða
heimifisfang K. F. U. K. í því
landí, sem þær ætla til, og jeg
ve'ú ekki betur en að þeim hafi
gefist það vel.
Þá hefir fjelagið ætið og al-
staðar, þar sem það starfar, reglu-
bundna'fjelagsfundi, þar sem Guðs
orð er haft um hönd, og eru all-
ar konur, bæði utan fjelags og
innan, hjartanlega velkomnar á þá
fundi, ekkert síður hjer í bæ en
hvarvetna annarstaðar þar sem
K. F. U. K. er að verki.
Vitanlega er starfsemi fjelags-
ins ofur smávaxin vor á meðal,
og þolir engan samjöfnuð við
starf K. F. U. K. i öðrum lönd-
um. Samt sem áður telur fjelagið
hjer i bænum marga meðlimi; er
þeim skift í tvær deildir, aðal-
deild  fyrir  stúlkur  frá  16  ára
aldri, og yngri deild, en hana
skipa stúlkur frá 12—16 ára. —
Deildirnar halda báðar uppi reglu-
bundnum fundum með prjedikun,
bæn og sálmasöng. Þar að auki
eru saumafundir, þar sem fjelags-
konur koma saman með handa-
vinnu sína, en hana leggja þær
að jafnaði til hins árlega bazars,
sem fjelagið heldur nokkru fyrir
jólin. Reykjavíkurbúar kannastallir
við bazar K. F. U. K., og hafa
fyrir löngu viðurkent, að þar verð-
ur komist að góðum kaupum á
hentugum og snotrum jólagjöfum.
Bazarinn er aðal tekjugrein fje-
lagsins, enda leggja margar fje-
lagskonur mjög að sjer fyrir hann.
Fjelagið hefir upp á síðkastið
stutt kristniboð á meðal heiðingja
og stúlkurnar í yngri deild hafa
gefið með »fósturbarni«, munað-
arlausu stúlkubarni í Kína og
kostað það á skóla þar.
í Hafnarfirði er og all fjölmenn
fjelagsdeild, sem starfar með svip-
uðu fyrirkomulagi; einnig í Vest-
mannaeyjum.
Þótt framkvæmdirnar sjeu i smá-
um stíl vor á meðal, langar K. F.
U. K. til þess að styðja eftir
mætti kjörorð fjelagsins, en það
er alstaðar eitt og hið sama:
- - y>Allar ungar stúlkur fyrir
KrisH!

í sjdvarhdska.
Níu menn flæktust í heila viku á Atlantshaf-
inn í smábát. Potter ski])stjóri, seni þá leysti mikið
verk og hetjúlegt af hendi, skýrir hjer frá ferða-
laginu.
— Það er nú orðið hálft annað
ár síðan við lögðum af stað frá
Fíladelfíu með „Horatio Foss."
Það er lítil fjórsigld skúta, 846
tonn. Við höfðum hlaðið kolum,
eiginlega heldur mikið, og a>tluð-
um til Uuadelope á eynni Martini-
qiu'. Mjer hefir altaf þótt vænt
um Horatio gamla, end* þótt hann
væri ekki annað en gamall og skít-
ugur kolabarkur. Þann 20. október
lentum við í stormi. Hann var
svakalegri en nokkur stormur, sem
jég hefi lent í þau 35 ár, sem jeg
hefi siglt. Tveim dögum síðar
rak skipið hjálparlaust á Atlants-
hafinu. Þegar þar við bættist að
stýrið brotnaði, varð mje'r það
l.jóst, að við yrðum að yfirgefa
skipið, enda var það farið að hall-
ast ískyggilega mikið.
Við höfðum smábát um borð.
Hann var með bensínhreyfli, en
þar sem við þurftum allir níu að
komast í bátinn, var hreyfillinn
o*' þungur fyrir hann. Við tókum
]>ví hreyfilinn úr bátnum -og út-
bjuggum hann sem seglbát. Þrátt
fyrir  storminn  gátum  við  unnið
óliikað og rólega að }>essu verki.
Arar og rær notuðum. við fyrir
siglu, en sængurver og presenn-
ingar notuðuin við fyrir segl. Bill
— negrakokkurinn — sem e'igin-
lega hjet Jósep Notiee, sá um að
nóg væri í bátnum af vistum, lax
Og nokkrir kassar af kexi. Síðan
tókuni við 125 lítra af vatni, það
urðu um 14 lítrar á mann. — Að
þcssu loknu l.jetiim við bátinn síga
niður. Jeg var á þiljum til að
gæta þess, að báturinn kæmi ör-
ugt niðui' í sjóinn, en síðan kast-
aði jeg m.jer á sund og synti eftir
bátnum.
Þetta var í afturelding, og nokk-
urri stundu eftir að báturinn var
kominn á flot, sökk ,Horatio Foss'
hægt og rólega, og nokkrum mín-
útum síðar var e'kkert annað til
marks um, að hann hefði nokk-
urn tíma verið til, en nokkrar loft-
bólur, sem komu upp úr hringið-
unni, sem myndaðist í kringum
staðinn, þar sem hann hafoi
sokkið.
Nú vorum við úti á Atlantshaf-
inu,  400  sjómílur  eða  720  kíló-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 361
Blašsķša 361
Blašsķša 362
Blašsķša 362
Blašsķša 363
Blašsķša 363
Blašsķša 364
Blašsķša 364
Blašsķša 365
Blašsķša 365
Blašsķša 366
Blašsķša 366
Blašsķša 367
Blašsķša 367
Blašsķša 368
Blašsķša 368