Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						230
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Myndastytta af Wiison, forseta Bandaríkjanna, var nýlega^ afhjúpuð í Póllandi. Er hún reist í
þakklætisskyni fyrir það hvern þitt Wilson átti í því að Pólverjar fengu frelsi sitt aftur. Myndin
er gerð af Gutzon Borglum myndhöggvara. — Fyrir framan myndina stendur ekkja Wilsons, Moscicki
forseti Pólverja og Gutzon Borglum.
Þýskt ritsafn:
„Deutschland und der Norden".
Frá l>ví hefir verið skýrt í ís-
lenskum blöðum, að í júnímánuði
1929 vai- haldið ])ýskt-norrænt há-
skólamót í Kiel og sóttu þangað
fulltrúar frá Norðurlandaliáskól-
unum og frá 22 þýskum háskólum.
Þar voru og sendiherrar Norður-
landa, þýskir ráðherrar og fjöl-
margir stúdentar. Á móti þessu var
Agúst H. Bjarnason prófessor fyr-
ir hönd háskóla vors. Nú hefir
Schleswig-Holsteinische Univer-
sitátsgesellschaft gefið út merki-
legt ritsafn um mót þetta, er nefn-
ist „Deutschland und der Norden"
og er 411 bls. að stærð í stóru
broti, prentað á gljápappír með
fjölda mynda. I ritsafni þessu eru
fyrirlestrar þeir, er fluttir voru á
mótinu, ræður og ýmsar ritgerðir
um norræna og þýska menning,
um vísindi og listír, íþróttir o. fl.
Pimm fyrirlestrar voru fluttir á
mótinu. Próf. Ágúst H. Bjarnason
f'Iutti þar fyrirlestur, er hann
nefnir „Da« moderne Island", ítar-
legt erindi um framfarir og menn-
ing íslendinga á síðustu áratugum.
Kemur hann víða við, skýrir frá
framförum í landbúnaði og sjávar-
útveg, heilbrigðismálum, fjármál-
um, vísindum og listum og er er-
indi  hans hið  fróðlegasta.
Næsti fyrirlestur er um sænskt
eðli og sænska list eftir prófessor
A. Romdahl í Gautaborg. Bendir
hann á það í erindi þessu, að eðli
þjóðar skapist ekki eingöngu af
kynþáttaruppruna', landslagi og
loftslagi, heldur hafi atburðir sög-
unnar einnig áhrif á mótun þjóð-
arlundarinnar. Sýnir-hann fram á,
hversu viðskifti Svía við aðrar
þjóðir hafi mótað byggingarlist
þeirra. einkum kirkjur og hallir.
Þriðji fyrirlestur er eftir prófess
or A. W. Brögger í Oslo um Ose-
bergfundinn svonefnda. Er þar
skýrt frá hinum stórmerku forn-
leifum er fundust 1903 í bænda-
býlinu Oseberg á Vestfold. Fund-
ur þessi er nál. 1100 ára gamall og
er skip, er notað var sem grafhýsi
drotningar einnar. 1 skipinu eru
allir þeir hlutir, er fylgja skyldu
dretningunni, ílát og ábreiður,
rúmstæði, vefstóll, skartgripir,
skrautvagn, sleðar, heil naut o. fl.
Var öllum ])essum hlutum bjargað
og loks komið fyrir á Bygdö-safn-
inu (1926), er geyma á einnig
Gaukstad og Tuneskipin, mjög
merka fornleifafundi. En hver var
þessi drotning? Að áliti fornfræð-
inga Ása, móðir Hálfdánar svarta
og amma Haralds hárfagra.
Þá skýrir dr. P. Nörlund í Kaup
mannahöfn frá „miðaldasögu
Grænlands í ljósi fornfræðarann-
sókna". Er þar skýrt frá hinum
stórmerka fundi á Herjólfsnesi og
Görðum, hinu forna biskupssetri.
Hefir Matthías Þórðarson þjóð-
minjavörður skýrt ítarlega frá
fundi þessum í Skírni.
Loks flutti prófessor E- Setala í
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 225
Blašsķša 225
Blašsķša 226
Blašsķša 226
Blašsķša 227
Blašsķša 227
Blašsķša 228
Blašsķša 228
Blašsķša 229
Blašsķša 229
Blašsķša 230
Blašsķša 230
Blašsķša 231
Blašsķša 231
Blašsķša 232
Blašsķša 232