Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						
LE8BÓK MORGUNBLAÐSíNS
367
Tvö kvæði
?ftir H. Hamar.
í  bjarmanum.
Nn tunglið í silfri sólar skín
sem svanur í næturför.
Og mjöllin e'r sveipuð í silkilín
og sefur með rós á vör.
Og inni er hlýtt og undurrótt,
frá ofninum bjarma slær.
Þar vaki' eg um bjarta vetrarnótt
á vori' er í anda grær.
í  bjarmanum situr brúður mín
og brosir svo föl og hljóð.
Ur augunum þögul ástin skín
sem óort en hugsað ljóð.
í  bjarmanum  hölduui  við  brúð-
kaup vort
og byrjum vort fyrsta ljóð,
en það mun ei fyr til enda ort
en útsloknar bjarmans glóð.
1912.
Vöigigmlag.*
(Santa Sanna við leiði drengsins
síns).
Þar sem vaggan var,
vonin  mín,  gröfin  er.
Vakti' e'g og vagga þar,
vagga, er húma fer,
og  klukkurnar  í  hjarta  mínu
hringja.
Heyrðu þeirra hljóm!
Heyrðu, guð! — Það er hann!
Talar hver tónn sem blóm!
Talar  alt,  sem  hann  ann!
er klukkurnar í hjarta mínu hringja
Guð nú barnið ber
brosandi  Ijósinu í!
Altaf hann mætir mjer,
meðan jeg vagga því,
og  klukkurnar  í  hjarta  mínu
hringja.
19-15.
* Ur' Santa Sanna, 3. þætti, ó-
prentuðu leikriti eftir mig í 4
þáttum.
Trúlofunin margumtalaða. Hjer á myndinni sjást þau Umberto
ríkiserfingi ítala og kærasta hans, Maria José, einkadóttir belgisku
konungshjónanna. Umbgrto prins er 25 ára að aldri en prinsessan 23
ára. Á myndinni sjást Kka foreldrar hennar, Albert Belgakonungur
og drotning hans. — Það er mælt, að ekki hafi stjórnmálamcnn ríkj-
snna komið! þeim Maria José og Umberto saman, heldur hafi þau
fyrir löngu lagst á hugi. Hafa þau oft hitst og í brúðkaupi Amadeos
hertoga af Puglia, sem haldið var í Neapel í nóvembermánuði 1927,
tóku þau sig út úr og voru altaf saman. — Eins og kunnugt er, var
Umberto prins sýnt banatilræði meðan hann var í Bryssel. Vakti það
óhemju mikla gremju í ítalíu og voru blöðin bálvond og skömmuðu
aðallega Prakka fyrir það, að þtir gæfu griðland þeim mönnum, sem
sætu á svikráðum við stjórnarfarið í ítalíu. Prinsinn sjálfur tók sjer
þetta ekki nærri, en þegar hann fór frá Bryssel (25. okt.) var varð-
liðið í borginni tvöfaldað og eins lífvörður hans, svo að ekkert slys
skyldi koma fyrir. Til vonar og vara hneppti lögrcglan 50 grunsama
Jtala í fangelsi og sleppti þeim ekki aftur fyr en prinsinn var kominn
á stað. — Brúðkaup þeirra hjónaefnanna fet fram í vetur. Var fyrst
um það rætt, að páfinn mundi sjálfur gefa þau saman í Pjeturskirkj-
unni í Róm, en úr því verður ekki, heldur verður það fulltrúi páfa
sem giftir þau og fer sú athöfn fram í annari kirkju.
Sæli nú, Pjesi!
^H^
Fyrir sex árum hitti lögreglu-
þjónn á götu í Turin, bónda nokk-
urn, sem var afar ankannalegur.
Og er lögregluþjónninn gaf sig á
tal við hann, vissi bóndinn hvorki
hvað hann hjet nje hvar hann-
átti heima. *Var því farið með
hann í geðveikrahæli og öll hugs-
anleg ráð reynd til þess að grafa
það upp, hvaðan hann væri. En
það kom fyrir ekki. Og svo gekk
hann undir nafninu „ókunni bónd-
inn" þarna í hælinu.
Pyrir nokkru kom ferðamaður
til hælisins til að vitja um ætt-
ingjfl sinn, se*m þar var. Pti í
garðinum rakst hann á „ókunna
bóndann" og þekti hann þegar.
i^eir hiifðu verið nágrannar. „Nei,
sæli nú, I'jesi!" kallaði hann. —
Þegar hinn heyrði nafn sitt nefnt,
var oins og hann losnaði úr álög-
um. Hann kannaðist við nafnið,
þekti íiágraiina sinn og mundi nú
rftír iillu. hd ;i dagana hafSi
drifið. Með öðruin orðum varí
liann þarna albata á svipstundu og
var l>cgar  „útskrifaður"  af hæl-
ínu.
^^
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 361
Blašsķša 361
Blašsķša 362
Blašsķša 362
Blašsķša 363
Blašsķša 363
Blašsķša 364
Blašsķša 364
Blašsķša 365
Blašsķša 365
Blašsķša 366
Blašsķša 366
Blašsķša 367
Blašsķša 367
Blašsķša 368
Blašsķša 368