Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1931, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1931, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 205 Víkingafjelagið og A. W. Johnston. Eftir Snæbjörn Jónsson. Þegar nú alt var komið í reglu, fiskurinn ,króin og hausarnir, skinnklæðin og kökurnar, þá var íarið að skemta sjer. Þá gengu menn á milli kunningja, báru sam- an smálka sinn og annara og komu á veitingalnisið. Þar var vanalega fult á öllum landlegu- dögum og stunduni fyllirí. Svo komu jnenn líka saman og stofn- uðu til bændaglímu. Mjer er minnisstæð ein af þeim. Þá voru þeir bændur Þorsteinn læknir og Císli Stefánsson, þá verslunarmað- ur hjá Brydes verslun. Ekki man jeg hvor þeirra bar sigur úr být- um, en þátt tóku í glímunni bæði landmenn og E}rjamenn. Þar stóðu landmenn Eyjamönnum vel á sporði Aftur gekk landmönnuin mikið ver að fiska og var það von, því að Eyjamenn voru eðlilega miklu kunnugri miðunum og svo ýmsu sem tilheyrði eins og því, að það var máske gott að fiska á þessu miði með útfalli, og hinu aftur með aðfalli, og svo voru Eyjamenn meiri sjómenn þar en hinir. Aftur á móti mundu Eyja- menn ekki þykja meiri sjómenn við sandinn en Fjallamenn. Van- inn gefur listina í þessu sem öðru. Frh. Vilhelmína Hollandsdrotning fór í opinbera heimsókn til Parísar eftir forsetaskiftin. Hafði hún þá ekki komið þangað í 19 ár. Var það ein fyrsta' forsetaskylda Paul Doumers að taka á móti henni. Hjer á myndinni sjest drotningin er hún stígur út úr járnbrautar- vagni sínum í París. Að baki liennar er Juliana prinsessa. Flestir munu kannast eitthvað við Víkingafjelagið breska (Vik- ing Society). Það Cf ekki langt síðan þeir skrifuðu um það í ís- lensk blöð dr. Halldór Hennanns- son og dr. Vilhjálmur Stefánsson og hvöttu menn til að styðja það með því að gerast fjelagar. Svo er fyrir að þakka, að ekki dauflheyrð- ust Islendingar alveg við áskorun þessara ágætu manna, enda hefði okkur verið það _ mikil skömm, en því miður voru þeir færri en skyldi, sem gerðust fjelagar, eða hafa gerst það ennþá. Má vona' að enn rætist eitthvað úr, því oft eru rnenn seinir til framkvæmda í því sem þeir telja smámál vera. Víkingafjelagið er nú um það leyti að verða fertugt, því það var stofnað 1892. Heitir sá mað- ur Alfred W. Johnston, orkn- eyskur að ætt, sem stofnaði það. Síðan hefir hann lengst af verið forseti þess, en ávalt annaðhvort ferseti eða ritari. Ætíð hefir hann verið lífið og sálin í fjelagsskapn- um og alt þangað til liann misti konu sína fyrir sex árum — frá- bæra dugnaðar og sæmdarkonu mátti í raun og veru segja að öll þau störf, er lutu að rekstri fje- lagsins, hvíldu á þeim hjónum. En störfin voru mikil og. ærið tíma- frek, auk þess sem af þeim leiddi sí og æ stórmikii óbein iitgjöld, t. d. til risnu, því gestrisni þeirra hjóna var mikil og höfðingslund. Ekki er mjer fullkunnugt um það1. hvernig nú er um störf J>au, er Mrs. Joflinston rækti af svo mikílli alúð og ósjerplægni, en sennilegast þætti mjer að hennar sæti liafi vart orðið að fullu skip- að; það verða þau sæti sjaldan, sein svo hafa setin verið. Hitt veit |ieg. að enn vinnur Mr. Johnston fjelaginu af sömu elju og fvr. Tilgangur fjelagsins er að efla á allan hátt iðkun norrænna fræða á Bretlandseyjum. Bein af- rt k fjelagsins í þessa átt eru orð- in mikil, en það má vel vera að óbeinu áhrifin sje engu minni. Þau er vitanlega engin leið að méta. Fjelagið hefir einnig vafa- laust haft allmikil áhrif í þá átt að efla vinarhug í garð Norður- Iandaþjóða. Þau liafa orðið þeim mun víðtækari sem allur fjöldi fjelagsmanna telst til hinna á- hrifameiri stjetta, og sí og æ hafa verið meðal þeirra ýmsir af fremstu mönnum Breta, auk þess sem sjálfur konungurinn lánar nafn sitt sem verndari fjelagsins. Starfsemi Víkingafjelagsins er með ýmsu móti: fyrirlestrum, bókaútgáfUjfundahöldum og sam- kvæmum. Reglulegir fundir eru haldnir í London mánaðarlega átta mánuði ársins- (okt.—maí). I júlí eða ágúst er svo venja að halda veislu og bjóða sem heið- ursgesti einhverjum ágætum styrktarmanni fjelagsins. Fyrir fjórtán árum var það Bryce lá- varður, sem var heiðursgesturinn. Mælti dr. Jón Stefánsson þá fyrir minni lians og liefir sú ræða birst á íslensku (í Oðni). A fundum fjelagsins eru ávalt fluttir fyrir- lestrar og efni þeirra rætt á eftir, en síðan er almenn tedrykkja, eins og tíðkast í slíkum fjelögum þar í landi. 011 þau ár, sem jeg þekti til, vorit fslendingar, sem dvöldu í Lundúnum, taldir sjálfsagðir á ]iessa fundi eftir ]>ví sem til þeirra náðist og þeim veitt á kostnað fjelagsins. Oft voru þeir þar marg ir á þeim tímum, en lítt eða ekki varð jeg þess var, að öðrum Norð- urlandaþjóðum væri sýnd þessi gestrisni af fjelagsins hálfu, enda hefði það vart verið mögulegt sökum mannfjölda. Aldrei brást það að fundirnir væru hinir á- nægjulegustu, svo að allir fóru þaðan með yl í hjarta. Efni fyr- irlestranna var að vísu stundum nokkuð þurt, eins og nærri má geta, en umræðumar á eftir bættu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.