Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1932, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1932, Blaðsíða 1
Þrek og þrautseigja. Eftir öuðmunö Friðjónsson. Um sama efni flutti höf. erindi i útvarpid nýlega, en umritadi siðar fyrir Lesbök. „Þann mann met jeg- mikils, sem veit hvaS hann vill“. Þessi orð eru höfð eftir nafntog- uðum manni, útlendum, og munu þau finnast í „Auðnuveginum*', bók, sem Þjóðvinaf jelagið ljet þýða og gaf út eftir 1880. Björn Jóns- son íslenskaði. Sá maður sem þetta verður sagt um með sanni, er þrekmaður, innri maður hans a. m. k. Þrek er mátturinn til að fram- kvæana boð viljans, styrkur manns, er sækir á brattann. Þrekhugur vængjar sjálfan sig til að fljviga móti andviðri. Þrekmaður setur sjer markmið og leggur sig fram í þeim vændum að ná takmarkinu. Hann lætur sjer ekki fjTÍr brjósti brenna örð- uðleika og skelfist ekki þau dæmi, sem benda í þá átt, að tvísýnt sje um niðurstöðu. Rej'ndar verður þrekmaðurinn að fai'a einstigi — beygja út af þjóðveginum og vera við því búinn, að vera kallaður einrænn, sjervitur, einstrengings- legur. Hann verður að vera ósjer- hlífinn. Hann hlýtur að bjóða byrg inn farartálmanum og í annan stað þeim mönnum, sem vefjast fjTÍr honum, vífilengjunáungum og l>eim gereyðendum tímans, sem a'ldrei hirða um að hagnýta sjer tækifæri. Þrekmaður sækir á bratta eða þá að hann rær barning. Þorbjörn Kólka spymti öðrum fæti í röng — ef jeg man rjett — meðan hann reri sjálfs sín vegna af miðunum en þegar líf annars bátverja var í veði spyrnti hann báðum fótum. Grímur á Bessa- stöðum kvað um Kólku mergjað kvæði. En Þorsteinn Erlingsson kvað um þann mann, sem á að fara upp á fjall, upp á hæsta tindinn, svo að hann fái leyst gátuna, hvað hinum megin býr. í báðum dæmunum, þ. e. a. s. kvæðunum, er um þrekmann að ræða, og þrautseigan mann.. Sá, sem baminginn rær, heyrir þvalar tungur livísla við borðstokk inn: Haltu að eins í horfi og láttu reka á reiðanum. Hamingjan skilar þjer í höfn. Hann, sem sækir á biattann, heyrir lokkandi tungur mæla fagurgala: Snúðu við og vertu ekki að mæða þig á þessari brekku; farðu hina leiðina, þá, sem hallar undan fæti, niður í eða inn í forsæluna. En þrekmaðurinn læt- ur sem liann lieyri ekki raddir þessara tungumjúku vætta eða ó- vætta. Hann fer eftir sínu höfði, af því að hann veit sínu viti -— veit hvað hann vill. Þrekið er einhver mikilsverðasti hæfileiki manns eða eiginleiki. Það er að sumu leýti erfð, er ávinning- ui' að miklu Oeyti. Án þess verðitr hvers kyns barátta aðkvæðalaus og sigurvinningurinn smávægilegtir. Lífsfley þrekleysingja verður eins og bátur eða skip, sem enga hefir kjalfestu í sjer og allavega hend- i'st í ölduróti, eða rekur á reiða, eftir því sem vindttr og alda haga sjer. Þrekleysingjar verða aldrei gæfu menn, geta ekki orðið hamingju- samir. Þó að sálarlíf þeirra beri Vott um töluverða auðlegð, tilfinn- ingaríkidæmi og vonafjölbreyttui, og augnabliks eldmóð, verður þeirra hlutskifti lítið og ljett. Þeir fá „krepping hálfan“, móts við þrekmennina, sem hljóta „byrði gnóga“ — svo að jeg grípi til orð- bragðs Kveldvilfs fÖður Skalla- gríms. Á því veltur enn fremur, þ. e. a. s. á því ríður, að þrekmað- urinn sje forsjáll, sjái ráð fyrir sjer, tefli jvannig, að hver leikur sje vel valinn. Þrekmaðurinn verð- ur að vera svo vitiborinn, að hann kasti ekki hæfileikum sínum á glæ. Hann má ekki bruðla kröftum sjálfs sín. „Stiltu vel aflinu“, sagði Njáll við Gunnar, þegar hann lagði á ráðin, þau sem hetjunni komu að haldi. Þrekmaður þavf að halda í skefjum þeim umbrota- krafti, sem í lionum býr. Þrekmátt- ur manns má ekki verða að á- stríðu-eldi nje þess háttar handa- gangi, sem skarar glóð frá köku náunganna að eða undir köku sjálfs hans. Ekki má ofvöxtur hlaupa í þrek manns, fremur en í aðra skapsmunaeiginleika. Góð- viljaþrautseigja getur t. d. a. t. orðið að meinleysislognmollp. Ef

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.