Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1931, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1931, Blaðsíða 4
228 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS botninum, svo ef skipið bar út af þessum vana bletti, lenti þessi eða hinn í hrauni, og var þá altaf hætta á að missa færið og þótti það mikill skaði. Þegar út á hraunið kom var það fyrsta verkið að skera ýsuna í beitu. Hún var flött eins og vana- lega er gert til söltunar, svo er híín skorin í köntuð stykki svo sem U/2 þuml. á kant, og fá eru látin 4—6 stk. á hvern öngul. Þetta á svo langan að gleypa; svo er rent í botn, þar næst tekið grunnmálið sem kallað var. Ong- ullinn er alt að faðmi frá sökk- unni — það var vanalega blý- sakka, því að járnsakka þótti ó- fiskileg. Þegar því færið var kom- ið í hotn, er þá sakkan við botn- inn, en til þess að öngullinn sje skamt frá botninum er færið dreg- ið upp, sem svarar lengd öngul- taums; það er kallað að taka grunnmál. Á Holtshrauni var vanalega að- eins um löngvi að ræða; það kom varla fyrir að þorskur drægist, enda var veiðiaðferðin mjög ólík; fyrst beitan, því eins og áður er sagt, var eiginlega beitt fyrir löng- una eins og fyrir hákarl og svo var aðferðin líka ólík að því leyti, að það var ekki keipað, heldur var legið fyrir kyrru. Aðferðin að keypa er að krækja fiskinn á, en aðferðin við lönguna var að láta hana gleypa beituna með önglin- um. Maður sá ekki í botn, en mað- ur fann þegar langan var að narta í beituna, og það lá við að maður segði við fjelaga sína: ,,Hafið þið ekki hátt“. Maður þorði varla að anda. Svo festist fiskurinn, og þegar farið var að draga, fanst hvort á færinu var langa, lúða eða skata. Lúðan spriklaði af öllum mætti, skatan hjekk eins og slytti, en langan hljóp upp á það síðasta með færið og það fanst stundum ekki hvort hún var á færinu eða ekki, en í þeim svifum skaut henni kannske upp töluvert frá skipinu, vanalega föst á færinu, en líka kom það fyrir, a-ð hún var laus og liðug að öðru leyti en því, að kútmaginn stóð eins og strókur útúr henni og hamlaði því að hún gæti komist niður, nema ef hann rifnaði, sem fyrir kom, Það var ekki margbreytt líf þarna á hrauninú. Allir sem undir færi voru lágu eins og skata út á borðstokkinn, og voru eins veiði- legir og kisa er, ef smáfugl er í nánd. Allir voru með hugann við hvað gerðist í botninum og svo var nákvæmnin, að þeir þóttust vita þegar afæta var búin að naga alla beituna af. Þá drógu þeir upp færið og beittu á ný. í þessum kringumstæðum var það oft, að þeir, sém í andófi voru, urðu að halda lífinu í öllum mannskapnum. Þeir höfðu lítið að gera, aðeins að halda skipinu í horfi og sjá um að ekki ræki, sem lítið erfiði var, því' vanalega var logn. Jeg fór stund- um í andóf, bæði leiddist mjer þessi kyrláti veiðiskapur, og svo var þörf á að fjörga karlana \ipp, það lá við að menn sofnuðu ef allir þögðu, því fiskurinn var þar, æfinlega tregur, Því var oft tekið það ráð, að heita þeim sem fyrst drægi, fal- legri stúlku. Það gerði jeg svika- laust og þeim ekki af lakara tag- inu. Þetta lífgaði mikið upp. Svo voru samt þeir drættir, sem sjer- staklega höfðu mikið gildi, og fyr- ir þá drætti urðu að vera í boði prinsessur. Þegar þessi aðferð var viðhöfð voru allir fiskar taldir. Það gerðu andófsmennirnir, svo þá var svo sem nóg að gera fyrir þá, og oft varð jeg að gera þetta einn. Þessir dýrustu drættir mynduðust þannig: Andófsmenn telja fiskinn; hlutir eru 17; einn dregur og fær stúlku fyrir, annar dregur og fær sáma, svo eru komnir fimmtán fisk ar og vantar því ekki nema tvo. Nú var mikill spenningur. Það var kallað að greiða frá, ryðja veginn fyrir þann næstnæsta og sem kall- að var að reka í , sem sje að fylla töluna (fylla hlutinnh Sá sem dró næsta fisk, sem var fyrsti fisk- ur í öðrum hlut (t. d, í áttunda hlut ef komnir voru áður siö hlut- ir) fekk þriðja og mesta dráttinn, og var það kallað að hafa upp- undir (byrja á næsta hlut,). Þetta hafði lireint ekki lítið gildi til dægrastyttinga-r. Margt var og masað á svona túrum, og væri það alt skráð, yrði það stór bók. Mjer var sagt að fsleifur í Skógum, iangafi minn, hefði einu sinni leik- ið það, að leggjast ofan í kjöl á skipinu og syngja (hann var tal- inn mikill söngmaður), auðvitað eins hátt og hann gat. Sagt var að öll hin skipin hefðu þá róið í la-nd, og haldið að það væri hafmeyja sem ætlaði sjer að svæfa þá alla með söng sínum og sökkva svo skipunum með öllu saman. Það var einu sinni hjá Þórði á Rauðafelli. Frammímenn voru að tala við andófsmanninn (hann var fremur éinfaldur, en góður sjúmað- ur þó) og sögðu: að ha-nn hefði eiginlega mestu völdin á skipinu, því hann gæti snúið því eftir vild.- Þá kallar hann : „Þórður minn, má jeg taka fuM völd?“ Þetta gerði mikla lukku eins og til var ætlast, allir hlógu, nema Þórður, hann hló aldrei, aðeins brosti. Lendingin. Þegar formaðiir segir: „Hankið uppi“, er því tafarlaust hlýtt, því formaður á skipi er mesti einvalds- herra í heimi. Enn þann dag í dag er formanni ávalt hlýtt. Þegar for- maður ákveður að fára í land, er það vitanlega af gildum og góðum ástæðum og þá langoftast af eftir- töldum ástæðum; t. d. við fjalla- sandinn: Sjó að brima, skipið hlaðið af fiski, enginn fiskur, komið kvöld, eða þá stormur. Oft hefir mjer fundist, það und- arlegt, að þegar maður var að draga fisk (nógan fisk sem kallað Var) næstum hvern eftir annan á 40 faðma dýpi, og þ?ð stóra löngu eða stóran þorsk, eða þá lúðu, eins og ávalt var á Holtshrauni, þá Varð maður aldrei þrevttur, eða maðnr fann það ekki. 0<r þegf••'• róið var heim hlöðnu skipi, hversu langt sem var, fann maður heldur ekki til þreytu. Aftur á móti þearar ekki varð vart og t. d. kippa varð og auðvitað varð að draga upp fær ið físklaust, kveið maður fyrir því erfiði og alveg eins að róa heim tómu skipi. Það ætti þó að vera minna erfiði, en sá er munurinn, að í öðru tilfellinu er maður ánægð ur en í hinu óánægður. Mikið eru þeir sælir, sem ávalt eru ánægðir við vinnu sína. & heimleið af Holtshrauni, var sjaldan leitað; miklu fremur og jeg held altaf þegar róið var út á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.