Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK MORŒUNBLABSINS   W'
227
ekki. Það kom því þráfaldlega fyr-
ir, að af bæjum sem voru lengst
frá vörunum (það voru kallaðar
varir þa.r sem skipin voru í sand-
inum og róið var frá, t. d. Holts-
varir, Utfjallavarir, Austurfjalla-
varir, Miðbælisvarir) riðu sjómenn
í sandinn, eða á næstu bæi við
varirnar, og höfðu ekkert upp úr
nema. ferðina. Fór mörgum sinnum
á' sömu leið.
Það kom líka fyrir og ekki svo
sjaldan á morgni dags og ef sjó-
lægt var, að sæist veifa í sandin-
um (vörunum). Það var það sama
sem kall um það, a-ð nú væri ró-
andi. Þá ruku allir, sem veifuna
sáu, upp til handa og fóta, tóku
sinn reiðhest, skinnklæði, sjófæri.
sjóvetlinga og sjóskó, og þeystu á
stað, og hver þótti bestur sem
fyrstur var kominn að sínu skipi.
Stundum varð ekkert úr þessu
anna-5 en ferðalagið, og sandstöð-
ur. Að öðru leyti fór hver og
einn að heiman frá sjer svo tíman-
lega þegar á róðrum stóð, að hann
væri kominn að skipi sínu laust
áður en lagljóst var, eða laust
fyrir sólaruppkomu, því mjög
þótti það fiskisælt, að vera kom-
inn á fiskimið, eða til fiskjar í
sólarupprás.
Svo var eitt sem kallaðar voru
sandstöður. Það var ekki víst 'þótt
einhver veifaði, a-ð sjórinn væri
fær (dauður) þegar til kom. Bins
var það að þó í róðrum stæði, og
farift væri frá sjónum dauðum að
kvöldi, gat á honum verið svo
mikill morgungúll, að engu tauti
varð við hann komið. Sjálfsagt
hefði hann orðið blíðari hefði
mönnum þá hugkvæmst að gefa
honum inn nóg af lýsi, en í þá
daga var það ekki uppgötvað að
lýsi ætti svo vel við þesskonar
morgungúla.
Sandstöðurnar voru taldar leið-
inlegar ,máske marga klukkutíma
í kulda og stormi og jafnvel rign-
ingu. Þó heyrði jeg mest talað um
kuldann. Menn tóku því þa-ð til
bragðs að glíma, fljúgast á,
stökkva eða halda á sjer hita á
annan hátt. Var þetta óþægilegt í
ægisandi, en á öðru var. ekki völ.
Formenn og aðrir höfðingja.r, svo
sem bitamenn, lögðu lítið upp úr
þeirri   ungmennaskemtun.   Þeir
voiu  eiginlega  altaf  að  „bræða
hann".
Svo var kallað. Þá hljóp hver
að sínum keip (stað) og var þá
skipið sett niður að flæðarmáli.
Þar lá það á hliðinni. meðan allir
skinnklæddu sig. Ef sjór var sem
kallað var vatnsdauður, fór enginn
(ekki einu sinni frammístyðjendur)
nema í skinnbrókina, og auðvitað
sjóskóna. Þeir . voru úr xvtlendu
skinni, voru aðeins verptir en
opnir í báða enda. Þegar sjór var
hálf slæmur, fóru ávalt frammí
styðjendur í skinnstakkinn líka.
Þeir máttu til, en þrátt fyrir þetta
alt, var ekki kálið sopið, því oft
var það svo, að þegar niður að
sjónum kom, bar meira á briminu.
og svo hafði hann það til að
brima með iitfalli. Oft varð ur því
róður og alt fór vel. En fyrir
kom, að skipið var sett aftur upp
á kamp og allir féru iir sínum sjó-
fötum, tóku hesta sína (sem biðu)
og riðu heim; og gat þetta endur-
.tekið sig jafnvel næsta dag.  .
Róðuriiui úr landi.
Fyrst gætir formaður og aðrir
að því að alt sje með t. d. stýri,
stýrissveif, ífæra, hnallur, seilar
pg önnur bönd, sömuleiðis möstur
og segl, sjerstaklega ef búist var
við að fara út á Holtshraun; þá
var neglan rekin í, ekki var gott
að hana vantaði, en það mun þó
hafa komið fyrir að það gleymdist
að láta hana í þar til á flot var
komið. Hver ár var reist upp við
sinn keip, sömuleiðis mönnum rað-
að, þessir skyldu vera frammí
styðjendur, þessir undir árum —
róa út; þeir sem eftir voru skyldu
ýta — vera við skutinn og ýta —
allir þurftu að vera samtaka, og
þó ekki síst þeir, sem áttu að róa
út. Allir geta skilið hvað það gat
gert á' stjórnlausu skipi, ef einn,
sem róa átti, kæmi ekki út ár sinni
fyr en seint og síðar meir. jeg
tala nú ekki um ef hann í staðinn
fyrir að róa áfram, ræki árina í og
átakið yrði alveg öfugt við átak
hinna. Þetta kom nú samt fyrir.
og líka kom það fyrir að um leið
og ræðarinn stókk upp í þá datt
hann á hausinn ofan í kjöl í skip-
inu. En yfirleitt, var unun að
liorfa á þá og alla,
Nú er skipið sett svo neðarlega
sem má, og svo er beðið eftir lagi.
Það  var  talið  eitt  af  því  allra
nauðsynlegasta  hjá hverjum  for-
manni undir Eyjafjöllum, að vera
góður að taka lagið. Menn reynd-
ust  æði  misjafnir  í  því  eins  og
öllu öðru. Þegar talað er um lag,
þá leiðir það af sjálfu sjer að þar
er líka ólag, lagið er á milli ólaga.
Allir sjómenn og niargu- aðrir vita
að í hverþi ólagi eru þrjár öldur,
])rír sjóir. Þegar dálítið brim viif.
sáu  l>eir  þrjá  fyllingarsjói  koma
nokkuð lanprt frá landi, þeir komu
nær og nær. þeir falla á Eyrununi,
grynningunum, en ])ar sem er dá-
gott hbð.  falla  þeir  ekki  á- milli
eyra fyr en við sandinn. Það eru
kallaðir landsjóir. Það er víst talið
ófrávíkjanlegt lögmál að í ólaginu
sjeu  ])rír  sjóir.  Þegar  ]>eir  eru
komnir í land, kemur lagið. stund-
um er það ekki lengra en svo, »6
tilviljun ræður hvort hægt er að
komast á flot. Jeg held að lögin
hafi verið dálítið mislöng. öldnrn-
ar í ólagi voru líka misstórar. og
jeg held að því stærri sem sjóarnir
voru, því betra lag hafi komið á
eftir. Það var mjög nauðsynlegt að
taka vel eftir hvernig óliigin hiig-
uðu  sjer,  ekki  síður  en  liigin
En það man jeg, að formaðurinn
kallaði  ávalt  um  leið  og  þriðji
sjórinn í ólaginu fjell; um leið og
hann reið undir skipið var kalhið
Ef alt gekk vel, var skipið komið
á flot áður en næsti sjó> f.jell, ])ví
þó hann væri smærri en ólagss.jór-
inn,  þá  var betra  að verða  ekki
framan í honum. Þegar á flot var
komið  var hættan  liðin  hjá,  því
jitrifin voru vanalega hættulaus í
því brimi, sem róið var í.
Það fyrsta sem gert er eftir að
á flot er komið. er að lesa sjó-
ferðamannsbænina og við þá at-
höfn taka allir ofan hiifuðfötin our
sú athöfn endaði að mig: minnir
með því, að formaðurinn srerði
krossmark yfir skipið.
Þegar róið var út ;i Holtshraunið
var nm að gera að ná í nokkrar
ýsur í beitu, varla tiltök að fara í
hraiinið annars.
Ekki man jeg hvað það tók lanjr
an tíma að róa út á hrannið, jeí;
held einn klukkutíma. Þar er fjöru
tíu faðma dýpi. og er víða hraun
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 225
Blašsķša 225
Blašsķša 226
Blašsķša 226
Blašsķša 227
Blašsķša 227
Blašsķša 228
Blašsķša 228
Blašsķša 229
Blašsķša 229
Blašsķša 230
Blašsķša 230
Blašsķša 231
Blašsķša 231
Blašsķša 232
Blašsķša 232