Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ðSO Hauksbók, að nokkru leyti með hendi Hauks Erlendssonar (+1334) 'Bjálfs, torlæs á köflum og vantar í. Þar er Frísbók, eitt bið fegursta handrit að frágangi, sem nokkur íslenskur maður hefir látið eftir sig. Þar eru sögur konunga og jarla, biskupa og heilagra manna,_ riddara og fornkappa í uppskrift- um ýmissa alda. Þar eru elstu og heillegustu handrit Njálu. Þar er Möðruvallabók, sem geymir á 200 skinnblöðum ellefu íslendingasög- ur, flestallar í betri textum en völ er á annarstaðar, og storkar les- andanum með Arinbjarnarkviðu Egils, sem engum hefir tekist að lesa til fulls. Þar eru lögbækur hinna helstu höfðingja á 14. öld og síðar, þó að enginn viti nú, hverjum þeirrá á að eigna hverja eina. Þar er Sturlunga í tveimur handritum, og hafði annað verið rifið sundur, svo að Árni varð að hirða slitrin víðsvegar, en margt var glatað með öllu. Þar er annáll Einars prests Hafliðasonar (+1393) með hendi hans sjálfs. Þar eru handrit siðaskiftaaldar að fornum rímum og kaþólskum kvaeðum. Þar eru Islendingabókarupp- skriftir Jóns Erlendssonar, sem vjer eigum það að þakka að hyrn- ingarsteinn íslenskra bókmenta er ekki glataður. Þar eru ýms rit 17. aldar í einu uppskriftum, sem til eru. Þar eru í stuttu máli þvílíkar bækur saman komnar, að engin grein íslenskra menta frá upphafi til daga Árna Magnússonar verður könnuð til fullnustu eftir frum- gögnum, nema þangað sje leitað. . Landar Árná Magnússonar hafa þakkað starf lians misjafnlega og naumast altaf látið hann njóta sannmjelis. Það sem mest hefir stuðlað að þessu er gleðilegri rás viðburðanna en nokkurn mann gat órað fyrir á dögum einokunar, Bdssastaðavalds og stóru bólu. — Enginn sem vill leggja sanngiarn- an dóm á starfsemi hans má lata undir höfuð leggjast að reyna um stund að gera sig að barni þeirrar aldar, þegar Island var fátækur út- jaðar „rikisins“ og alt þar í ólestri 0g niðurníðslu. Sá' se'm trúir því, að skyndilega hefði tekið fyrir »tráWtá handritanna úr landi pg að almenningur hefði alt í einu farið að leggja rækt við það sem eftir var, flest skemt og hrjáð, ge'tur óhikað óskað þess, að Árni Magnússon hefði aldrei sjeð Ijós Það berast nú fregnir um það, að Sir Basil Zaharof liggi fyrir dauðanum. Það er því ekki úr vegi að líta yfir hið æfintýralega líf þessa manns, sem um tíma rjeði meir í Evrópu en fremstu stjórn- málamenn. Hann er fæddur í Mughla, smá- bæ í Litluasíu fyrir 80 árum. — Faðir hans var fátækur grískur klæðasali. Þó að hann væri fædd- Sir Basil Zaharof í heiðursbúningi Bathorðunnar. ur í Tyrklandi, skoðaði liann sig alla æfi sem grískan mann, enda þótt hann aflaði sjer síðar auðs og gengis undir rússne'sku nafni. Lítið er um barnæsku hans og uppvöxt að segja. Faðir hans fluttist stað úr stað um Litluasíu, og þessir flutningar hans hafa ef til vill gert nokkuð að rótleysi því, sem síðar einkendi Zaharof. Það leið ekki á löngu, áður en Basil litli varð að byrja að sjá fyrir sjer sjálfur, enda dó faðir hans áður en hann náði fullorðins- þessa heims. En flestum, sem hug- leiða þetta mál, mun væntanlega reynast það miklu flóknara en árum. Hann vann fyrir sjer me'ð allra handa braski, og náði því fljótt undirstöðu í viðskiftum, —- Hann mun einnig hafa lært mikið af verslun þeirri, sem hann rak á Galata-markaðinum við Bospor- us. Þar mætast austrænar þjóðir og vestrænar, og óvíða í heiminum mun jafngott tækifæri b'jóðast til að athuga hugsanir manna og læra að umgangast þá. Þarna verslaði liann meðan á markaðnum stóð, og græddist nokkuð fje á þeirri verslun. í fangelsi, grunaður um þjófnað. Á tvítugsaldri hafði öll verslun lians mistekist og hann fekk nú stöðu sem verslunarstjóri í verslun frænda síns í Aþenu. Eftir tvö ár hafði hann unnið sjer traust gamla mannsins svo að hann var otðinn meðeigandi í ve'rsluninni. Þegar þetta gerðist, var Zaharof bæði víðlesinn og talaði einnig sex tungumál. En þegar gamli maður- inn neitaði eftir árið að bofga lionum hluta hans af ágóðanum, tók Basil sinn hluta af stofnfjenu og sagði skilið við frænda sinn. Hann lagði nú leið sína til Eng- lands, en þar var hann tekinn fastur, samkvæmt kæru frærnla síns. Yar hann sakaður um að hafa stolið því fje, sem hann hafði tekið úr vefsluninni. Það var eltki fyr en eftir margra mánaða mála- rekstur, að honum tóhst að hreinaa sig að fullu af þessum áburði, en þá voru líka allir peningar hans farnir í málskostnað. Hann varð því að fara frá Eng- landi, meðal annars vegna þess, að mál þetta hafði vakið nokkurn ýmugust á honum. Hann fór aftur til Aþenu, en einnig þar ætlaði honum tið reynast ómögulegt svo. ----<m>--- Sir Basil Zciharof

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.