Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 26. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						204
LESBÖK MORGTTNBLAÐSINS
Vcstmannaeyjar  fyrir  50  árum.
líásið, sem næst er, var sýslumannssetur og þótti fallegasta húsið í
þorpinu. Það stendur enn og er nú talinn ósjelegur kumbaldi.
all siður þar við hálfdrættinga.
Þegar út í Eyjar kemur er það
fyrst að fá húsaskjól. Margir
höfðu i'itvegað sjer það áður, og
sumir voru altaf í sama stað ár
eftir ár. Og svo var það talið sjálf-
sagt, að þegar landmaður rjeri á
Eyjaskipi, að skipseigendur sæju
honum fyrir aðhlynningu : Húsnæði
þjónustu, vökvun grautar eða
fýlasúpu á hverju kvöldi, elda
soðningu fyrir hann á Iiverjum
degi og baka kökur eða brauð.
Svo lagði maðurinn pund af kaffi
með rót fyrir sig og fjekk fyrir
3—4 bolla á hverjum degi, svo
máttu allir taka 1 pund af sykri
(ekki meira) út úr reikning hús-
bóndans. Það átti að duga alla
vertíðina, um þrjá mánuði.
Fimm af sjö vertíðum, lá jeg
við í Stakkagerði. Þá bjuggu þar
foreldrar frii Jóhönnu, konu Gísla
Lárussonar, sem nú búa þar. Hjón-
in hjetu Árni og Ásdís. Arni
þessi var bróðir Guðmundar í
Sjólyst, sem áður er getið. Þeir
voru um þetta leyti taldir mestu
formennirnir þar í Eyjum. —
Mjer. leið þar mjög vel og minn-
ist þeirra hjóna og dótturinnar
með mikilli þakklætistilfinningu.
Tvo vetur gekk jeg með skip-
um. Úr því átti jeg a<5 heita há-
seti.
Skipshafnir sem komu af landi,
og hjeldu skipum úti í Eyjum,
lágu vanalega við í Sjóbúð, sem
kallað var; t. d. uppi á pakkhús-
loftum eða í ljelegum kofum.
Skipshafnirnar  höfðu  með  sjer
kvenmann — bústýru —; hún
gerði þar alt sem undir bústýru-
nafnið heyrir: Eldaði alt, þvoði,
bætti öll föt þeirra og þv.l. Þar
var oft glatt á hjalla, og stundum
fyllirí. Þar var hægt um ihönd fyr-
ir formanninn að kalla til róðurs,
þar sem allir hásetarnir voru í
einum stað. Það var alt annað hjá
Eyjaformönnum. Þeir urðu að vera
eins og þeytispjald um allar Eyj-
ar, jafnvel í 14—15 stöðum, ef
hásetarnir voru svo víða. Allir
landmenn, sem rjeru á Eyjaskip-
um, hreyfðu sig ekki fyr en þeir
voru kallaðir. Allir hásetar fengu
kaffi áður en þeir fóru að róa. og
auðvitað borðuðu þeir eitthvað
scm lyst höfðu; en þeir sem bjugg-
ust við að kasta öllu upp ]>egar
austurí flóann kom, borðuðu lítið
eða ekkert.
Þegar róið var, var verið á
sjónum — ef veður leyfði — all-
an daginn. Enginn hafði með sjer
matarbita eða^ neitt að drekka;
það var ekki siður. Það leiðir því
aí' sjálfu sjer, að þegar í land
kom — eftir máske 12 tíma — var
mergur orðinn matarþurfi.
Jeg man að við Pjallamenn og
allir landmenn öfunduðum Eyja-
menn því að ])egar í land kom,
færðu sándkonur þeim fulla blikk-
briisa af kaffi og tvær sneiðar af
heilu brauði, eða tvær kökur. Og
svo þegar Eyjamenn voru búnir
að setja skipið upp í hróf og
skifta fiskinum, máttu þeir, og
gerðu ávalt, fara heim og ekkert
Imrftu þeir að skifta sjer af fisk-
inum. Það gerðu sandstúlkurnar.
Við Pjallamenn og allir land-
menn, fengum ekkert kaffi eða
brauð, urðurn eins og aðrir að
setja upp skipið, skifta fiskinum,
draga eða bera hann á baftinu
upp í kió, slægja hann, fletja og
salta, sækja saltið, slíta frá n.f.l.
skilja lifur og 'hrogn frá slóginu,
salta lirognin og láta lifrina í
lit'rarkaggann. Ef vel var, varð
þettá alt að gerast sama kvöldið.
Það kom fyrir 'þeg-ar- við sóttum
salt, að sá sem gaf^ seðil- upp á
saltið, gai' okkur eina skonroks-
köku. Hún var lögð í bleyti í
lifrarkaggann, og þegar hún var
orðin gegndrepa, þá borðuðum við
hána og þótti liíin herramanns
matur.
Svo komu landlegu dagarnír.
Þeir voru að mörgu leyti nauð-
synlegir fyrir alla, og þó sjer-
staklega fyrir okkur landmennina,
Pjallamennina.
Ef ekki var sjóveður að morgni
tlags. var það vanalega fyrsta
verkið okkar landmanna að fara
niður í kró, og setja þar alt í lag,
sem ekki var tími til að gera
kvöldið áður, slægja fiskinn fletja
og salta haim, þvo króna, þvo
hausana og bera þá á bakinu upp
á eitthvert túnið, því þá fyrir
fjörutíu árum voru aðal flutnings-
tæki okkar landmanna, okkar eig-
ið bak. Þó voru til hjá Eyjamönn-
um handbörur og bakskrínur.
Svo þurfti að hugsa um skinn-
klæðnaðinn, þurka hann og bera
á lifur, svo hann yrði síður eins
o» skæni, og drægi þá vatn. Eitt
var og óhjákvæmilegt, og það
var að mala rúginn í kökurnar.
Það var gamall siður að hver
landmaður sem rjeri í Eyjum
mátti taka út i'ir reikning hús-
bónda síns. eina skeppu af rúgi;
sjálfur varð hann að mala rúginn,
en húsbændurnir, sem við lágum
við hjá, ljetu gera kökur eða brauð
úr mjölinu. Jeg man vel að það
voru stundum álitlegir kökustafl-
ar í eldhiisinu í Stakkagerði. Þar
voru líka milli 10 og 20 sjómenn.
Allir voru latir að mala' fanst
það vera löðupmannlegt verk. Þó
kom það stundum fyrir að ein-
hver fjekst td að mala fyrir'sig
og ýmsa meirjháttar ipjóm.enn.,
sem ekki gátu lotið svo lágt að
láta sjá sig við kvörnina.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 201
Blašsķša 201
Blašsķša 202
Blašsķša 202
Blašsķša 203
Blašsķša 203
Blašsķša 204
Blašsķša 204
Blašsķša 205
Blašsķša 205
Blašsķša 206
Blašsķša 206
Blašsķša 207
Blašsķša 207
Blašsķša 208
Blašsķša 208